Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

971. spurningaþraut: Jólabækurnar 2022, II

971. spurningaþraut: Jólabækurnar 2022, II

Aldrei þessu vant eru tvær þemaþrautir í röð um sama fyrirbærið. Eins og í gær er nú spurt um jólabækurnar í ár.

Fyrri aukaspurning:

Myndin hér að ofan er af hluta kápunnar utan um bók eftir Hauk Má Helgason sem vakti heilmikla athygli. Þetta er harla mögnuð söguleg skáldsaga, heimildaskáldsögu má kalla hana, og nafn sögunnar er jafnframt umfjöllunarefni hennar — fyrirbæri aftan á 18. öld. Bókin heitir ... hvað?

***

Aðalspurningar:

1.  Hamingja þessa heims. Svo heitir söguleg skáldsaga sem gerist raunar á tveim tímaplönum. Hvað heitir höfundur sögunnar?

2.  Frægur breskur leikari og grínisti frá Bretlandi er höfundur barnasögunnar Amma glæpon enn á ferð. Hvað heitir hann?

3.  Jón Kalman Stefánsson er kunnur fyrir skáldsögur sem heita hljómfögrum ljóðrænum nöfnum. Nú bregður svo við að ný skáldsaga hans heitir eftir Bítlaplötu. Hvað heitir skáldsagan?

4.  Hver skrifar bók um móður sína undir heitinu Saknaðarilmur?

5.  En hver hefur hins vegar ort heila ljóðabók um kvenpening selanna? — að því er virðist — þótt auðvitað séu ljóðin um fleira en bara einskærar urtur.

6.  Bókin Reykjavík fjallar ekki um skipulagsmál í borginni eða neitt þvíumlíkt. Hvað heita báðir höfundar bókarinnar?

7.  Fyrir nokkrum misserum vakti höfundur einn heilmikla athygli fyrir skáldsöguna Svínshöfuð en gefur nú út heila ljóðabók um heldur hráslagaleg efni. Bókin heitir Allt sem rennur, en hvað heitir höfundurinn?

8.  Í gær var spurt um nýja bók Arnaldar Indriðasonar. Höfuðpersóna þeirrar bókar er gamalreyndur kappi úr bókum Arnaldar og heitir ... hvað?

9.  Vel hefur selst fyrir jólin stór bók með þrem rúmlega 40 ára gömlum barnasögum um tvíbura og ferðalag þeirra gegnum lífið. Hver skrifaði þessar bækur á sínum tíma?

10.  Bókablöð Stundarinnar komust óvænt í sviðsljósið á lokaspretti jólabókaflóðsins. Hvaða rithöfundur ritstýrði blöðunum fjórum?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er höfundur þessarar barnabókar — bæði texta og mynda?

Svör við aðalspurningum:

1.  Sigríður Hagalín.

2.  Walliams.

3.  Guli kafbáturinn.

4.  Elísabet Jökulsdóttir.

5.  Gerður Kristný.

6.  Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson.

7.  Bergþóra Snæbjörnsdóttir.

8.  Konráð.

9.  Guðrún Helgadóttir.

10.  Auður Jónsdóttir.

***

Svör við aukaspurningum:

Bók Hauks Más heitir Tugthúsið.

Höfundur seinni bókarinnar er Sigrún Eldjárn.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár