Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

897. spurningaþraut: Hér er spurt um mýs á Íslandi, sannið til

897. spurningaþraut: Hér er spurt um mýs á Íslandi, sannið til

Fyrri aukaspurning:

Hvaða þjóðfáni er á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er Cornwall-skagi?

2.  Hver skrifaði bókina Oliver Twist?

3.  En hver gaf út bókina Hús andanna (eins og hún heitir í íslenskri þýðingu) árið 1982?

4.  Hversu margar músategundir lifa villtar á Íslandi? Athugið að þótt rottur séu náskyldar músum er hér aðeins spurt um litlu mýsnar.

5.  Hvað er huðna?

6.  Sahara er langstærsta eyðimörk heimsins. Heitið Sahara er komið frá arabíska nafnorðinu ṣaḥrāʾ. Hvað þýðir það?

7.  Hver orti: „Stekkjastaur kom fyrstur, stinnur eins og tré. Hann laumaðist í fjárhúsin og lék á bóndans fé.“

8.  Árið 1928 fengu konur í fyrsta sinn að keppa í frjálsum íþróttum og fimleikum á Ólympíuleikum, en áður höfðu þær aðeins keppt í greinum eins og tennis, reiðmennsku, golfi, siglingum og krokkett. Margir innan íþróttahreyfingarinnar mótmæltu þessu og einnig komu harðorð mótmæli frá ákveðnu sjálfstæðu ríki í Evrópu, sem aldrei hefur þó sjálft sent keppendur á ólympíuleika. Hvaða ríki var svona á móti því að konur fengju að keppa?

9.  Annars þykja þessir ólympíuleikar m.a. minnisstæðir fyrir þá sök að þar vann bandarískur sundkappi tvö gullverðlaun en hafði áður unnið þrjú á fyrri ólympíuleikum. Hann var einnig frægasti íþróttamaður heims en tók nú að hasla sér völl í kvikmyndum?

Svo fæst ólympíustig fyrir að vita, HVAR voru ólympíuleikararnir haldir árið 1928?

10.  Íslenskur tónlistarmaður og tónskáld gaf út fyrstu sólóplötu sína 2008. Platan hét Mount A og tónskáldið spilaði, trúi ég, á öll hljóðfæri. Tónlistin þótti mögnuð og svolítið drungaleg, selló var þarna gjarnan í aðalhlutverki. Síðan hefur tónskáldið haslað sér rækilega völl. Hvað heitir tónskáldið?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bretlandi.

2.  Dickens.

3.  Isabel Allende.

4.  Tvær. 

5.  Kvendýr geitar.

6.  Eyðimörk.

7.  Jóhannes úr Kötlum.

8.  Vatíkanið.

9.  Johnny Weissmuller. Og ólympíuleikararnir voru í Amsterdam í Hollandi.

10.  Hildur Guðnadóttir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er fáni Nepals.

Á neðri myndinni er tennisstjarnan Serena Williams.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Halldór Jónsson skrifaði
    Vatikanið varð ekki sjálfstætt ríki fyrr en 1929 með samningum við Ítalíu sem kenndur er við Lateran höllina.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár