Gömul hefð Íslendinga við heimkomu úr ferðalögum erlendis gæti tekið stakkaskiptum í kjölfar fjárlagafrumvarps ársins 2023 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í morgun.
Fram að þessu hafa margir Íslendingar keypt áfengi í „tollfrjálsri verslun“ í fríhöfn í takmörkuðu magni. Ein helsta breytingin í skattheimtu samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpinu er lækkun á skattaafslætti á áfengi og tóbaki í tollfrjálsum verslunum. Bjarni Benediktsson áformar að ná inn 700 milljónum króna í aukaskatttekjur með breytingunni. Þetta þýðir að áfengisverð mun að lágmarki hækka um 15% og verð á tóbaki um 10% í fríhöfninni, með fyrirvara um að endanleg álagning er óljós.
Áfengi í fríhöfninni ber nú 10% áfengisgjald og tóbak 40%. „Til stendur að draga úr afslætti í tollfrjálsum verslunum þannig áfengisgjald fari úr 10% í 25% og tóbaksgjald úr 40% í 50% af því sem almennt gildir,“ segir í fjárlagafrumvarpinu. Ferðamenn hafa …
Athugasemdir