Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Jörðin gæti borið þrjú tungl! En hvar eru hin tvö?

Jörðin gæti borið þrjú tungl! En hvar eru hin tvö?
Þrjú tungl. Myndin er að sjálfsögðu tilbúningur og í raun má ætla að þótt Jörðin hefði þrjú tungl af svipaðri stærð og Máninn, þá hlytu þau að vera í mjög mismunandi fjarlægð frá Jörðu og því virðast nokkuð misstór.

Förunautur okkar Jarðarbúa á endalausri hringferð okkar um sólkerfið, Máninn, er svo gamalkunnur og traustur félagi að það er erfitt að ímynda sér hann eitthvað öðruvísi og hvað þá bara einn af mörgum. Við vitum að stóru gasrisarnir utar í sólkerfinu hafa tugi tungla sér til fylgdar — 80 við Júpíter þegar síðast fréttist, 83 við Satúrnus — en tunglið okkar virkar svo passlegt og nákvæmlega rétt að allt hlyti að fara úr skorðum ef okkur bættist annað tungl, sambandið okkar og Mánans myndi vart þola slíkt og þvíumlíkt; bæði Jörð og tungl færu út af sporinu og myndu endasendast stjórnlaust eitthvað út í geim, og kannski kútveltast inn í sólina og brenna þar upp.

Þessu trúðu vísindamenn líka lengi. Hlutföll Jarðar og Mána væru svo hárrétt að Jörðin myndi ekki undir nokkrum kringumstæðum þola annað tungl.

En nú er búið að mæla þetta og í ljós kemur að Jörðin gæti vel þolað þrjú tungl á stærð við Mánann okkar án þess að allt færi í rugl í sambandinu.

Og ef þau væru minni gætu tunglin verið allt að sjö.

Þá væri nú sjón að sjá á næturhimninum!

Niðurstöður vísindarannsókna um þetta birtust nýlega á vefsíðunni Montly Notices of the Astonomical Society. Þau Suman Satyal, Billy Quarles og Marialis Rosario Franco reiknuðu nákvæmlega út þyngd, þyngdarafl, hraða og brautir bæði Jarðar, Sólar og Tungls 3.000 ár aftur í tímann og þetta var niðurstaðan.

Svona er talið nokkuð víst að tunglið hafi myndast.Þegar sólkerfið var nýorðið til og Jörðin enn glóandi eða fyrir 4,5 millörðum ára rakst á hana önnur pláneta á stærð við Mars. Jörðin lifði þetta ógurlega högg af en hin plánetan tættist í sundur og grjótleifar úr henni söfnuðust á endanum saman í Mánann sem hátt á himni skín.

Jörðin gæti haft þrjú tungl á stærð við Mánann sér að skaðlausu. Ef tunglin væru fjögur færu brautir bæði Jarðar og tunglanna fyrr en síðar að aflagast og að lokum færi allt í rugl.

Þessi rannsókn var ekki bara gerð til að svala forvitni þremenninganna. Hún hefur líka heilmikið gildi, bæði til að hjálpa okkur að skilja upphaf sólkerfisins okkar, og líka við rannsóknir á þeim sólkerfum annarra sólstjarna sem við erum nú farin að skoða úr mikilli fjarlægð.

Þremenningarnir bjuggu til líkön með þremur stærðum tungla. Eitt var tunglið okkar, annað var á stærð við dvergplánetuna Plútó (sem einn sjötti hluti Mánans okkar að þyngd) og það þriðja var á stærð við smástirnið Ceres (um það bil einn hundraðasti af tunglinu okkar).

Niðurstaðan var sú að Jörðin gæti afborið fjögur tungl á stærð við Plútó og hvorki meira né minna en sjö smátungl á stærð við Ceres.

Nú þegar við vitum þetta er hálfgerð synd og skömm að við skulum ekki hafa nema eitt tungl — úr því við gætum greinilega haft fleiri.

En þeim fjölgar varla úr þessu.

***

Hér fyrir neðan má sjá stærðir nokkurra tungla í sólkerfinu okkar. Máninn okkar er fimmta stærsta tunglið á eftir Ganýmedes, Callistó og Íó við Júpíter og Titan við Satúrnus. Í miðið hægra megin má sjá dvergplánetuna Plútó og þar fyrir neðan og enn lengra til hægri er Ceres. Við gætum sem sé haft sjö slík tungl á himni.

Hér er svo snoturt lítið Youtube-myndband sem sýnir hvernig Máninn myndaðist:

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár