Í það minnsta sex fyrirtæki sem tengjast austur-evrópskri ráðningarþjónustu, sem kennd er við tvo íslenska bræður, hafa á síðustu þremur árum farið á hausinn og skilið eftir sig yfir hálfs milljarðs króna skuldir, við Skattinn og lífeyrissjóði. Héraðssaksóknara hefur verið tilkynnt um hluta þessara mála vegna gruns um lögbrot, en í einu málanna hefur þegar verið ákært og önnur eru til rannsóknar. Á sama tíma hefur sami hópur manna stofnað sex ný fyrirtæki á innan við ári og haldið fullri starfsemi, á nýjum kennitölum.
Óheppnir með eindæmum
Rúmeninn Ion Zamfir, Króatinn Ivan Celic og Serbinn Filip Gagic eiga í það minnsta tvennt sameiginlegt. Þeir eru allir fæddir árið 1979 og því 43 ára á þessu ári. Og svo deila þeir reynslu af því að hafa reynt fyrir sér í fyrirtækjarekstri á Íslandi, með eftirtektarverðum hætti.
Við fyrstu sýn gæti saga þeirra virst allt að því heillandi. Þrír jafnaldrar frá …
Athugasemdir (4)