„Það var aldrei ætlun aðila að hefta störf fjölmiðla með nokkrum hætti,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu ríkislögreglustjóra og Isavia, sem send var fjölmiðlum að loknum sameiginlegum fundi fulltrúum þessara aðila. „Við yfirferð á framkvæmd aðgerðarinnar kom hins vegar í ljós að tilmæli voru ekki nægilega skýr og harma báðir aðilar að svo hafi verið,“ segir í yfirlýsingunni.
Atvikið átti sér stað þegar lögreglumenn á vegum embættis ríkislögreglustjóra fluttu fimmtán hælisleitendur úr landi að beiðni Útlendingastofnunar. Fólkið var handtekið, safnað saman í rútu í Hafnarfirði, ekið til Keflavíkur þar sem flogið var með leiguflugvél til Grikklands, þar sem það var skilið eftir. Málið hefur vakið hörð viðbrögð og gagnrýni og hefur umboðsmaður Alþingis beint erindi til bæði lögreglu og Útlendingastofnunar vegna þessa.
Ekki er deilt um að lögregla hafi haft stjórn á framkvæmd aðgerðanna en lögregla þvertekur …
Þetta kvöld var ég að æfa lögreglukórinn......"