Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

967. spurningaþraut: Sturla var leiddur berfættur millum kirkna, og ... hvað?

967. spurningaþraut: Sturla var leiddur berfættur millum kirkna, og ... hvað?

Fyrri aukaspurning:

Hvað er verið að vinna á myndinni hér að neðan — mynd sem ég hlýt að nefna að ég tók einmitt sjálfur!

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða hávaðasami jólasveinn kemur í dag?

2.  Bygging á nýju borgarhverfi í Reykjavík hófst 1966 og ef það væri nú sjálfstætt bæjarfélag væri það fjórði fjölmennasti þéttbýlisstaður landsins. Hvaða hverfi er þetta?

3.  Sókrates var Forn-Grikki og frægur ... hvað?

4.  En hver var (hér um bil) samtímamaður hans Aristófanes? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

5.  Hver varð fyrsti ráðherra Íslands?

6.  En hver varð fyrstur til að verða ráðherra öðru sinni — eftir að hafa látið af embætti um skeið?

7.  Hvaða orð er yfirleitt notað yfir japanskar teiknimyndasögur?

8.  Hvar í Danmörku er haldin fræg rokkhátíð snemma sumars ár hvert?

9.  Sturla Sighvatsson hafði gert heilmikið af sér í byrjun Stulungaaldar (13. aldar) og í yfirbótarskyni var hann leiddur berfættur á millum allra kirkna í bæ einum eða borg og hýddur úti fyrir þeim helstu. Í hvaða bæ eða borg gerðist þetta?

10.  En hvernig brugðust bæjar- eða borgarbúar við þegar þeir sáu Sturlu hýddan og hvers vegna?  

***

Seinni aukaspurning:

Nú er nýbúið að sýna fimmtu sjónvarpsseríuna sem konan á myndinni hér að ofan leikur aðalhlutverk í. Hvað heitir serían? — Ef þið vitið hvað leikkonan heitir fullu nafni (skírnar- og eftirnafn), þá fáiði aukastig!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hurðaskellir.

2.  Breiðholt.

3.  Heimspekingur.

4.  Gamanleikjahöfundur. Leikritahöfundur dugar ekki, og auðvitað alls ekki harmleikjaskáld.

5.  Hannes Hafstein.

6.  Hannes Hafstein. Ef einhver nörd vill nefna Klemens Jónsson þá gegndi hann ráðherrastörfum nokkrum sinnum í forföllum ráðherra 1907-1914 en aðeins sem umboðsmaður ráðherra, svo hann telst ekki með.

7.  Manga. (Svarið gæti verið flóknara, en manga dugar alveg.)

8.  Í Roskilde, Hróarskeldu.

9.  Þetta var vitaskuld í sjálfri Róm.

10.  Í Sturlungu segir: „Bar hann [hýðingarnar] drengiliga, sem líkligt var, en flest fólk stóð úti og undraðist, barði á brjóstið og harmaði er svo fríður maður var svo hörmuliga leikinn og máttu eigi vatni halda, bæði konur og karlar.“ Þið metið sjálf hvort svarið er nógu nákvæmt en nauðsynlegt er að nefna að Rómverjar hafi harmað hlutskipti Sturlu af því hann var svo fríður, eða myndarlegur eða eitthvað þvíumlíkt.  

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er verið að vinna silki — í Ferganadalnum í Úsbekistan, en ekki er nauðsynlegt að vita það.

Á neðri myndinni er aðalleikkonan í The Handmaid's Tale. Hún heitir Elisabeth Moss.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
1
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár