Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

964. spurningaþraut: Hvaða fugli vildi herra Guðbrandur ná í net?

964. spurningaþraut: Hvaða fugli vildi herra Guðbrandur ná í net?

Fyrri aukaspurning:

Myndin hér að ofan er tekin á Ítalíu. En hvar?

***

Aðalspurningar:

1.  Árið 1919 var stofnuð hreyfing sem fól í sér að meðlimir klæddust svörtum skyrtum og var hreyfingin svo við lýði í rúm 20 ár. Hverjir voru þessir „svartstakkar“ og hverrar þjóðar?

2.  Í júlí síðastliðnum var fyrrverandi forsætisráðherra Japans myrtur. Hvað hét hann?

3.  Mía litla er persóna í sagnabálkinum um ... hverja?

4.  Fugl af einu tagi er afar sjaldséður á Íslandi. Í annál frá 1605 segir að sést hafi slíkur fugl „lengi sumars í Skagafirði, í Hofsós og- Óslandshlíð“ og vildi „herra Guðbrandur [Hólabiskup] láta ná honum í neti,[en] varð ekki“. Síðast er vitað til að slíkur fugl hafi sést við Stokkseyri 2003. Hvernig fugl er hér um að ræða?

5.  Andrés Ingi Jónsson var kosinn á þing fyrir VG 2017 en situr nú á þingi fyrir ... hvaða flokk?

6.  Í september kom upp meint svindlmál í skákheiminum þegar heimsmeistarinn sakaði mótstöðumann sinn um að svindla. Við förum ekki nánar út í hvernig svindlið átti að hafa átt sér stað en þetta hefur dregið dilk á eftir sér. En hvað heitir heimsmeistarinn?

7.  Og hvað heitir mótstöðumaðurinn sem átti að hafa svindlað? 

8.  Grimmileg borgarastyrjöld geisaði í Evrópulandi einu 1946-1949 og meira en 150 þúsund manns létu lífið. Þar áttust við lið ríkisstjórnar annars vegar — sem Bretar og Bandaríkjamenn studdu — og lið kommúnista hins vegar. Í hvaða landi urðu þessi ósköp?

9.  Í hvaða landi er borgin Liège?

10.  Fyrsta og nánast eina járnbrautarlestin á Íslandi var eimreið sem gekk milli tveggja staða í Reykjavík í tengslum við framkvæmdir 1913-1917. Hvaða framkvæmdir voru það?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ítalskir fasistar.

2.  Abe.

3.  Múmínálfana.

4.  Hvítur hrafn.

5.  Pírata.

6.  Magnus Carlsen.

7.  Niemann.

8.  Grikklandi.

9.   Belgíu.

10.  Bygging hafnar í Reykjavík.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin við eyjuna Kaprí.

Neðri myndin er af Charlize Theron fyrirsætu og leikkonu.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár