Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

971. spurningaþraut: Jólabækurnar 2022, II

971. spurningaþraut: Jólabækurnar 2022, II

Aldrei þessu vant eru tvær þemaþrautir í röð um sama fyrirbærið. Eins og í gær er nú spurt um jólabækurnar í ár.

Fyrri aukaspurning:

Myndin hér að ofan er af hluta kápunnar utan um bók eftir Hauk Má Helgason sem vakti heilmikla athygli. Þetta er harla mögnuð söguleg skáldsaga, heimildaskáldsögu má kalla hana, og nafn sögunnar er jafnframt umfjöllunarefni hennar — fyrirbæri aftan á 18. öld. Bókin heitir ... hvað?

***

Aðalspurningar:

1.  Hamingja þessa heims. Svo heitir söguleg skáldsaga sem gerist raunar á tveim tímaplönum. Hvað heitir höfundur sögunnar?

2.  Frægur breskur leikari og grínisti frá Bretlandi er höfundur barnasögunnar Amma glæpon enn á ferð. Hvað heitir hann?

3.  Jón Kalman Stefánsson er kunnur fyrir skáldsögur sem heita hljómfögrum ljóðrænum nöfnum. Nú bregður svo við að ný skáldsaga hans heitir eftir Bítlaplötu. Hvað heitir skáldsagan?

4.  Hver skrifar bók um móður sína undir heitinu Saknaðarilmur?

5.  En hver hefur hins vegar ort heila ljóðabók um kvenpening selanna? — að því er virðist — þótt auðvitað séu ljóðin um fleira en bara einskærar urtur.

6.  Bókin Reykjavík fjallar ekki um skipulagsmál í borginni eða neitt þvíumlíkt. Hvað heita báðir höfundar bókarinnar?

7.  Fyrir nokkrum misserum vakti höfundur einn heilmikla athygli fyrir skáldsöguna Svínshöfuð en gefur nú út heila ljóðabók um heldur hráslagaleg efni. Bókin heitir Allt sem rennur, en hvað heitir höfundurinn?

8.  Í gær var spurt um nýja bók Arnaldar Indriðasonar. Höfuðpersóna þeirrar bókar er gamalreyndur kappi úr bókum Arnaldar og heitir ... hvað?

9.  Vel hefur selst fyrir jólin stór bók með þrem rúmlega 40 ára gömlum barnasögum um tvíbura og ferðalag þeirra gegnum lífið. Hver skrifaði þessar bækur á sínum tíma?

10.  Bókablöð Stundarinnar komust óvænt í sviðsljósið á lokaspretti jólabókaflóðsins. Hvaða rithöfundur ritstýrði blöðunum fjórum?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er höfundur þessarar barnabókar — bæði texta og mynda?

Svör við aðalspurningum:

1.  Sigríður Hagalín.

2.  Walliams.

3.  Guli kafbáturinn.

4.  Elísabet Jökulsdóttir.

5.  Gerður Kristný.

6.  Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson.

7.  Bergþóra Snæbjörnsdóttir.

8.  Konráð.

9.  Guðrún Helgadóttir.

10.  Auður Jónsdóttir.

***

Svör við aukaspurningum:

Bók Hauks Más heitir Tugthúsið.

Höfundur seinni bókarinnar er Sigrún Eldjárn.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár