Varaformaður Flokks fólksins, Guðmundur Ingi Kristinsson, hefur kallað eftir því að stjórn flokksins komi saman til að ræða ásakanir um niðrandi framkomu og kynferðislega áreitni í garð kvenna sem starfa innan flokksins á Akureyri. Guðmundur Ingi segir að það séu ákveðnir trúnaðarmenn innan flokksins sem séu gerendur í málinu en nafngreinir þá ekki.
„Mér hafa ítrekað borist fregnir af því að kvenleiðtogar okkar og sjálfboðaliðar á Akureyri hafi mátt sæta ótrúlega niðrandi og fyrirlitlegri framkomu,“ skrifar Guðmundur Ingi á Facebook í morgun.
Ekki er með öllu ljóst nákvæmlega hvað það er sem gerst hefur á Akureyri né hver eigi í hlut. Flokkurinn náði góðum árangri í Norðausturkjördæmi í síðustu þingkosningum þar sem Jakob Frímann Magnússon leiddi flokkinn. Flokkurinn fékk 8,6 prósent atkvæða í kjördæminu. Flokkurinn hlaut enn meiri stuðning í bæjarstjórnarkosningunum sem fram fóru á Akureyri í maí, þar sem flokkurinn fékk 12 prósent atkvæða og einn bæjarfulltrúa; Brynjólf …
Athugasemdir