Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

987. spurningaþraut: Kastvopn með óvenjulegan eiginleika

987. spurningaþraut: Kastvopn með óvenjulegan eiginleika

Fyrri aukaspurning:

Hvers konar dýr má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Árið 1929 var nýr stjórnmálaflokkur stofnaður á Íslandi þegar tveir flokkar á þingi runnu saman. Hvað var hinn nýi flokkur kallaður?

2.  Og hvað hét fyrsti formaður þessa nýja flokks?

3.  Tígraí heitir hérað eitt í tilteknu ríki. Þar var fyrir fáeinum árum gerð uppreisn gegn stjórnvöldum í landinu en hún koðnaði niður — í bili að minnsta kosti — seint á nýliðnu ári. Hvaða Afríkuríki er hér um að ræða?

4.  Frá hvaða landi kemur hinn eini sanni fetaostur?

5.  Hvernig mjólk er uppistaðan í þeim osti?

6.  Hvaða ríki sprengdi árið 1961 öflugustu kjarnorkusprengju sem sprengd hefur verið?

7.  Sanna Magdalena Mörtudóttir situr í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir ... hvaða flokk eða samtök?

8.  Tónlistarmaður vakti fyrst athygli á unga aldri árið 2020 með laginu I'm Not Supposed to Say This. Síðan hefur tónlistarmaðurinn gefið út lög á íslensku, svo sem Röddin í klettunum, Frosið sólarlag og Annar séns. Hvað heitir þessi tónlistarmaður?

9.  Hvað nefnist kastvopn eitt sem er svo lagað að sé því kastað á réttan hátt þá snýr það aftur til þess sem kastaði?

10.  Í hvaða núverandi ríki var kastvopn þetta þróað?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða bíómynd frá 1991 er skjáskotið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sjálfstæðisflokkurinn.

2.  Jón Þorláksson.

3.  Eþíópíu.

4.  Grikklandi.

5.  Kindamjólk. Þess eru dæmi að geitamjólk sé blandað út í kindamjólkina en kindamjólk er þó eina rétta svarið hér.

6.  Sovétríkin. Rússland dugar að sjálfsögðu ekki.

7.  Sósíalistaflokkinn.

8.  Gugusar — eða Guðlaug Sóley.

9.  Búmerang.

10.  Ástralíu.

***

Svör við aukaspurningum:

Dýrið á efri myndinni er lemúr.

Skjáskotið er úr kvikmyndinni Thelma and Louise.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár