Útgáfuleyfi rússneska blaðsins Novaya Gazeta var ógilt af rússneskum dómstóli í morgun. Var það að kröfu Rozkomnadzor, rússneskrar eftirlitsstofnunar með fjölmiðlum. Erlendir fjölmiðlar hafa eftir ritstjóranum Dmitry Muratov að dómurinn sé „pólitísk aftaka, án nokkurar lagastoðar“. Niðurstaða dómsins er sú að útgáfan hafi ekki tilkynnt um eigendaskipti blaðsins árið 2006 með réttum hætti og því eigi að ógilda leyfið.
Blaðið er einn fárra sjálfstæðra fjölmiðla sem hafa starfað í Rússlandi. Ritstjórinn Muratov fékk friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári, ásamt fleirum, fyrir störf sín í þágu frjálsrar fjölmiðlunar. Á Novaya Gazeta hefur verið stunduð gagnrýnin blaðamennska sem hefur skapað útgáfunni óvild meðal rússneskra stjórnvalda. Síðan útgáfan hófst árið 1993 hafa sex blaðamenn þeirra hafa verið myrtir vegna starfa sinna, samkvæmt útgáfunni sjálfri og mannréttindasamtökum. Þar á meðal er Anna Politkovskaya, sem var myrt árið 2006.
Blaðið hefur ekki komið út sem dagblað síðan í mars eftir að hafa verið þvingað af …
Athugasemdir