Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

966. spurningaþraut: Stundum leitar maður ekki langt yfir skammt!

966. spurningaþraut: Stundum leitar maður ekki langt yfir skammt!

Fyrri aukaspurning:

Hver er þar við hljóðnema?

***

Aðalspurningar:

1.  Bestu og vönduðustu handrit Íslendingasagna og annarra fornra rita eru yfirleitt rituð á ... hvernig skinn?

2.  Púma heitir kattardýr eitt sem lifir í tveimur heimsálfum. Hverjar eru þær?

3.  Benedikt Jóhannesson átti manna mestan þátt í að stofna stjórnmálaflokk sem kallast ... hvað?

4.  Nokkru seinna var Benedikt orðinn ráðherra á vegum flokksins. Hvaða ráðherraembætti gegndi hann?

5.  Í september frumsýndi Þjóðleikhúsið söngleik einn sem varð nokkuð umdeildur, er óhætt að segja. Hvað heitir söngleikurinn?

6.  Og frá hvaða landi kom söngleikurinn?

7.  Önnur nýleg sýning Þjóðleikhússins er hins vegar langt frá því umdeild, heldur hefur hlotið beinlínis einróma lof. Það er sýning byggð á frásögn Héðins Unnsteinssonar á glímu hans við geðsjúkdóm og viðbrögð samfélagsins. Hvað heitir hún geysivinsæla sýning?

8.  Leikstjóri bæði söngleiksins og síðarnefndu sýningarinnar er sá eða sú sama. Hver er það?

9.  Seúl er höfuðborg í ... hvaða landi?

10.  Jim Morrison var söngvari í vinsælli rokkhljómsveit um 1970 sem flutti lög eins og Light Me Fire. Hann lést svo af völdum drykkjuskapar aðeins 27 ára gamall. Hvað hét hljómsveitin sem hann var í?

***

Seinni aukaspurning:

Hluti af hvaða vörumerki eða lógó má sjá hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kálfskinn.

2.  Norður- og Suður-Ameríka.

3.  Viðreisn.

4.  Fjármálaráðherra.

5.  Sem á himni.

6.  Svíþjóð.

7.  Vertu úlfur.

8.  Unnur Ösp.

9.  Suður-Kóreu.

10.  The Doors.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Vera Illugadóttir!

Á neðri myndinni er vörumerki Amazon.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár