Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stofnandi Hringborðs Norðurslóða, segir að bygging húss sem til stendur að byggja í Vatnsmýrinni og hýsa á skrifstofur hugveitu hans um Norðurslóðir, hafi ekki verið fjármögnuð. Því liggi ekki fyrir hver greiði fyrir byggingu hússins, sem á að vera 20 til 30 þúsund fermetrar að stærð.
„Þau áform eru nú bara enn þá á vinnslustigi en hins vegar hafa Reykjavíkurborg og háskólinn gengið frá þessari lóð. Ætlunin er að þetta verði alþjóðamiðstöð þar sem stefnt verður að nýsköpun og umræðum um stefnumótun í vísindum og rannsóknum með þátttöku fjölmargra aðila víða að um heiminn. En þetta form er á þessu stigi í mótun og mun taka á sig mynd á næstu 1 til 2 árum,“ segir Ólafur Ragnar, sem verið hefur í forsvari fyrir Hringborð Norðurslóða síðastliðin níu ár.
Hugmyndin forsætisráðherra
Ólafur Ragnar segir aðspurður að hugmyndin að húsinu sé ekki komin frá …
Athugasemdir (2)