Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Stansað, dansað, öskrað

Tónlist, dans- og leik­sýn­ing­ar, mat­ur og drykk­ur, allt þetta og meira til má skemmta sér við næstu tvær vik­urn­ar.

Bless í bili – Jói Pé og Króli ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands

Hvar? Hamraborg í Menningarhúsinu Hofi Akureyri

Hvenær? 29. október kl. 20.

Miðaverð? 8.900 kr.

Það verður kátt í Hofi þegar Jói Pé og Króli ganga til liðs við hina einu sönnu kvikmyndahljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, 29. október. Tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Þórður Magnússon hefur unnið með strákunum að sinfónískum útsetningum af vel völdum perlum þeirra. Komdu og upplifðu rapp og sinfóníu í þessum girnilega kokteil.


Hvað syngur í stjórnandanum?

Hvar? Harpa  Eldborg

Hvenær? 5. nóvember kl. 18

Miðaverð? 3.900 kr. (afsláttur fyrir námsfólk í miðasölu Hörpu)

Sópransöngkonan Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir syngur og stjórnar um leið tólf manna kammersveit í Eldborg í Hörpu á lokahátíð Óperudaga. Frumflutt verða þrjú íslensk verk eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur, Jóhann G. Jóhannsson og Maríu Huld Markan, samin sérstaklega fyrir tilefnið, en þetta er í fyrsta skipti sem tónverk eru samin fyrir syngjandi stjórnanda. Á efnisskránni er einnig glæsileg aría eftir Richard Strauss. Ragnheiður hefur stundað meistaranám í söng í Stokkhólmi og hljómsveitarstjóranám í Kaupmannahöfn en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur fram opinberlega sem syngjandi stjórnandi. „Þetta er sannkallað ævintýri og mikil forréttindi að fá að vinna með þessum frábæru tónskáldum og hljóðfæraleikurum  og ekki verra að halda tónleika í Eldborg!“


Á eigin vegum

Hvar? Borgarleikhúsið

Hvenær? Frá 16. september

Miðaverð? 7.200 kr.

Sigþrúður er ekkja, stundar blaðburð, garðyrkju og jarðarfarir af miklum móð. Hún er ein en ekki einmana – hún hefur alltaf þurft að treysta á sjálfa sig og er ljómandi góður félagsskapur ef út í það er farið. Fólkið hennar er allt horfið á braut – en hefur reyndar farið mislangt. Sigþrúður gerir sér litlar vonir enda hefur lífið kennt henni að slíkt hafi ekkert upp á sig en draumarnir hafa þó fylgt henni frá blautu barnsbeini og nú fá þeir loks byr undir báða vængi.

Á eigin vegum byggir á rómaðri skáldsögu metsöluhöfundarins Kristínar Steinsdóttur sem kom út árið 2006. Bókin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hlaut Fjöruverðlaunin árið 2007.


Mynd: Anna Ósk Erlingsdóttir

Hannah Felicia

Hvar? Tjarnarbíó

Hvenær? 17. nóvember kl. 17 og 19

Miðaverð? 2.500 kr.

Hannah Felicia er nýjasta verk sænska atvinnudansflokksins Spinn og danshöfundarins Láru Stefánsdóttur. Danskompaniet Spinn samanstendur af dönsurum með fatlanir og ófötluðum. Dansararnir tveir, Hannah Karlsson og Felicia Sparrström, túlka með nærveru sinni, hreyfingum og dansi samband tveggja einstaklinga; eða eru þetta ef til vill tvær hliðar á sömu manneskjunni? Manneskju sem þráir að vera séð, samþykkt og elskuð. Hannah Felicia er hjartnæm og einlæg danssýning sem er aðgengileg áhorfendum á öllum aldri.

Sýningin er ávallt sýnd með hljóðupptöku með lýsingu á verkinu.

„Það ríkir ákveðið tímaleysi í dansverkinu Hannah Felicia, hvorki upphaf né endir, heldur flæði tilfinninga í núinu sem spretta út í samspili á milli ólíkra þátta, það er hreyfinga dansara, tónlistar, ljósahönnunar, búninga og áhorfenda. Tilfinningar í núinu sem leysast upp jafnóðum og þær springa út í mismunandi túlkun og tengingu dansara á rauða hringdúknum,“ segir Lára.


Sjö ævintýri um skömm

Hvar? Þjóðleikhúsið

Miðaverð? 6.9507.250 kr.

Sýningin sem sló eftirminnilega í gegn á síðasta leikári – og kom öllum í opna skjöldu!

Sýningin Sjö ævintýri um skömm hlaut frábærar viðtökur þegar hún var frumsýnd á liðnu vori. Hún var tilnefnd til tólf Grímuverðlauna og hlaut verðlaunin fyrir leikrit ársins, leikstjórn, leikara í aðalhlutverki, leikmynd, búninga og lýsingu. Þetta nýja verk eftir Tyrfing Tyrfingsson kom áhorfendum skemmtilega á óvart, með sínum galgopalega húmor, frumleika og hlýju.

Hér er boðið upp á farsakennd ævintýri, byggð á sönnum atburðum, þar sem við fylgjum eftir ferðalagi skammarinnar í íslenskri fjölskyldu frá kanamellum í Flórída að Lúkasarmálinu á Akureyri og skoðum allt þar á milli!


Ronja ræningjadóttir

Hvar? Leikfélag Keflavíkur, Frumleikhúsinu, Reykjanesbæ

Miðaverð? 3.000 kr.

Leikfélag Keflavíkur sýnir ævintýrið um Ronju ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren. Leikritið fjallar um Ronju ræningjadóttur og ævintýri hennar með vini sínum, Birki Borkasyni. Ronja hittir ýmsar verur í Matthíasarskógi, meðal annars grádverga, huldufólk og að sjálfsögðu litla krúttlega rassálfa. Lifandi tónlist, söngur og dans einkenna sýninguna.


Líf og dauði – Mexíkósk veisla i tilefni af degi hinna dauðu

Hvar? Gamla bíó

Hvenær? Kl. 18.00 ef fólk mætir í alla veisluna og matinn. Kl. 20.00 ef fólk mætir beint á tónleikana.

Miðaverð? 17.900 fyrir kokteil, þriggja rétta matseðil og tónleika. 5.900 fyrir bara tónleika. Miðar fást á tix.is

„Lifum brosandi til þess að deyja glöð,“ segja Mexíkóar. Það er löngu orðið heimsþekkt hvernig þeir gleðjast yfir þeim sem á undan hafa farið, fagna lífinu, dauðanum og minnast fólksins síns með litríkri gleði og veisluhöldum. Íslendingar hafa tekið hefðinni „degi hinna dauðu“ fagnandi og á hverju ári skreytir fjöldi fólks sig og nýtur þess að stíga inn í annan hugarheim. Í Gamla bíói verður alvöru tequila kokteill í boði Don Julio, þriggja rétta matarveisla og frábærir tónleikar þar sem við veltum fyrir okkur hvort við getum tileinkað okkur eitthvað úr menningunni, lært að tala opinskátt um dauðann og verið betur til staðar fyrir þá sem ganga í gegnum sorg.

„Tónleikarnir skipta mig miklu máli því ég elska að syngja þessa tilfinningaríku tónlist. Mér finnst ég alveg lifna við í lögunum. En ekki minna vegna þess hvað ég fann hvað fólkinu mínu fannst erfitt að geta ekki bjargað mér þegar ég þurfti að kveðja son minn,“ segir Svanlaug Jóhannsdóttir söngkona.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár