Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hrakfarir

Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir er einn af okk­ar stóru höf­und­um og skil­ar til okk­ar dá­sam­lega sönnu og frum­legu verki. Hér skil­ur milli feigs og ófeigs, þeim sem kann og get­ur og hinna sem flumbrast áfram um sölu­list­ana með hálf­kör­uð verk sín.

Hrakfarir
Kristín Eiríksdóttir Höfundur bókarinnar Tól. Mynd: Heiða Helgadóttir
Bók

Tól

Höfundur Kristín Eiríksdóttir
Forlagið - JPV útgáfa
Gefðu umsögn

Fimm ár eru liðin frá því Kristín Eiríksdóttir sendi frá sér Elín, ýmislegt, átján frá því Kjötbærinn kom út. Ný skáldsaga hennar, Tól, bíður nú lesenda sinna á boðstólum bóksalanna, stórt og viðamikið skáldverk á nær 350 síðum, vandlega undirbyggt af ofurnæmum skilningi hennar á mannlegu eðli í rosalegum kringumstæðum fíknar og félagslegrar fátæktar. Í þungamiðju verksins er Villa, íslensk kvikmyndagerðarkona, og viðfangsefni hennar, rússneskur Íslendingur, Dimmi, viðfangsefni hennar, sem við upphaf sögunnar starfar við hvalveiðar. Þau eiga sér forsögu, hann sem skjólstæðingur hennar sem kúnni í sjoppu sem Villa afgreiddi um tíma, þá bæði undir tvítugu.

Vitund Villu ræður miklu í framgangi sögunnar, þó fjórir aðgreindir hlutar Tóla staðnæmist við sjónarhorn Ninju, sem er framleiðandi myndarinnar, og Jóns Loga, sem hittir Villu á Vogi með afdrifaríkum afleiðingum. Heimur fíknar og fjölskyldu, brotinna fjölskyldna, er með mörgum hætti viðfangsefni Kristínar í feikilega læsilegri og spennandi frásögn af hrakförum ungs fólks, …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár