Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu

Besta göngu­leið til að nálg­ast eld­gos­ið í Mera­döl­um ligg­ur vest­an meg­in hrauns­ins og eft­ir upp­haf­legu gos­göngu­leið­inni. Geng­ið er frá bíla­stæði við Suð­ur­strand­ar­veg. Björg­un­ar­sveit­in Þor­björn send­ir kort af göngu­leið­inni.

Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
Gönguleið að eldgosi Við enda gönguleiðarinnar þegar komið er niður af Fagradalsfjalli. Svæðið á myndinni er þó á skilgreindu svæði þar sem hætta þykir á að nýjar gossprungur opnist. Mynd: Jeremie RICHARD / AFP

Leiðin til að sjá nýja eldgosið í Meradölum liggur eftir sama slóða og var farin upphaflega að eldgosinu í Geldingadölum, eftir svokallaðri leið A frá bílastæði við Suðurstrandarveg. Þegar gengið er að hrauninu sem rann í fyrra í dalverpinu þar sem fyrsti gígurinn opnaðist er síðan sveigt til norðurs og svo til austurs á Fagradalsfjalli allt þar til fólk kemur að Langhóli. 

Björgunarsveitin Þorbjörn mælir með þessari leið í færslu á Facebook, en varar við því að í rangri vindátt, helst austlægri, getur gasmengun lagt yfir leiðina. Hér er lýsing leiðarinnar frá björgunarsveitinni:

„Best er að leggja bílum á bílastæðið við gönguleið A og ganga svo eftir A leiðinni alla leið upp á Fagradalsfjall. Þegar komið er upp á fjallið er haldið eftir sléttunni til norðausturs þar til gosið sést. 

Gangan að nýja hrauninu og gígnum er að lágmarki 7 km aðra leið og hækkunin er um 300m. Það þýðir að heildar gönguferðin getur verið rúmir 14 kílómetrar um nokkuð torfært svæði og eru mjög brattar brekkur í nágrenni gígsins. Gera má ráð fyrir að slík ganga taki 5 til 6 klukkustundir hið minnsta. Gangan að útsýnispalli þar sem gígurinn sést er aðeins styttri eða rétt rúmir 5 km aðra leið.“

GönguleiðinBjörgunarsveitin Þorbjörn mælir með þessari gönguleið að eldgosinu í Meradölum.

Björgunarsveitin mun stika leiðina í kvöld.

Aðrar leiðir eru mögulegar að gosinu. Sjá má leiðir á korti Ferðafélags Íslands sem gefið var út í dag. Athuga ber þó, eins og Stundin fjallar um, að nokkrar líkur eru á því að ný gosop geti opnast, einna helst á kvikuganginum norðaustan við núverandi gossprungu. Gönguleiðin sem liggur austan megin fer yfir líklegan kvikugang og þar getur opnast gosrás með litlum fyrirvara.

Margir fara einnig eftir Langahrygg og horfa á gosið handan hraunsins frá því í fyrra.

Veðurstofa Íslands sendi frá sér kort í dag sem sýnir líklegustu uppkomusvæði nýrra gossprunga. „Nýj­ar gossprung­ur geta opn­ast í næsta ná­grenni eld­stöðvanna með litl­um fyr­ir­vara,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar þar sem er varað við nálægð við hraunjaðarinn. „Gló­andi hraun get­ur fallið úr hraunjaðrin­um og hröð og skyndi­leg fram­hlaup orðið þar sem nýj­ar hrauntung­ur brjót­ast fram úr hraunjaðrin­um með mikl­um hraða sem erfitt er að forðast á hlaup­um.“

Hvar er hætta á nýjum gosopum?Veðurstofan varar við því að nýjar gossprungur geti opnast á svæðinu sem er líklega undir kvikuganginum og er merkt með fjólubláum lit.
Á gönguleiðinniHér sést eldgosið úr fjarlægð en hægt er að fara vestar og sjá það nær. Hanna-Loore Lemmiksoo, Oliver Lemmiksoo and Margit Lemmiksoo frá Eistlandi sitja hér fyrir á mynd.

Hafa ber í huga að aðstæður á leiðinni geta breyst hratt. Þannig rýkur úr jörð skammt ofan við gönguleiðina á Fagradalsfjalli og hefur göngufólk frá því í gær bent á logandi mosa. Vefmyndavél RÚV frá Langahrygg hefur reglulega sýnt frá brunanum þar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár