Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

969. spurningaþraut: Matricaria maritimum eða Tripleurospermum maritimum?

969. spurningaþraut: Matricaria maritimum eða Tripleurospermum maritimum?

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér fyrir ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver eru útbreiddustu trúarbrögðin í Póllandi?

2.  Hvað er semball?

3.  Í hvaða landi í Kákasusfjöllum er Jerevan höfuðborgin?

4.  Hvað setti bakaradrengurinn í Hálsaskógi mikinn pipar út í kökudeigið?

5.  Úr hvaða efni eru kirkjuklukkur fyrst og fremst? Eru þær eru úr áli — bronsi — járni — silfri — stáli — steini?

6.  Í hvaða bæjarfélagi hefur íþróttafélagið HK aðsetur?

7.  Þorláksmessa er kennd við biskup sem sat ... hvar?

8.  Morgunstund gefur ...

9.  Matricaria maritimum eða Tripleurospermum maritimum er jurt af körfublómaætt sem vex gjarnan í fjörusandi á Íslandi, í möl og grófum jarðvegi og í nágrenni við þéttbýli. Þetta er rómuð lækningajurt og sögð góð við margskonar kvensjúkdómum, einkum þó til að lina tíðaverki kvenna. Einnig þótti gott að leggja hana við eyra þess sem þjáðist af tannpínu. Seyði hinna hvítu blóma er sagt hollt og gott í te og blöðin góð í súpur áður en jurtin blómstraði. Fáir munu þó nýta hana í te eða súpur núorðið. Hvað heitir jurtin?

10.  Hvað heita félagarnir sem bjarga Simba í myndinni um konung ljónanna?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá hluta af plötuumslagi. Hver er hljómsveitin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kaþólska.

2.  Hljóðfæri.

3.  Armeníu.

4.  Kiló.

5.  Bronsi.

6.  Kópavogi.

7.  Í Skálholti.

8.  ... gull í mund.

9.  Baldursbrá.

10.  Tímon og Púmba.

***

Svör við aukaspurningum:

Efra skjáskotið er út myndinni Untergang um síðustu daga Hitlers. Downfall nefndist hún á engelsku.

Neðra skjáskotið sýnir hluta af albúmi plötunnar Geislavirkir og hljómsveitin er náttúrlega

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár