Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

900. spurningaþraut: Þemað er Biblían og Jesúa frá Nasaret

900. spurningaþraut: Þemað er Biblían og Jesúa frá Nasaret

Hér er komin þemaþraut um Biblíuna og Biblíusögurnar, Jesú og Guð, og kannski ekki sú fyrsta.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvaða frásögn Biblíunnar er lýst á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Fyrsta Mósebók, og jafnframt fyrsta bók Biblíunnar í heild, heitir Genesis á alþjóðamálum, og lýsir því þegar Abraham og niðjar hans setjast að í Ísrael. Hvað heitir sú næsta — einnig á alþjóðamálum?

2.  En hvað svo sem hún heitir, um hvaða alkunnu stórviðburði í lífi þjóðarinnar fjallar hún?

3.  Ísraelsmenn komu að lokum á fót ríki og konungi. Fyrsti konungurinn hét Sál en hvað hét sá næsti?

4.  Næstu aldir voru Ísraelsmenn herleiddir burt úr landinu oftar en einu sinni, þar á meðal til stórborgar einnar við Efrat-fljót sem heitir ... hvað?

5.  Í Biblíunni kennir margra grasa og meðal bóka hennar eru Ljóðaljóðin sem þykja skera sig nokkuð úr ... vegna hvers?

6.  Í hvaða bæ er Jesúa sagður hafa fæðst?

7.  Um Jesúa var sagt: „Sá kemur eftir mig sem mér er máttugri og er ég ekki verður þess að krjúpa niður og leysa skóþveng hans. Ég hef skírt ykkur með vatni en hann mun skíra ykkur með heilögum anda.“ Hver sagði þetta?

8.  Hvað hét æðsti presturinn í Jerúsalem á dögum Jesúa?

9.  Hátíðin sem stóð yfir þegar Jesúa var krossfestur var haldin til að minnast hvers?

10.  „Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.“ Þetta skrifaði Páll postuli í bréfi til íbúa í tiltekinni borg. Hvaða borg?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða dæmisögu Jesúa frá Nasaret er máluð upp hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Exodus.

2.  Flótta þjóðarinnar frá Egiftalandi.

3.  Davíð.

4.  Babýlon.

5.  Vegna þess að þar er lýst holdlegum munaði.

6.  Betlehem.

7.  Jóhannes skírari.

8.  Kaíafas.

9.  Flóttans frá Egiftalandi.

10.  Kórintu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Abraham að búast til að fórna Ísak syni sínum að kröfu Guðs.

Á neðri myndinni er týndi sonurinn kominn heim. Takið eftir kálfinum!

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár