956. spurningaþraut: Hvar var Noor drottning drottning?

956. spurningaþraut: Hvar var Noor drottning drottning?

Fyrri aukaspurning:

Hvað er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Una Þorleifsdóttir er listamaður sem hefur hlotið Grímuverðlaun fyrir verk sín. Una er ... hvað?

2.  Síðustu dagar Sæunnar er leikverk í Borgarleikhúsinu sem sýnt er þessa dagana. Hver fer þar með hlutverk Sæunnar?

3.  Kona hefur (ein eða ásamt öðrum) séð um útvarpsþættina Ástandsbörn, sjónvarpsþættina Fyrir alla muni og Hvunndagshetjur og leikstýrt heimildarmyndinni Velkominn Árni um aldraðan mann sem leitaði föður síns. Hvað heitir konan? 

4.  Nokkrir starfsmenn fyrirtækis eins stofnuðu það sem þau töluðu um sem „skæruliðadeild“ til að verja fyrirtækið fyrir því sem þeim fannst vera óbilgjarnar árásir. Hvaða fyrirtæki var þetta?

5.  Lisa Najeeb Halaby fæddist í Washington í Bandaríkjunum 1951 en 1978 gekk hún að eiga kóng nokkurn og varð drottning undir nafninu Noor. Noor var svo drottning í landinu til 1999 að kóngurinn dó úr krabbameini og sonur hans af fyrra hjónabandi tók við. Noor drottning er þó enn virt vel og dáð í konungsríkinu. Og þetta ríki heitir ... hvað?

6.  Hvað hét þýski nasistaforinginn sem flaug upp á sitt eindæmi til Bretlands 1941 af því hann ímyndaði sér að hann gæti samið frið milli Þjóðverja og Breta?

7.  Nýjasta útgáfa af sjónvarpsseríunni True Detective verður nær öll tekin upp hér á landi. Serían á þó ekki að gerast hér, heldur hvar?

8.  Hvaða bandaríski rithöfundur skrifaði um ævintýri Stikilsberja-Finns og Tom Sawyers?

9.  Hvenær var Coca-Cola fyrst búið til?  Var það 1846 — 1866 — 1886 — eða 1906?

10.  Pliníus eldri var einhver merkasti vísindahöfundur Rómverja hinna fornu, hann skrifaði Naturalis historia sem er gríðarmikið verk, fullt af fróðleik um náttúruna í mjög víðum skilningi. Pliníus var líka embættismaður og flotaforingi. Hann lét lífið í miklum náttúruhamförum — sem sé hverjum?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir konan til hægri á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Leikstjóri.

2.  Guðrún S. Gísladóttir

3.  Viktoría Hermannsdóttir.

4.  Samherji.

5.  Jórdanía.

6.  Hess.

7.  Í Alaska.

8.  Mark Twain.

9.  1886.

10.  Eldgosinu í Vesúvíusi.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á efri myndinni er Kate Middleton, nú prinsessa af Veils. Sá titill dugar muni fólk ekki nafnið sjálft.

Konan á neðri myndinni Leni Riefensthal kvikmyndaleikstjóri.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu