Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Þrengja enn að rússneskum fjölmiðlum og ógilda prentleyfi Novaya Gazeta

Rúss­nesk­ur dóm­stóll ógilti í morg­un út­gáfu­leyfi Novaya Gazeta, sjálf­stæðs rúss­nesks dag­blaðs. Rit­stjóri þess fékk frið­ar­verð­laun Nó­bels á síð­asta ári fyr­ir fram­lag sitt til frjálsr­ar fjöl­miðl­un­ar í land­inu. Mið­ill­inn hef­ur fjall­að gagn­rýn­ið um stríð Rúss­lands í Úkraínu.

Þrengja enn að rússneskum fjölmiðlum og ógilda prentleyfi Novaya Gazeta
Uppboð Muratov bauð Nóbelsverðlaunin sín upp og gaf ágóðann til UNICEF til að styðja við fólk á flótta vegna Úkraínustríðsins. Mynd: Michael M. Santiago / GETTY IMAGES NORTH AMERICA / Getty Images via AFP

Útgáfuleyfi rússneska blaðsins Novaya Gazeta var ógilt af rússneskum dómstóli í morgun. Var það að kröfu Rozkomnadzor, rússneskrar eftirlitsstofnunar með fjölmiðlum. Erlendir fjölmiðlar hafa eftir ritstjóranum Dmitry Muratov að dómurinn sé „pólitísk aftaka, án nokkurar lagastoðar“. Niðurstaða dómsins er sú að útgáfan hafi ekki tilkynnt um eigendaskipti blaðsins árið 2006 með réttum hætti og því eigi að ógilda leyfið. 

Blaðið er einn fárra sjálfstæðra fjölmiðla sem hafa starfað í Rússlandi. Ritstjórinn Muratov fékk friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári, ásamt fleirum, fyrir störf sín í þágu frjálsrar fjölmiðlunar. Á Novaya Gazeta hefur verið stunduð gagnrýnin blaðamennska sem hefur skapað útgáfunni óvild meðal rússneskra stjórnvalda. Síðan útgáfan hófst árið 1993 hafa sex blaðamenn þeirra hafa verið myrtir vegna starfa sinna, samkvæmt útgáfunni sjálfri og mannréttindasamtökum. Þar á meðal er Anna Politkovskaya, sem var myrt árið 2006. 

Blaðið hefur ekki komið út sem dagblað síðan í mars eftir að hafa verið þvingað af …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár