Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hverjir voru Karl 1. og Karl 2.?

Hverjir voru Karl 1. og Karl 2.?
Karl 1., Karl 2, og Karl 3. — Karl 1. var hálshöggvinn, Karl 2. var kallaður „káti kóngurinn“. En hver verður grafskrift Karls 3.?


Það kom nokkuð á óvart árið 1948 þegar Elísabet krónprinsessa Breta eignaðist sinn fyrsta son og ákveðið var að nefna hann Charles eða Karl. Flestir höfðu sjálfkrafa búist við að hann myndi fá nafn föður Elísabetar, Georgs 6. sem þá var kóngur. Pilturinn nýi var að vísu skírður Georg líka — hann heitir fullu nafni Charles Philip Arthur George — en með því að skipa Karls-nafninu fremst sýndi Elísabet að hún ætlaði að kalla son sinn Karl og hann yrði því í fyllingu tímans Karl 3.

Og það hefur nú loksins gerst, nærri 74 árum síðar.

Ástæðan fyrir því að þetta kom á óvart var ekki bara sú að Elísabet skyldi ekki skíra afdráttarlaust í höfuðið á heittelskuðum pabba sínum, heldur líka að Karlarnir tveir sem hingað til hafa setið á valdastóli í Bretlandi voru hreint ekki óumdeildir, og er þá vægt að orði komist.

Kóngar sóttir til Skotlands

Þeir voru feðgar. Sá eldri fæddist árið 1600 í Dumferline-höllinni í Skotlandi en faðir hans var Jakob 6. Skotakóngur. Þá var Elísabet 1. Englandsdrottning komin vel á sjötugsaldur og þar sem hún átti ekki börn höfðu Englendingar rannsakað frændgarð hennar í leit að erfingja og staðnæmst við Jakob Skotakóng.

Þau voru náskyld. Jakob var sonur Maríu Stúart Skotadrottningar. Amma Maríu var föðursystir Elísabetar. María Stúart hafði að vísu verið fangelsuð og hálshöggvin af Elísabetu frænku sinni en slíkt og þvíumlíkt var ekki látið standa í vegi ríkiserfða og því var Jakobi í Skotlandi boðin Englandskrúna þegar Elísabet 1. hyrfi inn á hinar eilífu veiðilendur.

Það gerðist 1603, þá fór Jakob suður til Englands og settist í hásætið þar og nefndist eftirleiðis Jakob 1. Og eftir 22 ár á valdastóli þar syðra andaðist Jakob 1625 og 24 ára gamall sonur hans tók við konungstigninni sem Karl 1.

Móðir Karls var Anna prinsessa frá Danmörku, dóttir Friðriks 2. Danakóngs og þýskrar hertogadóttur.

Broguð dómgreind guðs?

Ekki leið á löngu uns miklar deilur upphófust milli Karls konungs og helstu aðalsmanna á Englandi um valdsvið og valdsmörk. Flest hin öflugri konungsríki í Evrópu voru þá orðin eða í þann veginn að verða konungseinveldi, þar sem konungur réði öllu með hjálp hirðar og embættismanna.

Þessu var Karl 1. mjög hlynntur enda taldi hann að konungar væru á sérstökum samningi við guð og þeim bæri því guðlegur réttur til ríkisstjórnar.

Hafi svo verið, þá var altént eitthvað brogað við dómgreind guðs um þær mundir því Karl 1. hafði — hvað sem öðru leið — litla hæfileika til ríkisstjórnar og litla hæfileika yfirleitt. Enda voru aðalsmenn á Englandi síst á því að gefa Karli eftir völd sín, en enska þingið hafði þá töluverð völd og vildi meira.

Aðalsmenn kröfðust þess að Karl féllist á að verða þingbundinn konungur svo allar helstu ákvarðanir hans þyrfti að bera undir þingið til samþykktar, en þegar kóngur hafnaði því kom til borgarastríðs milli stuðningsmanna þing og konungs.

Karl 1. hálshöggvinn

Auk deilna um valdsvið kraumuðu líka undir niðri illskeyttar trúarbragðadeilur en fjölskylda Karls þótti helstil veik fyrir pápísku og bætti ekki úr skák þegar hann gekk að eiga hina rammkaþólsku Henríettu Maríu konungsdóttur frá Frakklandi.

Stríði Karls og þingsins lauk í janúar 1649 þegar kóngur var handsamaður og dreginn fyrir dóm þingmanna, sakaður um landráð. Hann var að lokum dæmdur til dauða og hálshöggvinn. Þótt Karl hafi ekki þótt sérlegur bógur fram að því — nema þá helst fyrir þrjósku sakir — þá þótti hann bregðast hraustlega við dauðanum.

Það var sem sé Karl 1. sem bað um að fá tvær skyrtur til að fara í sína hinstu för á höggstokkinn því þá var kalt í veðri og hann vildi ekki fara að skjálfa úr kulda.

Því enginn mátti ímynda sér að konungurinn skylfi af ótta.

Konungdæmi endurreist

Eftir að konungur var úr sögunni réði Oliver Cromwell herforingi uppreisnarmanna í áratug en þegar hann lést var að lokum ákveðið að endurreisa konungdæmið.

Karl elsti sonur Karls 1. settist því í hásætið 1660. 

Karl 2. hefur nokkuð mótsagnakennda stöðu í breskri sögu. Í aðra röndina var hann aðsópsmikill karl og þótti skemmtilegur, og það fylgdu honum fjör og gleði. Hann var óstöðvandi kvennamaður, eins og það hét í þá daga, og eignaðist að minnsta kosti 12 börn í lausaleik, kannski mun fleiri.

Hins vegar eignaðist drottning hans, Braganza konungsdóttir frá Portúgal, engin börn. Karl 2. var þá hvattur til að skilja við hana og kvænast upp á nýtt svo hann gæti eignast skilgetna ríkiserfingja en hann ákvað að halda tryggð við Bragönzu — ef „tryggð“ er þá rétta orðið í þessu tilfelli um eiginmann sem var eins og landafjandi upp um öll pils.

Kvikasilfurseitrun

Karl 2. var áhugasamur um vísindi, landkönnun og tækni og átti sinn þátt í að koma Bretum í fremstu röð á þeim sviðum. Um leið safnaði hann miklum skuldum með gegndarlausu bruðli við hirðina. Karl hélt að mestu friðinn bæði í deilum við þing og aðal, sem og í trúmálum, en það tókst honum frekar með því að ýta vandamálunum á undan sér en leysa þau.

Karl 2. náði því síðustu æviárin að senda þingið heim og ríkja sem einvaldur en hætt er við að ef hann hefði lifað hefði á endanum allt farið í hund og kött — eins og gerðist raunar fljótlega eftir að hann dó aðeins 54 ára 1685.

Dánarorsök hans var líklega nýrnaveiki en hún hefur hugsanlega stafað af kvikasilfurseitrun, en kóngur hafði verið að skemmta sér við tilraunir með kvikasilfur nokkru áður.

Jakob bróðir Karls tók við konungdæmi hans en Jakobi var svo hrint frá völdum eftir aðeins þrjú ár á valdastóli og „dýrðlega byltingin“ tók við þegar aðalsmenn (og síðar borgarar) tóku að draga mjög úr völdum konunga og drottninga.

Síðan 1685 hefur sem sé ekki setið Karl á valdastóli í Bretlandi.

Fyrr en nú.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Smá leiðrétting: María Stuart var ekki systurdóttir Hinriks 8. Faðir hennar var hinsvegar systursonur Hinriks 8. Móðir Maríu Stuart var Marie Guise af frönskum ættum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár