Rússneskir miðlar, ríkisreknir sem og óháðir, hafa síðan í febrúar birt fréttir af árásum á herskráningarstöðvar í Rússlandi. Kveikt hefur verið í fjölda herskráningarstöðva um landið allt en skemmdarverkin hafa að mestu átt sér stað í vesturhlutanum. Allt bendir til þess að tugir slíkra skemmdarverka hafi verið framin síðan í febrúar. Þessar tölur þykja óvenjulegar, enda fjölgunin á skemmdarverkunum veruleg frá fyrri árum. Molotov-kokteilum hefur verið beitt við framkvæmd margra árásanna.
Sama má segja um fjölgun árása á rússneskar járnbrautir, fjöldi þeirra hefur stóraukist frá fyrri árum samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Fréttaflutningur rússneskra miðla bendir til þess að helst hafi járnbrautir til hergagnaflutnings orðið fyrir árásum skemmdarvarganna, með þeim afleiðingum að tugir lesta með hergögnum hafa farið af sporinu síðan í febrúar.
Myndir af járnbrautarbrú í Kúrsk fylki Rússlands sem varð fyrir árás 1. maí. Telegram færsla Romans Starovojt, fylkisstjóra Kúrsk sýslu. Rannsóknarnefnd rússneska sambandslýðveldisins tilkynnti samdægurs að gögn bendi til …
Athugasemdir