Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Jörðin gæti borið þrjú tungl! En hvar eru hin tvö?

Jörðin gæti borið þrjú tungl! En hvar eru hin tvö?
Þrjú tungl. Myndin er að sjálfsögðu tilbúningur og í raun má ætla að þótt Jörðin hefði þrjú tungl af svipaðri stærð og Máninn, þá hlytu þau að vera í mjög mismunandi fjarlægð frá Jörðu og því virðast nokkuð misstór.

Förunautur okkar Jarðarbúa á endalausri hringferð okkar um sólkerfið, Máninn, er svo gamalkunnur og traustur félagi að það er erfitt að ímynda sér hann eitthvað öðruvísi og hvað þá bara einn af mörgum. Við vitum að stóru gasrisarnir utar í sólkerfinu hafa tugi tungla sér til fylgdar — 80 við Júpíter þegar síðast fréttist, 83 við Satúrnus — en tunglið okkar virkar svo passlegt og nákvæmlega rétt að allt hlyti að fara úr skorðum ef okkur bættist annað tungl, sambandið okkar og Mánans myndi vart þola slíkt og þvíumlíkt; bæði Jörð og tungl færu út af sporinu og myndu endasendast stjórnlaust eitthvað út í geim, og kannski kútveltast inn í sólina og brenna þar upp.

Þessu trúðu vísindamenn líka lengi. Hlutföll Jarðar og Mána væru svo hárrétt að Jörðin myndi ekki undir nokkrum kringumstæðum þola annað tungl.

En nú er búið að mæla þetta og í ljós kemur að Jörðin gæti vel þolað þrjú tungl á stærð við Mánann okkar án þess að allt færi í rugl í sambandinu.

Og ef þau væru minni gætu tunglin verið allt að sjö.

Þá væri nú sjón að sjá á næturhimninum!

Niðurstöður vísindarannsókna um þetta birtust nýlega á vefsíðunni Montly Notices of the Astonomical Society. Þau Suman Satyal, Billy Quarles og Marialis Rosario Franco reiknuðu nákvæmlega út þyngd, þyngdarafl, hraða og brautir bæði Jarðar, Sólar og Tungls 3.000 ár aftur í tímann og þetta var niðurstaðan.

Svona er talið nokkuð víst að tunglið hafi myndast.Þegar sólkerfið var nýorðið til og Jörðin enn glóandi eða fyrir 4,5 millörðum ára rakst á hana önnur pláneta á stærð við Mars. Jörðin lifði þetta ógurlega högg af en hin plánetan tættist í sundur og grjótleifar úr henni söfnuðust á endanum saman í Mánann sem hátt á himni skín.

Jörðin gæti haft þrjú tungl á stærð við Mánann sér að skaðlausu. Ef tunglin væru fjögur færu brautir bæði Jarðar og tunglanna fyrr en síðar að aflagast og að lokum færi allt í rugl.

Þessi rannsókn var ekki bara gerð til að svala forvitni þremenninganna. Hún hefur líka heilmikið gildi, bæði til að hjálpa okkur að skilja upphaf sólkerfisins okkar, og líka við rannsóknir á þeim sólkerfum annarra sólstjarna sem við erum nú farin að skoða úr mikilli fjarlægð.

Þremenningarnir bjuggu til líkön með þremur stærðum tungla. Eitt var tunglið okkar, annað var á stærð við dvergplánetuna Plútó (sem einn sjötti hluti Mánans okkar að þyngd) og það þriðja var á stærð við smástirnið Ceres (um það bil einn hundraðasti af tunglinu okkar).

Niðurstaðan var sú að Jörðin gæti afborið fjögur tungl á stærð við Plútó og hvorki meira né minna en sjö smátungl á stærð við Ceres.

Nú þegar við vitum þetta er hálfgerð synd og skömm að við skulum ekki hafa nema eitt tungl — úr því við gætum greinilega haft fleiri.

En þeim fjölgar varla úr þessu.

***

Hér fyrir neðan má sjá stærðir nokkurra tungla í sólkerfinu okkar. Máninn okkar er fimmta stærsta tunglið á eftir Ganýmedes, Callistó og Íó við Júpíter og Titan við Satúrnus. Í miðið hægra megin má sjá dvergplánetuna Plútó og þar fyrir neðan og enn lengra til hægri er Ceres. Við gætum sem sé haft sjö slík tungl á himni.

Hér er svo snoturt lítið Youtube-myndband sem sýnir hvernig Máninn myndaðist:

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
3
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár