Kaldbakur, sem er fjárfestingaarmur útgerðarrisans Samherja, hefur keypt Landsbankahúsið í miðbæ Akureyrar fyrir 685 milljónir. Skoða á möguleika á að stækka húsið í samræmi við teikningar Guðjóns Samúelssonar arkítekts, samkvæmt Eiríki S. Jóhannssyni, framkvæmdastjóra Kaldbaks og stjórnarformanni Samherja.
Tilkynning um kaupin birtist á vef Samherja í dag. Þar segir að tilboð Kaldbaks hafi reynst hæst en húsið var auglýst til sölu fyrir um mánuði síðan. Samkvæmt tilkynningu Samherja bárust sjö tilboð í húsið.
Þetta er ekki fyrsta starfstöð Landsbankans sem aðilar tengdir Samherja kaupa, því árið 2020 keypti Sigtún, félag í eigu Kristjáns Vilhelmssonar og viðskiptafélaga hans Leó Árnasonar, hús Landsbankans á Selfossi. Voru kaupin hluti af þróun „nýs“ miðbæjar á Selfossi. Líklega eru svipuð áform uppi á Akureyri af hálfu Kaldbaks.
Eiríkur segir að glæða eigi Landsbankahúsið fyrir norðan lífi og varðveita það.
„Kaupin á Landsbankahúsinu veitir Kaldbaki kærkomið tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu miðbæjarins og …
Athugasemdir (3)