Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Þjóðaröryggisráð ekki upplýst fyrirfram um rannsókn lögreglu á hugsanlegum hryðjuverkaárásum

Þjóðarör­ygg­is­ráð fékk upp­lýs­ing­ar um að hugs­an­leg hætta á hryðju­verka­árás væri tal­in lið­in hjá eft­ir að­gerð­ir lög­reglu í gær. Þær upp­lýs­ing­ar sem ráð­ið hef­ur feng­ið eru sam­bæri­leg­ar þeim sem lög­regla gaf á blaða­manna­fundi í dag.

Þjóðaröryggisráð ekki upplýst fyrirfram um rannsókn lögreglu á hugsanlegum hryðjuverkaárásum
Telja sig mögulega hafa afstýrt hryðjuverki Lögreglan telur að hugsanlega hafi staðið til að ráðast gegn stofnunum ríkisins með þeim vopnum sem gerð voru upptæk í aðgerðum gærdagsins. Mynd: RÚV

Lögregla upplýsti á blaðamannafundi nú fyrir skemmstu að með aðgerðum hefði í gær verið komið í veg fyrir yfirvofandi hryðjuverkaógn. Í það minnsta leikur grunur á um að hryðjuverkaárás hafi verið í undirbúningi. Fjórir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í aðgerðum lögreglu í gær, grunaðir um stórfelld vopnalagabrot og framleiðslu íhluta í skotvopn með þrívíddarprentara. 

Í aðgerðum lögreglu var hald lagt á tugi vopna, þúsundir skotfæra auk rafrænna gagna á borð við tölvur og síma. Tveir mannanna voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær, annar í tvær vikur og hinn í eina.

Á blaðamannafundi lögreglu kom fram að grunur léki á að fyrirhugaðar og hugsanlegar árásir hafi átt að beinast að stofnunum ríkisins, og ætla mætti að Alþingi og lögregla væru þar á meðal. Jafnframt hafi Þjóðaröryggisráði verið gert viðvart.

„Við vorum upplýst um að talið væri að hættan væri liðin hjá“
Oddný Harðardóttir
fulltrúi Þjóðaröryggisráði
Oddný Harðardóttir

Aðspurð um með hvaða hætti Þjóðaröryggisráð var upplýst um yfirvofandi hryðjuverkaógn segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í ráðinu:  „Við höfum ekki fengið neinar aðrar upplýsingar,“ og vísar þar til þess sem kom fram á blaðamannafundi lögreglu. Hún býst hins vegar við því að farið verði yfir málið á næsta fundi ráðsins. Ekki sé búið að tímasetja þann fund. „En hann verður fljótlega, skilaboðin eru þau að hann verði fljótlega.“

Upplýsingar þær sem Þjóðaröryggsráð fékk voru veittar ráðinu í gær, eftir að aðgerðum lögreglu lauk, en áður en að ríkislögreglustjóri sendi út fréttatilkynningu um málið, að sögn Oddnýjar. „Við vorum upplýst um að talið væri að hættan væri liðin hjá.“

Oddný segir enn fremur að ráðið hafi ekki verið upplýst fyrir fram um að verið væri að rannsaka umrætt mál.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hryðjuverkaógn á Íslandi

Skýrslutaka yfir föður ríkislögreglustjóra: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Skýrslu­taka yf­ir föð­ur rík­is­lög­reglu­stjóra: „Ef þið bara hefð­uð skoð­að hver skyld­menni mín eru, þá hefð­uð þið ekki kom­ið hing­að“

Menn sem grun­að­ir eru um að hafa ver­ið að skipu­leggja hryðju­verka­árás hér á landi báru við yf­ir­heyrsl­ur að hálf­sjálf­virkt skot­vopn í þeirra fór­um væri feng­ið frá Guð­jóni Valdi­mars­syni, vopna­sala og föð­ur rík­is­lög­reglu­stjóra. Þá hefði Guð­jón keypt þrívídd­ar­prent­að skot­vopn af ein­um mann­anna. Guð­jón sagði við skýrslu­töku að ann­að hvort hefðu lög­reglu­menn ekki kynnt sér ætt­artengsl hans eða ver­ið væri að reyna að koma höggi á rík­is­lög­reglu­stjóra. Stund­in hef­ur skýrsl­una und­ir hönd­um.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár