Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

859. spurningaþraut: Þemaþraut um 1. september

859. spurningaþraut: Þemaþraut um 1. september

Í tilefni þess að 1. september er í dag, þá flýti ég þemaþrautinni um einn dag og spurningarnar snúast allar um 1. september á einn eða annan hátt.

Fyrri aukaspurning:

Karlinn hér í miðið var handtekinn á Íslandi 1. september 1998. Hann varð í kjölfarið heilmikil fjölmiðlastjarna og kunnur á djamminu. Hvað heitir hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Þann 1. september 1715 andaðist í Frakklandi konungur sem ríkt hafði í 72 ár og 110 daga, lengur en nokkur annar. Hvað nefndist þessi langlífi og dýrðlegi konungur? — og númerið verður að vera rétt! 

2.  Annar franskur leiðtogi beið mikinn ósigur á þessum degi löngu síðar, eða 1870. Þá tapaði her hans orrustu gegn Þjóðverjum þar sem heitir Sedan í Norður-Frakklandi og fjórum dögum síðar hrökklaðist þessi franski leiðtogi úr embætti. Hvað nefndist hann? — og aftur verður númerið að vera rétt!   

3.  Þann 1. september 1910 var opnaður spítali í nágrenni Reykjavíkur sem var helgaður umönnun berklasjúklinga. Hvar er þessi spítali?  

4.  Þýskaland var ekki eina ríkið sem réðist inn í Pólland 1. september 1939, þau voru tvö. Hvað var hitt?

5.  Auk innrásar í Póllands er sérstök tilskipun Adolfs Hitlers dagsett 1. september 1939 þótt raunar muni hann hafa skrifað undir hana í október. Þar er kveðið á um kerfisbundin morð á sérstökum þjóðfélagshópi og á næstu misserum voru tugþúsund myrt. Aldrei þessu vant, þá mótmæltu stórir og áhrifamiklir hópar Þjóðverja þessum morðum, og tilskipunin var afturkölluð tveim árum seinna — þótt morðin héldu áfram í kyrrþey. Gegn hvaða þjóðfélagshópi var þessari tilskipun beint?

6.  Þann 1. september 1969 var Idris konungur 1. settur af í tilteknu landi og herforingjastjórn tók við sem mjög skjótlega þróaðist yfir í harðsvírað einræði eins manns. Í hvaða landi hafði Idris verið kóngur?

7.  Þann 1. september 1972 var fiskveiðilandhelgi Íslands færð út og átti eftir að kosta þorskastríð. Lögsagan var færð úr 12 sjómílum í ... hvað?

8.  Sama dag lauk skákeinvígi einu miklu sem fram hafði farið á Íslandi þá um sumarið. Hverjir áttust þar við — og nefna þarf báða!

9.  Á þessum degi árið 1985 fannst tiltekinn og nokkur stór hlutur á 3.800 metra dýpi í Atlantshafinu. Fransk/bandarískur leiðangur var þar á ferðinni, en hver var hluturinn?

10.  1. september 1988 varð kona í fyrsta sinn ráðuneytisstjóri á Íslandi þegar 33 ára kona úr Ólafsvík varð skipuð yfir félagsmálaráðuneytið. Hún starfaði þar lengi en fór svo til utanríkisráðuneytisins og var m.a. sendiherra í Frakklandi í skeið, sem og á Spáni og Ítalíu og víðar. Hún gegndi trúnaðarstöðum innan OECD og þangað til 2020 var hún sendiherra í Rússlandi. Hvað heitir hún?

***

Seinni aukaspurning:

Karlinn hér að neðan fæddist 1. september 1934 en lést fyrir fjórum árum. Hann var leikari, myndlistarmaður og fleira — og jólasveinn! Hvað hét hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Loðvík 14.

2.  Napóleon 3. 

3.  Á Vífilstöðum.

4.  Slóvakía.

5.  Fötluðum, jafnt andlega sem líkamlega, og geðsjúkum.

6.  Líbýu.

7.  Fimmtíu.

8.  Fischer og Spasskí.

9.  Flakið af Titanic.

10.  Berglind Ásgeirsdóttir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Kio Briggs.

Á neðri myndinni er Ketill Larsen.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár