Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

971. spurningaþraut: Jólabækurnar 2022, II

971. spurningaþraut: Jólabækurnar 2022, II

Aldrei þessu vant eru tvær þemaþrautir í röð um sama fyrirbærið. Eins og í gær er nú spurt um jólabækurnar í ár.

Fyrri aukaspurning:

Myndin hér að ofan er af hluta kápunnar utan um bók eftir Hauk Má Helgason sem vakti heilmikla athygli. Þetta er harla mögnuð söguleg skáldsaga, heimildaskáldsögu má kalla hana, og nafn sögunnar er jafnframt umfjöllunarefni hennar — fyrirbæri aftan á 18. öld. Bókin heitir ... hvað?

***

Aðalspurningar:

1.  Hamingja þessa heims. Svo heitir söguleg skáldsaga sem gerist raunar á tveim tímaplönum. Hvað heitir höfundur sögunnar?

2.  Frægur breskur leikari og grínisti frá Bretlandi er höfundur barnasögunnar Amma glæpon enn á ferð. Hvað heitir hann?

3.  Jón Kalman Stefánsson er kunnur fyrir skáldsögur sem heita hljómfögrum ljóðrænum nöfnum. Nú bregður svo við að ný skáldsaga hans heitir eftir Bítlaplötu. Hvað heitir skáldsagan?

4.  Hver skrifar bók um móður sína undir heitinu Saknaðarilmur?

5.  En hver hefur hins vegar ort heila ljóðabók um kvenpening selanna? — að því er virðist — þótt auðvitað séu ljóðin um fleira en bara einskærar urtur.

6.  Bókin Reykjavík fjallar ekki um skipulagsmál í borginni eða neitt þvíumlíkt. Hvað heita báðir höfundar bókarinnar?

7.  Fyrir nokkrum misserum vakti höfundur einn heilmikla athygli fyrir skáldsöguna Svínshöfuð en gefur nú út heila ljóðabók um heldur hráslagaleg efni. Bókin heitir Allt sem rennur, en hvað heitir höfundurinn?

8.  Í gær var spurt um nýja bók Arnaldar Indriðasonar. Höfuðpersóna þeirrar bókar er gamalreyndur kappi úr bókum Arnaldar og heitir ... hvað?

9.  Vel hefur selst fyrir jólin stór bók með þrem rúmlega 40 ára gömlum barnasögum um tvíbura og ferðalag þeirra gegnum lífið. Hver skrifaði þessar bækur á sínum tíma?

10.  Bókablöð Stundarinnar komust óvænt í sviðsljósið á lokaspretti jólabókaflóðsins. Hvaða rithöfundur ritstýrði blöðunum fjórum?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er höfundur þessarar barnabókar — bæði texta og mynda?

Svör við aðalspurningum:

1.  Sigríður Hagalín.

2.  Walliams.

3.  Guli kafbáturinn.

4.  Elísabet Jökulsdóttir.

5.  Gerður Kristný.

6.  Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson.

7.  Bergþóra Snæbjörnsdóttir.

8.  Konráð.

9.  Guðrún Helgadóttir.

10.  Auður Jónsdóttir.

***

Svör við aukaspurningum:

Bók Hauks Más heitir Tugthúsið.

Höfundur seinni bókarinnar er Sigrún Eldjárn.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
3
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár