Mennirnir sem taldir eru af lögreglu hafa haft í undirbúningi hryðjuverkaárás á Íslandi eru taldir hafa tengsl við hægri öfgahópa á hinum Norðurlöndunum, samkvæmt upplýsingum Stundarinnar.
Lögreglan vildi ekki svara spurningum um það á blaðamannafundi sem fram fór fyrr í dag þar sem hún greindi frá því að fjórir karlmenn á þrítugsaldri hefðu verið handteknir í aðgerðum ríkislögreglustjóra í gær.
Mennirnir eru grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi, að því er fram kom á fundinum. Heimildir Stundarinnar herma að til rannsóknar séu möguleg tengsl þessara sömu manna við öfgahópa á Norðurlöndunum sem og annars staðar í Evrópu.
Samkvæmt öðrum heimildum telur lögreglan líkur á að árásin hafi fyrst og síðast átt að beinast að lögreglunni sjálfri. Það er í samræmi við það sem fram kom á fundinum um að grunur lögreglu sé sá að …
Lögfræðingnum var sleppt úr haldi lögreglunnar við annan mann að loknum yfirheyrslum
Hvernig ætlar Katrín og VG að réttlæta fyrir sér að vera ástæða þess að þessi flokkur er við völd þar sem umburðarlyndi er fyrir þessum skoðunum?