Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

986. spurningaþraut: Nord Stream, Bítlarnir og janúar

986. spurningaþraut: Nord Stream, Bítlarnir og janúar

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá stúlku tæplega tvítuga halda ræðu. Hún er nú tæplega fimmtug og var um tíma á síðasta ári í ágætri aðstöðu til að hrinda ýmsu því í framkvæmd sem hún krafðist áður fyrr. Hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1. Í hvaða landi er héraðið eða fylkið Saskatchewan?

2. Hvaða fyrirtæki tengjast þau Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson?

3. Einn Norðmaður hefur þjálfað karlalið Manchester United í fótbolta. Hvað heitir hann?

4.  Hvaða fyrirbæri eru Nord Stream 1 og 2?

5.  Frá hvaða borg voru Bítlarnir?

6.  Hvað hét reyfari Ragnars Jónssonar og Katrínar Jakobsdóttur sem út kom fyrir jólin?

7.  Janúar er nefndur eftir guðinum Janusi. Í goðafræði hvaða ríkis var hann í hávegum hafður?

8.  Líkamlega var eitt nokkuð sérkennilegt við guðinn Janus. Hvað var það?

9. Hvað eiga stjórnmálamennirnir Björn Jónsson, Kristján Jónsson, Sigurður Eggerz og Einar Arnórsson helst sameiginlegt?

10. Hvað hét helsti aðstoðarmaður lögregluforingjans Morse meðan hann var og hét?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að neðan? Og svo er lárviðarstig fyrir að nefna BÁÐA leikarana.

***

Svör við aðalspurningum:

1. Kanada.

2. Útvarpi Sögu.

3. Ole Gunnar Solskjaer.

4. Gasleiðslur.

5. Liverpool.

6.  Reykjavík.

7.  Rómaveldis.

8.  Hann hafði tvö andlit.

9. Ásamt Hannesi Hafstein gegndu þeir allir embætti ráðherra Íslands meðan ráðherrann var aðeins einn á tímum heimastjórnarinnar.

10. Lewis.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Liz Truss sem varð forsætisráðherra Breta í september síðastliðnum og lét fljótlega af embætti. 

Liz Truss

Á neðri myndinni stíga þau Uma Thurman og John Travolta dans í myndinni Pulp Fiction. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Allt rétt ásamt lárviðarstigi, nema ráðherfurnar tvær.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár