Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

987. spurningaþraut: Kastvopn með óvenjulegan eiginleika

987. spurningaþraut: Kastvopn með óvenjulegan eiginleika

Fyrri aukaspurning:

Hvers konar dýr má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Árið 1929 var nýr stjórnmálaflokkur stofnaður á Íslandi þegar tveir flokkar á þingi runnu saman. Hvað var hinn nýi flokkur kallaður?

2.  Og hvað hét fyrsti formaður þessa nýja flokks?

3.  Tígraí heitir hérað eitt í tilteknu ríki. Þar var fyrir fáeinum árum gerð uppreisn gegn stjórnvöldum í landinu en hún koðnaði niður — í bili að minnsta kosti — seint á nýliðnu ári. Hvaða Afríkuríki er hér um að ræða?

4.  Frá hvaða landi kemur hinn eini sanni fetaostur?

5.  Hvernig mjólk er uppistaðan í þeim osti?

6.  Hvaða ríki sprengdi árið 1961 öflugustu kjarnorkusprengju sem sprengd hefur verið?

7.  Sanna Magdalena Mörtudóttir situr í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir ... hvaða flokk eða samtök?

8.  Tónlistarmaður vakti fyrst athygli á unga aldri árið 2020 með laginu I'm Not Supposed to Say This. Síðan hefur tónlistarmaðurinn gefið út lög á íslensku, svo sem Röddin í klettunum, Frosið sólarlag og Annar séns. Hvað heitir þessi tónlistarmaður?

9.  Hvað nefnist kastvopn eitt sem er svo lagað að sé því kastað á réttan hátt þá snýr það aftur til þess sem kastaði?

10.  Í hvaða núverandi ríki var kastvopn þetta þróað?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða bíómynd frá 1991 er skjáskotið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sjálfstæðisflokkurinn.

2.  Jón Þorláksson.

3.  Eþíópíu.

4.  Grikklandi.

5.  Kindamjólk. Þess eru dæmi að geitamjólk sé blandað út í kindamjólkina en kindamjólk er þó eina rétta svarið hér.

6.  Sovétríkin. Rússland dugar að sjálfsögðu ekki.

7.  Sósíalistaflokkinn.

8.  Gugusar — eða Guðlaug Sóley.

9.  Búmerang.

10.  Ástralíu.

***

Svör við aukaspurningum:

Dýrið á efri myndinni er lemúr.

Skjáskotið er úr kvikmyndinni Thelma and Louise.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár