Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fjársterkir aðilar og jafnvel ríki fjármagni hús stofnunar Ólafs Ragnars

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, fyrr­ver­andi for­seti Ís­lands og stofn­andi Hring­borðs Norð­ur­slóða, seg­ir að ekki sé bú­ið að fjár­magna hús­ið í Vatns­mýri sem til stend­ur að heiti eft­ir hon­um. Sam­kvæmt Ólafi Ragn­ari mun fjár­magn­ið koma frá að­il­um sem vilja vera með að­set­ur í hús­inu. Í kynn­ing­ar­bæk­lingi kem­ur fram að efna­fólk og jafn­vel er­lend ríki geti fjár­magn­að verk­efn­ið og lát­ið nefna hluta bygg­ing­ar­inn­ar eft­ir sér.

Fjársterkir aðilar og jafnvel ríki fjármagni hús stofnunar Ólafs Ragnars
Geta fengið sali eða herbergi nefnd eftir sér Í kynningarbæklingi um húsið í Vatnsmýrinni segir að einstaklingar, fyrirtæki og jafnvel ríki getið fengið rými í húsinu nefnd eftir sér. Húsið á að vera kennt við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands og stofnanda Hringborðs Norðurslóða.

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stofnandi Hringborðs Norðurslóða, segir að bygging húss sem til stendur að byggja í Vatnsmýrinni  og hýsa á skrifstofur hugveitu hans um Norðurslóðir, hafi ekki verið fjármögnuð. Því liggi ekki fyrir hver greiði fyrir byggingu hússins, sem á að vera 20 til 30 þúsund fermetrar að stærð. 

„Þau áform eru nú bara enn þá á vinnslustigi en hins vegar hafa Reykjavíkurborg og háskólinn gengið frá þessari lóð. Ætlunin er að þetta verði alþjóðamiðstöð þar sem stefnt verður að nýsköpun og umræðum um stefnumótun í vísindum og rannsóknum með þátttöku fjölmargra aðila víða að um heiminn. En þetta form er á þessu stigi í mótun og mun taka á sig mynd á næstu 1 til 2 árum,“ segir Ólafur Ragnar, sem verið hefur í forsvari fyrir Hringborð Norðurslóða síðastliðin níu ár.  

Hugmyndin forsætisráðherra

Ólafur Ragnar segir aðspurður að hugmyndin að húsinu sé ekki komin frá …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • I
    Ilmu skrifaði
    Þetta egotripp samfélag er ófært um að einu sinni ímynda sér að það vaki eitthvað annað fyrir fólki en að koma sjálfu sér á framfæri ... og við eigum það þessum vonlausu "fyrirmyndum" að þakka.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það er ósiður að kenna dauða hluti við tilteknar persónur, bæði lífs og liðna. Sovétríkin sálugu höfðu af því slæma reynslu.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár