Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Norðmenn ætla að leggja á 40 prósent auðlindaskatt á laxeldið: Borga ekkert á Íslandi

Með nýj­um auð­linda­skatti í Nor­egi þurfa lax­eld­is­fyr­ir­tæki að greiða 40 pró­senta skatt til rík­is­ins. Skatta­pró­senta grein­ar­inn­ar verð­ur því 62 pró­sent. Eng­inn slík­ur sam­bæri­leg­ur auð­linda­skatt­ur er hér á Ís­landi auk þess sem lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in greiða ekki fyr­ir lax­eldisk­vóta sína til ís­lenska rík­is­ins. Skatt­lagn­ing­in í Nor­egi get­ur haft veru­leg áhrif á ís­lenskt lax­eldi þar sem norsk lax­eld­is­fyr­ir­tæki eru stærstu eig­end­urn­ir.

Norðmenn ætla að leggja á 40 prósent auðlindaskatt á laxeldið: Borga ekkert á Íslandi
Laxeldisfyrirtækin bera sig aumlega Norsku laxeldisfyrirtækin, eins og Salmar AS sem Gustav Witzoe stofnaði, bera sig aumlega út af væntanlegri skattlagningu í greininni. Salmar er stærsti hluthafi Arnarlax á Bíldudal.

Norskur eigandi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíldudal, Salmar AS, er ósáttur við fyrirhugaða 40 prósent aukaskattlagningu á norska laxeldisiðnaðinn. Um er að ræða sérstakan 40 prósent auðlindaskatt sem leggst ofan á aðra skatta sem laxeldisfyritækin greiða í Noregi. Frá þessu er greint í tilkynningu til norsku kauphallarinnar þar sem Salmar er skráð á markað.

Til samanburðar er enginn slíkur sérstakur auðlindaskattur á laxeldi á Íslandi og hér á landi kosta framleiðsluleyfin, laxeldiskvótinn sem íslensk laxeldisfyrirtæki fá frá íslenska ríkinu, ekki neitt. 

Eins og Stundin greindi frá árið 2020 þá hefðu norsku laxeldisfyrirtækin þurft að greiða um 169  milljarða króna í Noregi fyrir þau 65 þúsund tonna framleiðsluleyfi sem þau höfðu yfir að ráða þá hér á landi. Þetta er reiknað út frá meðalverði á laxeldiskvóta í síðasta uppboði sem norska ríkið stóð fyrir á slíkum kvótum árið 2018. 

Hlutabréfin féllu um 30 prósent

Hlutabréf Salmar AS féllu um 30 prósent á norska hlutabréfamarkaðnum á miðvikudaginn í kjölfar þess að greint var frá skattlagningunni fyrirhuguðu. Hlutabréfin í félaginu héldu áfram að falla í verði á fimmtudaginn, þá um rúmt 1 prósent. Salmar sendi frá tilkynningu á í kjölfarið á tíðindunum um skattlagninguna, sem norska þingið þarf að samþykkja áður en hún gengur í gegn. 

„Noregur á nokkra vellauðuga viðskiptamenn í laxeldisiðnaðinum sem hafa byggt upp talsvert ríkidæmi vegna aðgangs þeirra að norskum fjörðum"
Fritjof Jacobsen,
blaðamaður Dagens Næringsliv

Í tilkynningunni frá Salmar segir orðrétt: „Norska ríkisstjórnin leggur til 40 prósent auðlindaskatt á fiskeldisfyrirtækin frá árinu 2023 og á skatturinn að eiga við framleiðslu sem er meiri en 4000 til 5000 tonn. Með þessari tillögu verður heildarskattlagning fiskeldisiðnaðarins 62 prósent.

Salmar og samruninn við Arctic Fish

Varnaðarorð forstjóransForstjóri Salmar, Linda Aaase, segir að skattlagningin geti haft slæm áhrif á starfsmenn í laxeldisiðnaðinum og hinar dreifðu byggðir í Noregi.

Nú stendur fyrir dyrum mögulegur samruni Salmar AS og eiganda laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Ísafirði, Norway Royal Salmon. Salmar verður því mögulega langstærsti hagsmunaaðilinn í íslensku laxeldi ef af þeim samruna verður en heildarframleiðsla þessara tveggja laxeldisfyrirtækja er rúmlega 50 prósent af allri framleiðslu á eldislaxi á Íslandi.  Samkeppniseftirlitið rannsakar nú þennan samruna. Þessi skattlagning í Noregi hefur því væntanlega talsverð óbein áhrif á laxeldisiðnaðinn á Íslandi. 

Forstjóri Salmar, Linda L. Aaase sagði í tilkynningu til norsku kauphallarinnar að skattlagning myndi hafa, eðli hennar samkvæmt, slæm áhrif á laxeldisiðnaðinn og starfsmenn hans. „Þetta er skattur á fiskeldisfyrirtæki sem búa til verðmæti og störf í strandbyggðum Noregs. Slíkur skattur mun hafa verulegar neikvæðar afleiðingar á allar afleiddar greinar sem vinna með og fyrir laxeldisiðnaðinn og á atvinnusköpun í þessum greinum. Salmar mun senda frá sér frekari upplýsingar um aflleiðingar þessarar skattlagningar fyrir samstæðu félagsins þegar frekari upplýsingar um nýja skattinn liggja fyrir.

Hafa ráð á að kaupa sér Kleenex

Umræðan um þessa auknu skattlagningu á laxeldisiðnaðinn í Noregi hefur verið mikil síðustu daga í norskum fjölmiðlum. Viðskiptablaðið Dagens Næringsliv hefur fjallað talsvert um hana. Í grein í blaðinu í fyrradag sagði stjórnmálaskýrandinn Fritjof Jacobsen að þrátt fyrir þessa auknu skattbyrðar myndu eigendur laxeldisfyrirtækjanna þó hafa „ráð á að kaupa sér Kleenex“ til að þerra tár sín yfir henni. 

Jacobsen sagði samt, og tók þá inn byggðasjónarmið á landsbyggðinni í Noregi, að skattlagning gæti  haft slæm áhrif á hinar dreifðu byggðir þar í landi. Jacobsen sagði: „Noregur á nokkra vellauðuga viðskiptamenn í laxeldisiðnaðinum sem hafa byggt upp talsvert ríkidæmi vegna aðgangs þeirra að norskum fjörðum. Að þessir aðilar eigi að borga meira til samfélagsins í gegnum skattkerfið er gáfulegt. En laxeldisiðnaðurinn er á sama tíma mikilvægur iðnaður fyrir margar byggðir við strendur Noregs og skap laxeldisrisarnir störf, hagvöxt og borga skatta til nærsamfélagsins.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár