Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

986. spurningaþraut: Nord Stream, Bítlarnir og janúar

986. spurningaþraut: Nord Stream, Bítlarnir og janúar

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá stúlku tæplega tvítuga halda ræðu. Hún er nú tæplega fimmtug og var um tíma á síðasta ári í ágætri aðstöðu til að hrinda ýmsu því í framkvæmd sem hún krafðist áður fyrr. Hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1. Í hvaða landi er héraðið eða fylkið Saskatchewan?

2. Hvaða fyrirtæki tengjast þau Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson?

3. Einn Norðmaður hefur þjálfað karlalið Manchester United í fótbolta. Hvað heitir hann?

4.  Hvaða fyrirbæri eru Nord Stream 1 og 2?

5.  Frá hvaða borg voru Bítlarnir?

6.  Hvað hét reyfari Ragnars Jónssonar og Katrínar Jakobsdóttur sem út kom fyrir jólin?

7.  Janúar er nefndur eftir guðinum Janusi. Í goðafræði hvaða ríkis var hann í hávegum hafður?

8.  Líkamlega var eitt nokkuð sérkennilegt við guðinn Janus. Hvað var það?

9. Hvað eiga stjórnmálamennirnir Björn Jónsson, Kristján Jónsson, Sigurður Eggerz og Einar Arnórsson helst sameiginlegt?

10. Hvað hét helsti aðstoðarmaður lögregluforingjans Morse meðan hann var og hét?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að neðan? Og svo er lárviðarstig fyrir að nefna BÁÐA leikarana.

***

Svör við aðalspurningum:

1. Kanada.

2. Útvarpi Sögu.

3. Ole Gunnar Solskjaer.

4. Gasleiðslur.

5. Liverpool.

6.  Reykjavík.

7.  Rómaveldis.

8.  Hann hafði tvö andlit.

9. Ásamt Hannesi Hafstein gegndu þeir allir embætti ráðherra Íslands meðan ráðherrann var aðeins einn á tímum heimastjórnarinnar.

10. Lewis.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Liz Truss sem varð forsætisráðherra Breta í september síðastliðnum og lét fljótlega af embætti. 

Liz Truss

Á neðri myndinni stíga þau Uma Thurman og John Travolta dans í myndinni Pulp Fiction. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Allt rétt ásamt lárviðarstigi, nema ráðherfurnar tvær.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár