Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu

Besta göngu­leið til að nálg­ast eld­gos­ið í Mera­döl­um ligg­ur vest­an meg­in hrauns­ins og eft­ir upp­haf­legu gos­göngu­leið­inni. Geng­ið er frá bíla­stæði við Suð­ur­strand­ar­veg. Björg­un­ar­sveit­in Þor­björn send­ir kort af göngu­leið­inni.

Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
Gönguleið að eldgosi Við enda gönguleiðarinnar þegar komið er niður af Fagradalsfjalli. Svæðið á myndinni er þó á skilgreindu svæði þar sem hætta þykir á að nýjar gossprungur opnist. Mynd: Jeremie RICHARD / AFP

Leiðin til að sjá nýja eldgosið í Meradölum liggur eftir sama slóða og var farin upphaflega að eldgosinu í Geldingadölum, eftir svokallaðri leið A frá bílastæði við Suðurstrandarveg. Þegar gengið er að hrauninu sem rann í fyrra í dalverpinu þar sem fyrsti gígurinn opnaðist er síðan sveigt til norðurs og svo til austurs á Fagradalsfjalli allt þar til fólk kemur að Langhóli. 

Björgunarsveitin Þorbjörn mælir með þessari leið í færslu á Facebook, en varar við því að í rangri vindátt, helst austlægri, getur gasmengun lagt yfir leiðina. Hér er lýsing leiðarinnar frá björgunarsveitinni:

„Best er að leggja bílum á bílastæðið við gönguleið A og ganga svo eftir A leiðinni alla leið upp á Fagradalsfjall. Þegar komið er upp á fjallið er haldið eftir sléttunni til norðausturs þar til gosið sést. 

Gangan að nýja hrauninu og gígnum er að lágmarki 7 km aðra leið og hækkunin er um 300m. Það þýðir að heildar gönguferðin getur verið rúmir 14 kílómetrar um nokkuð torfært svæði og eru mjög brattar brekkur í nágrenni gígsins. Gera má ráð fyrir að slík ganga taki 5 til 6 klukkustundir hið minnsta. Gangan að útsýnispalli þar sem gígurinn sést er aðeins styttri eða rétt rúmir 5 km aðra leið.“

GönguleiðinBjörgunarsveitin Þorbjörn mælir með þessari gönguleið að eldgosinu í Meradölum.

Björgunarsveitin mun stika leiðina í kvöld.

Aðrar leiðir eru mögulegar að gosinu. Sjá má leiðir á korti Ferðafélags Íslands sem gefið var út í dag. Athuga ber þó, eins og Stundin fjallar um, að nokkrar líkur eru á því að ný gosop geti opnast, einna helst á kvikuganginum norðaustan við núverandi gossprungu. Gönguleiðin sem liggur austan megin fer yfir líklegan kvikugang og þar getur opnast gosrás með litlum fyrirvara.

Margir fara einnig eftir Langahrygg og horfa á gosið handan hraunsins frá því í fyrra.

Veðurstofa Íslands sendi frá sér kort í dag sem sýnir líklegustu uppkomusvæði nýrra gossprunga. „Nýj­ar gossprung­ur geta opn­ast í næsta ná­grenni eld­stöðvanna með litl­um fyr­ir­vara,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar þar sem er varað við nálægð við hraunjaðarinn. „Gló­andi hraun get­ur fallið úr hraunjaðrin­um og hröð og skyndi­leg fram­hlaup orðið þar sem nýj­ar hrauntung­ur brjót­ast fram úr hraunjaðrin­um með mikl­um hraða sem erfitt er að forðast á hlaup­um.“

Hvar er hætta á nýjum gosopum?Veðurstofan varar við því að nýjar gossprungur geti opnast á svæðinu sem er líklega undir kvikuganginum og er merkt með fjólubláum lit.
Á gönguleiðinniHér sést eldgosið úr fjarlægð en hægt er að fara vestar og sjá það nær. Hanna-Loore Lemmiksoo, Oliver Lemmiksoo and Margit Lemmiksoo frá Eistlandi sitja hér fyrir á mynd.

Hafa ber í huga að aðstæður á leiðinni geta breyst hratt. Þannig rýkur úr jörð skammt ofan við gönguleiðina á Fagradalsfjalli og hefur göngufólk frá því í gær bent á logandi mosa. Vefmyndavél RÚV frá Langahrygg hefur reglulega sýnt frá brunanum þar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

Ráðherrann full bjartsýnn á framkvæmdahraða í Fossvogi
4
FréttirBorgarlína

Ráð­herr­ann full bjart­sýnn á fram­kvæmda­hraða í Foss­vogi

Eyj­ólf­ur Ár­manns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra var ekki al­veg með það á hreinu hvenær Foss­vogs­brú ætti að verða til­bú­in til notk­un­ar þeg­ar hann tók fyrstu skóflu­stungu að henni í dag. Skóflu­stung­an að brúnni, sem á að verða klár ár­ið 2028, mark­ar upp­haf fyrstu verk­fram­kvæmda vegna borg­ar­línu­verk­efn­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
5
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár