Rijksmuseum í Amsterdam er vinsælasta safn Hollands, og þó víðar væri leitað. Það laðar árlega að sér um tvær og hálfa milljón gesta (fyrir Covid) og býr yfir meira en milljón safngripum frá öllum heimshornum þó að aðeins lítill hluti þeirra sé til sýnis í einu. Stjórnendum safnsins barst beiðni frá indónesískum yfirvöldum fyrir nokkrum árum um að gera úttekt á uppruna margra safnmuna og skila þeim sem reynist óneitanlega þýfi, sérstaklega frá þeim tíma þegar Indónesía var hollensk nýlenda. Þeir fóru afar illa með innfædda og stálu öllu steini léttara til að flytja heim til Evrópu, líkt og svo margar aðrar evrópskar siglingaþjóðir á nýlendutímanum. Frá sextándu öld hafa Evrópumenn farið ránshendi um hverja heimsálfuna á fætur annarri og lagt menningararf ótal samfélaga í rúst.
Martinne Gosselink, forstöðukona sagnfræðideildar Rijksmuseum, sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina al Jazeera að málið væri flóknara en það virtist í fyrstu og tók frægan …
Athugasemdir (2)