Í nýjustu bók Evu Bjargar Ægisdóttur um Elmu Akraneslöggu blasa við lesendum viðkunnanlegar aðalpersónur, litríkar aukapersónur sem eru sumar hverjar skemmtilegt að fyrirlíta og hressilegur prósi sem skilur engan eftir úti í skógarþykkni hálfkláraðra hugsana eða tvíræðrar merkingar. Sögusviðið er kunnuglegt glæpasagnalesendum seinni ára; norrænn smábær þar sem allir þekkja alla og undir kurteislegu yfirborðinu krauma fjölskylduleyndarmál sem eiga það til að frussast upp á yfirborðið.
Sagan fjallar um lögreglukonuna Elmu sem birst hefur í fyrri bókum höfundar. Maður er myrtur í sumarbústað í Skorradal þar sem dularfull skilaboð eru rituð í blóði á vegg fyrir ofan hinn myrta. Elma og samstarfsfólk hennar hefja rannsókn málsins en fljótlega kemur í ljós að það teygir anga sína hugsanlega áratugi aftur í tímann.
Tímaramminn er þrískiptur. Höfundur segir frá lögreglurannsókn sem á sér stað síðla árs 2020 og fléttar hana annars vegar saman við atburði síðustu mánaða þar á undan og hins …
Athugasemdir (1)