Í fyrirtöku málanna í héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis fór Claudia Ashanie Wilson, lögmaður Husseins og fjölskyldu fram á það við dómara að fjölskyldan komi aftur til landsins til að bera vitni í málum sínum gegn íslenska ríkinu vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem upp séu komnar í málinu eins og Claudia orðar það. Dómari tekur afstöðu til þessa á fimmtudaginn.
Þetta eru tvö aðskilin mál, annars vegar mál Husseins Hussein sem fer fram á að fá efnismeðferð í máli sínu á Íslandi og hins vegar mál Maysoon Al Saedi mömmu Husseins og systkina hans þeirra, Zahraa Hussein, Yasameen Hussein og Sajjad Hussein gegn íslenska ríkinu. „Þau eru að sjálfsögðu vitni í hvoru máli fyrir sig en yrðu þá að koma af sjálfsdáðum …
Athugasemdir (1)