Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Hverjir voru Karl 1. og Karl 2.?

Hverjir voru Karl 1. og Karl 2.?
Karl 1., Karl 2, og Karl 3. — Karl 1. var hálshöggvinn, Karl 2. var kallaður „káti kóngurinn“. En hver verður grafskrift Karls 3.?


Það kom nokkuð á óvart árið 1948 þegar Elísabet krónprinsessa Breta eignaðist sinn fyrsta son og ákveðið var að nefna hann Charles eða Karl. Flestir höfðu sjálfkrafa búist við að hann myndi fá nafn föður Elísabetar, Georgs 6. sem þá var kóngur. Pilturinn nýi var að vísu skírður Georg líka — hann heitir fullu nafni Charles Philip Arthur George — en með því að skipa Karls-nafninu fremst sýndi Elísabet að hún ætlaði að kalla son sinn Karl og hann yrði því í fyllingu tímans Karl 3.

Og það hefur nú loksins gerst, nærri 74 árum síðar.

Ástæðan fyrir því að þetta kom á óvart var ekki bara sú að Elísabet skyldi ekki skíra afdráttarlaust í höfuðið á heittelskuðum pabba sínum, heldur líka að Karlarnir tveir sem hingað til hafa setið á valdastóli í Bretlandi voru hreint ekki óumdeildir, og er þá vægt að orði komist.

Kóngar sóttir til Skotlands

Þeir voru feðgar. Sá eldri fæddist árið 1600 í Dumferline-höllinni í Skotlandi en faðir hans var Jakob 6. Skotakóngur. Þá var Elísabet 1. Englandsdrottning komin vel á sjötugsaldur og þar sem hún átti ekki börn höfðu Englendingar rannsakað frændgarð hennar í leit að erfingja og staðnæmst við Jakob Skotakóng.

Þau voru náskyld. Jakob var sonur Maríu Stúart Skotadrottningar. Amma Maríu var föðursystir Elísabetar. María Stúart hafði að vísu verið fangelsuð og hálshöggvin af Elísabetu frænku sinni en slíkt og þvíumlíkt var ekki látið standa í vegi ríkiserfða og því var Jakobi í Skotlandi boðin Englandskrúna þegar Elísabet 1. hyrfi inn á hinar eilífu veiðilendur.

Það gerðist 1603, þá fór Jakob suður til Englands og settist í hásætið þar og nefndist eftirleiðis Jakob 1. Og eftir 22 ár á valdastóli þar syðra andaðist Jakob 1625 og 24 ára gamall sonur hans tók við konungstigninni sem Karl 1.

Móðir Karls var Anna prinsessa frá Danmörku, dóttir Friðriks 2. Danakóngs og þýskrar hertogadóttur.

Broguð dómgreind guðs?

Ekki leið á löngu uns miklar deilur upphófust milli Karls konungs og helstu aðalsmanna á Englandi um valdsvið og valdsmörk. Flest hin öflugri konungsríki í Evrópu voru þá orðin eða í þann veginn að verða konungseinveldi, þar sem konungur réði öllu með hjálp hirðar og embættismanna.

Þessu var Karl 1. mjög hlynntur enda taldi hann að konungar væru á sérstökum samningi við guð og þeim bæri því guðlegur réttur til ríkisstjórnar.

Hafi svo verið, þá var altént eitthvað brogað við dómgreind guðs um þær mundir því Karl 1. hafði — hvað sem öðru leið — litla hæfileika til ríkisstjórnar og litla hæfileika yfirleitt. Enda voru aðalsmenn á Englandi síst á því að gefa Karli eftir völd sín, en enska þingið hafði þá töluverð völd og vildi meira.

Aðalsmenn kröfðust þess að Karl féllist á að verða þingbundinn konungur svo allar helstu ákvarðanir hans þyrfti að bera undir þingið til samþykktar, en þegar kóngur hafnaði því kom til borgarastríðs milli stuðningsmanna þing og konungs.

Karl 1. hálshöggvinn

Auk deilna um valdsvið kraumuðu líka undir niðri illskeyttar trúarbragðadeilur en fjölskylda Karls þótti helstil veik fyrir pápísku og bætti ekki úr skák þegar hann gekk að eiga hina rammkaþólsku Henríettu Maríu konungsdóttur frá Frakklandi.

Stríði Karls og þingsins lauk í janúar 1649 þegar kóngur var handsamaður og dreginn fyrir dóm þingmanna, sakaður um landráð. Hann var að lokum dæmdur til dauða og hálshöggvinn. Þótt Karl hafi ekki þótt sérlegur bógur fram að því — nema þá helst fyrir þrjósku sakir — þá þótti hann bregðast hraustlega við dauðanum.

Það var sem sé Karl 1. sem bað um að fá tvær skyrtur til að fara í sína hinstu för á höggstokkinn því þá var kalt í veðri og hann vildi ekki fara að skjálfa úr kulda.

Því enginn mátti ímynda sér að konungurinn skylfi af ótta.

Konungdæmi endurreist

Eftir að konungur var úr sögunni réði Oliver Cromwell herforingi uppreisnarmanna í áratug en þegar hann lést var að lokum ákveðið að endurreisa konungdæmið.

Karl elsti sonur Karls 1. settist því í hásætið 1660. 

Karl 2. hefur nokkuð mótsagnakennda stöðu í breskri sögu. Í aðra röndina var hann aðsópsmikill karl og þótti skemmtilegur, og það fylgdu honum fjör og gleði. Hann var óstöðvandi kvennamaður, eins og það hét í þá daga, og eignaðist að minnsta kosti 12 börn í lausaleik, kannski mun fleiri.

Hins vegar eignaðist drottning hans, Braganza konungsdóttir frá Portúgal, engin börn. Karl 2. var þá hvattur til að skilja við hana og kvænast upp á nýtt svo hann gæti eignast skilgetna ríkiserfingja en hann ákvað að halda tryggð við Bragönzu — ef „tryggð“ er þá rétta orðið í þessu tilfelli um eiginmann sem var eins og landafjandi upp um öll pils.

Kvikasilfurseitrun

Karl 2. var áhugasamur um vísindi, landkönnun og tækni og átti sinn þátt í að koma Bretum í fremstu röð á þeim sviðum. Um leið safnaði hann miklum skuldum með gegndarlausu bruðli við hirðina. Karl hélt að mestu friðinn bæði í deilum við þing og aðal, sem og í trúmálum, en það tókst honum frekar með því að ýta vandamálunum á undan sér en leysa þau.

Karl 2. náði því síðustu æviárin að senda þingið heim og ríkja sem einvaldur en hætt er við að ef hann hefði lifað hefði á endanum allt farið í hund og kött — eins og gerðist raunar fljótlega eftir að hann dó aðeins 54 ára 1685.

Dánarorsök hans var líklega nýrnaveiki en hún hefur hugsanlega stafað af kvikasilfurseitrun, en kóngur hafði verið að skemmta sér við tilraunir með kvikasilfur nokkru áður.

Jakob bróðir Karls tók við konungdæmi hans en Jakobi var svo hrint frá völdum eftir aðeins þrjú ár á valdastóli og „dýrðlega byltingin“ tók við þegar aðalsmenn (og síðar borgarar) tóku að draga mjög úr völdum konunga og drottninga.

Síðan 1685 hefur sem sé ekki setið Karl á valdastóli í Bretlandi.

Fyrr en nú.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Smá leiðrétting: María Stuart var ekki systurdóttir Hinriks 8. Faðir hennar var hinsvegar systursonur Hinriks 8. Móðir Maríu Stuart var Marie Guise af frönskum ættum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
4
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Pressa: Fyrsti þáttur
4
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár