Fyrri aukaspurning:
Hvers konar dýr má sjá á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Árið 1929 var nýr stjórnmálaflokkur stofnaður á Íslandi þegar tveir flokkar á þingi runnu saman. Hvað var hinn nýi flokkur kallaður?
2. Og hvað hét fyrsti formaður þessa nýja flokks?
3. Tígraí heitir hérað eitt í tilteknu ríki. Þar var fyrir fáeinum árum gerð uppreisn gegn stjórnvöldum í landinu en hún koðnaði niður — í bili að minnsta kosti — seint á nýliðnu ári. Hvaða Afríkuríki er hér um að ræða?
4. Frá hvaða landi kemur hinn eini sanni fetaostur?
5. Hvernig mjólk er uppistaðan í þeim osti?
6. Hvaða ríki sprengdi árið 1961 öflugustu kjarnorkusprengju sem sprengd hefur verið?
7. Sanna Magdalena Mörtudóttir situr í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir ... hvaða flokk eða samtök?
8. Tónlistarmaður vakti fyrst athygli á unga aldri árið 2020 með laginu I'm Not Supposed to Say This. Síðan hefur tónlistarmaðurinn gefið út lög á íslensku, svo sem Röddin í klettunum, Frosið sólarlag og Annar séns. Hvað heitir þessi tónlistarmaður?
9. Hvað nefnist kastvopn eitt sem er svo lagað að sé því kastað á réttan hátt þá snýr það aftur til þess sem kastaði?
10. Í hvaða núverandi ríki var kastvopn þetta þróað?
***
Seinni aukaspurning:
Úr hvaða bíómynd frá 1991 er skjáskotið hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Sjálfstæðisflokkurinn.
2. Jón Þorláksson.
3. Eþíópíu.
4. Grikklandi.
5. Kindamjólk. Þess eru dæmi að geitamjólk sé blandað út í kindamjólkina en kindamjólk er þó eina rétta svarið hér.
6. Sovétríkin. Rússland dugar að sjálfsögðu ekki.
7. Sósíalistaflokkinn.
8. Gugusar — eða Guðlaug Sóley.
9. Búmerang.
10. Ástralíu.
***
Svör við aukaspurningum:
Dýrið á efri myndinni er lemúr.
Skjáskotið er úr kvikmyndinni Thelma and Louise.
Athugasemdir