Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur óskað eftir því að að eftirlitsstofnunin MAST veiti upplýsingar um hvernig hún hefur eftirlit með slysasleppingum í laxeldi í sjókvíum. Ráðherra greindi frá þessu á ríkisstjórnarfundi í morgun og kynnti sérstakt minnisblað um málið.
Ástæðan er sú að MAST telur að laxeldisfyrirtækið Arnarlax hafi veitt misvísandi upplýsingar um slysasleppingar í laxeldiskví fyrirtækisins í Arnarfirði á Vestfjörðum. Hluti þessara eldisalaxa veiddust í Mjólká í Arnarfirði í sumar eins og Stundin greindi frá í ágúst.
„Þar sem þetta misræmi kann að varpa ljósi á umfang stroksins, hefur Matvælastofnun nú hafið rannsókn og kallað eftir gögnum frá rekstrarleyfishafa“
Orðrétt segir í minnisblaði ráðherra: „Í ljósi atvika hefur matvælaráðherra óskað eftir upplýsingum frá Matvælastofnun um hvernig eftirliti er almennt háttað með rekstrarleyfishöfum fiskeldis frá því að útsetning seiða fer fram og …
Athugasemdir