Þorvaldur Árnason, fyrrverandi eigandi Lyfjavals, er í áttunda sæti yfir skattakónga Íslands og er einnig skattakóngur Garðabæjar. Greiddi hann alls um 330 milljónir króna. Þorri skattsins sem hann greiddi stafar af sölu fyrirtækis sem hann var 45 ár að byggja upp.
328,5
„Á síðasta ári seldi ég fyrirtækið sem ég er búinn að starfa við í 45 ár. Þetta eru peningar sem ég er búinn að eignast á þessum árum,“ segir Þorvaldur í samtali við Stundina. Aðspurður hvort hann sé ánægður með að greiða þessa skatta segir hann: „Ég greiði það sem keisaranum ber.“
„Það er betra að hætta þegar fólk sér eftir manni“
Þorvaldur segir að hann hafi alltaf ætlað að hætta að vinna þegar hann yrði sjötugur. Hann stóð við þau orð og seldi fyrirtækið. Það sé betra að hætta þegar fólk sjái enn eftir honum. „Ég varð …
Athugasemdir