Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Eru safnmunir þýfi?

Rann­sókn á mun­um, sem sýnd­ir eru á hol­lensk­um söfn­um, sýn­ir stór­an hluta þeirra vera þýfi frá ný­lendu­tím­an­um. Yf­ir­völd í Indó­nes­íu krefjast þess að menn­ing­ar­arfi þeirra verði skil­að. Mörg höf­uð­söfn evr­ópskra stór­borga eru einnig full af menn­ing­ar­verð­mæt­um þjóða sem nú gætu gert sömu kröf­ur. Fræði­menn eru ósam­mála um lausn og benda sum­ir á óstöð­ugt ástand margra landa, til að mynda í Ír­ak þar sem þús­und­um muna var stol­ið af söfn­um í ringul­reið­inni eft­ir inn­rás Banda­ríkj­anna ár­ið 2003.

Eru safnmunir þýfi?

Rijksmuseum í Amsterdam er vinsælasta safn Hollands, og þó víðar væri leitað. Það laðar árlega að sér um tvær og hálfa milljón gesta (fyrir Covid) og býr yfir meira en milljón safngripum frá öllum heimshornum þó að aðeins lítill hluti þeirra sé til sýnis í einu. Stjórnendum safnsins barst beiðni frá indónesískum yfirvöldum fyrir nokkrum árum um að gera úttekt á uppruna margra safnmuna og skila þeim sem reynist óneitanlega þýfi, sérstaklega frá þeim tíma þegar Indónesía var hollensk nýlenda. Þeir fóru afar illa með innfædda og stálu öllu steini léttara til að flytja heim til Evrópu, líkt og svo margar aðrar evrópskar siglingaþjóðir á nýlendutímanum. Frá sextándu öld hafa Evrópumenn farið ránshendi um hverja heimsálfuna á fætur annarri og lagt menningararf ótal samfélaga í rúst.

Martinne Gosselink, forstöðukona sagnfræðideildar Rijksmuseum, sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina al Jazeera að málið væri flóknara en það virtist í fyrstu og tók frægan …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    https://www.npr.org/2022/10/15/1129146779/syria-mosaic-roman-era
    0
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    https://www.theguardian.com/world/2015/jul/03/antiquities-looted-by-isis-end-up-in-london-shops
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár