Íslandsbanki hagnaðist um 5,9 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi og var hagnaður eigin fjár yfir markmiði bankans. Þetta kemur fram í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri bankans, því fyrsta síðan umdeild sala á 22,5 prósenta hlut í bankanum fór fram.
Afkoman var meiri en á sama ársfjórðungi í fyrra þegar hún nam 5,4 milljörðum króna. Arðsemi eigin fjár bankans var 11,7 prósent á ársgrundvelli, yfir markmiði bankans og spám greiningaraðila. Hreinar vaxtatekjur bankans jukust um 21,8 prósent á milli ára og hreinar þóknunartekjur um 18,1 prósent á milli ára. Alls var hagnaður á fyrri helmingi ársins 11,1 milljarður króna.
„Við Íslandsbankafólk getum svo sannarlega verið ánægð með uppgjör annars ársfjórðungs,“ segir Birna Einarsdóttir bankastjóri í tilkynningu til Kauphallarinnar og nefnir einnig að bankinn hafi verið valinn besti bankinn af alþjóðlega tímaritinu Euromoney. „Verðlaun sem þessi eru okkur ávallt hvatning.“
Greiddi ríkinu 70 milljarða í arð fram að sölu
Íslenska ríkið er nú minnihlutaeigandi …
Athugasemdir