Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

900. spurningaþraut: Þemað er Biblían og Jesúa frá Nasaret

900. spurningaþraut: Þemað er Biblían og Jesúa frá Nasaret

Hér er komin þemaþraut um Biblíuna og Biblíusögurnar, Jesú og Guð, og kannski ekki sú fyrsta.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvaða frásögn Biblíunnar er lýst á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Fyrsta Mósebók, og jafnframt fyrsta bók Biblíunnar í heild, heitir Genesis á alþjóðamálum, og lýsir því þegar Abraham og niðjar hans setjast að í Ísrael. Hvað heitir sú næsta — einnig á alþjóðamálum?

2.  En hvað svo sem hún heitir, um hvaða alkunnu stórviðburði í lífi þjóðarinnar fjallar hún?

3.  Ísraelsmenn komu að lokum á fót ríki og konungi. Fyrsti konungurinn hét Sál en hvað hét sá næsti?

4.  Næstu aldir voru Ísraelsmenn herleiddir burt úr landinu oftar en einu sinni, þar á meðal til stórborgar einnar við Efrat-fljót sem heitir ... hvað?

5.  Í Biblíunni kennir margra grasa og meðal bóka hennar eru Ljóðaljóðin sem þykja skera sig nokkuð úr ... vegna hvers?

6.  Í hvaða bæ er Jesúa sagður hafa fæðst?

7.  Um Jesúa var sagt: „Sá kemur eftir mig sem mér er máttugri og er ég ekki verður þess að krjúpa niður og leysa skóþveng hans. Ég hef skírt ykkur með vatni en hann mun skíra ykkur með heilögum anda.“ Hver sagði þetta?

8.  Hvað hét æðsti presturinn í Jerúsalem á dögum Jesúa?

9.  Hátíðin sem stóð yfir þegar Jesúa var krossfestur var haldin til að minnast hvers?

10.  „Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.“ Þetta skrifaði Páll postuli í bréfi til íbúa í tiltekinni borg. Hvaða borg?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða dæmisögu Jesúa frá Nasaret er máluð upp hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Exodus.

2.  Flótta þjóðarinnar frá Egiftalandi.

3.  Davíð.

4.  Babýlon.

5.  Vegna þess að þar er lýst holdlegum munaði.

6.  Betlehem.

7.  Jóhannes skírari.

8.  Kaíafas.

9.  Flóttans frá Egiftalandi.

10.  Kórintu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Abraham að búast til að fórna Ísak syni sínum að kröfu Guðs.

Á neðri myndinni er týndi sonurinn kominn heim. Takið eftir kálfinum!

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár