Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

967. spurningaþraut: Sturla var leiddur berfættur millum kirkna, og ... hvað?

967. spurningaþraut: Sturla var leiddur berfættur millum kirkna, og ... hvað?

Fyrri aukaspurning:

Hvað er verið að vinna á myndinni hér að neðan — mynd sem ég hlýt að nefna að ég tók einmitt sjálfur!

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða hávaðasami jólasveinn kemur í dag?

2.  Bygging á nýju borgarhverfi í Reykjavík hófst 1966 og ef það væri nú sjálfstætt bæjarfélag væri það fjórði fjölmennasti þéttbýlisstaður landsins. Hvaða hverfi er þetta?

3.  Sókrates var Forn-Grikki og frægur ... hvað?

4.  En hver var (hér um bil) samtímamaður hans Aristófanes? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

5.  Hver varð fyrsti ráðherra Íslands?

6.  En hver varð fyrstur til að verða ráðherra öðru sinni — eftir að hafa látið af embætti um skeið?

7.  Hvaða orð er yfirleitt notað yfir japanskar teiknimyndasögur?

8.  Hvar í Danmörku er haldin fræg rokkhátíð snemma sumars ár hvert?

9.  Sturla Sighvatsson hafði gert heilmikið af sér í byrjun Stulungaaldar (13. aldar) og í yfirbótarskyni var hann leiddur berfættur á millum allra kirkna í bæ einum eða borg og hýddur úti fyrir þeim helstu. Í hvaða bæ eða borg gerðist þetta?

10.  En hvernig brugðust bæjar- eða borgarbúar við þegar þeir sáu Sturlu hýddan og hvers vegna?  

***

Seinni aukaspurning:

Nú er nýbúið að sýna fimmtu sjónvarpsseríuna sem konan á myndinni hér að ofan leikur aðalhlutverk í. Hvað heitir serían? — Ef þið vitið hvað leikkonan heitir fullu nafni (skírnar- og eftirnafn), þá fáiði aukastig!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hurðaskellir.

2.  Breiðholt.

3.  Heimspekingur.

4.  Gamanleikjahöfundur. Leikritahöfundur dugar ekki, og auðvitað alls ekki harmleikjaskáld.

5.  Hannes Hafstein.

6.  Hannes Hafstein. Ef einhver nörd vill nefna Klemens Jónsson þá gegndi hann ráðherrastörfum nokkrum sinnum í forföllum ráðherra 1907-1914 en aðeins sem umboðsmaður ráðherra, svo hann telst ekki með.

7.  Manga. (Svarið gæti verið flóknara, en manga dugar alveg.)

8.  Í Roskilde, Hróarskeldu.

9.  Þetta var vitaskuld í sjálfri Róm.

10.  Í Sturlungu segir: „Bar hann [hýðingarnar] drengiliga, sem líkligt var, en flest fólk stóð úti og undraðist, barði á brjóstið og harmaði er svo fríður maður var svo hörmuliga leikinn og máttu eigi vatni halda, bæði konur og karlar.“ Þið metið sjálf hvort svarið er nógu nákvæmt en nauðsynlegt er að nefna að Rómverjar hafi harmað hlutskipti Sturlu af því hann var svo fríður, eða myndarlegur eða eitthvað þvíumlíkt.  

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er verið að vinna silki — í Ferganadalnum í Úsbekistan, en ekki er nauðsynlegt að vita það.

Á neðri myndinni er aðalleikkonan í The Handmaid's Tale. Hún heitir Elisabeth Moss.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár