Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

897. spurningaþraut: Hér er spurt um mýs á Íslandi, sannið til

897. spurningaþraut: Hér er spurt um mýs á Íslandi, sannið til

Fyrri aukaspurning:

Hvaða þjóðfáni er á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er Cornwall-skagi?

2.  Hver skrifaði bókina Oliver Twist?

3.  En hver gaf út bókina Hús andanna (eins og hún heitir í íslenskri þýðingu) árið 1982?

4.  Hversu margar músategundir lifa villtar á Íslandi? Athugið að þótt rottur séu náskyldar músum er hér aðeins spurt um litlu mýsnar.

5.  Hvað er huðna?

6.  Sahara er langstærsta eyðimörk heimsins. Heitið Sahara er komið frá arabíska nafnorðinu ṣaḥrāʾ. Hvað þýðir það?

7.  Hver orti: „Stekkjastaur kom fyrstur, stinnur eins og tré. Hann laumaðist í fjárhúsin og lék á bóndans fé.“

8.  Árið 1928 fengu konur í fyrsta sinn að keppa í frjálsum íþróttum og fimleikum á Ólympíuleikum, en áður höfðu þær aðeins keppt í greinum eins og tennis, reiðmennsku, golfi, siglingum og krokkett. Margir innan íþróttahreyfingarinnar mótmæltu þessu og einnig komu harðorð mótmæli frá ákveðnu sjálfstæðu ríki í Evrópu, sem aldrei hefur þó sjálft sent keppendur á ólympíuleika. Hvaða ríki var svona á móti því að konur fengju að keppa?

9.  Annars þykja þessir ólympíuleikar m.a. minnisstæðir fyrir þá sök að þar vann bandarískur sundkappi tvö gullverðlaun en hafði áður unnið þrjú á fyrri ólympíuleikum. Hann var einnig frægasti íþróttamaður heims en tók nú að hasla sér völl í kvikmyndum?

Svo fæst ólympíustig fyrir að vita, HVAR voru ólympíuleikararnir haldir árið 1928?

10.  Íslenskur tónlistarmaður og tónskáld gaf út fyrstu sólóplötu sína 2008. Platan hét Mount A og tónskáldið spilaði, trúi ég, á öll hljóðfæri. Tónlistin þótti mögnuð og svolítið drungaleg, selló var þarna gjarnan í aðalhlutverki. Síðan hefur tónskáldið haslað sér rækilega völl. Hvað heitir tónskáldið?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bretlandi.

2.  Dickens.

3.  Isabel Allende.

4.  Tvær. 

5.  Kvendýr geitar.

6.  Eyðimörk.

7.  Jóhannes úr Kötlum.

8.  Vatíkanið.

9.  Johnny Weissmuller. Og ólympíuleikararnir voru í Amsterdam í Hollandi.

10.  Hildur Guðnadóttir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er fáni Nepals.

Á neðri myndinni er tennisstjarnan Serena Williams.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Halldór Jónsson skrifaði
    Vatikanið varð ekki sjálfstætt ríki fyrr en 1929 með samningum við Ítalíu sem kenndur er við Lateran höllina.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár