Einn aðalsakborningurinn í Samherjamálinu í Namibíu segist ekki kannast við óreglu í líferni uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar á meðan þeir voru í reglulegum samskiptum. Tamson Hatuikulipi, tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, sat fyrir svörum fyrir dómi 30. ágúst síðastliðinn vegna kröfu sinnar um að vera leystur úr varðhaldi gegn tryggingu. Hann hefur mátt dúsa í fangelsi allar götur frá því að málið var afhjúpað í samstarfi Kveiks, Stundarinnar og Wikileaks árið 2019.
„Ég hef aldrei séð hann nota kókaín,“ sagði Tamson áður en hann svaraði spurningum um hversu mikið hann ferðaðist með Jóhannesi og hversu náið unnið með honum. Allt hefði gengið smurt í rekstrinum og Tamson sagðist aldrei hafa orðið áskynja annars en að Jóhannes væri áreiðanlegur. Tamson sagðist aldrei hafa gert neinar athugasemdir við starfsemina undir stjórn Jóhannesar, óstjórn né nokkuð annað í hans …
Á hvaða efnum er skæruliðasveitin Á?