Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Útihátíð, ljós, skuggar og tónlist

Stund­ar­skrá­in næstu vik­urn­ar.

Útihátíð, ljós, skuggar og tónlist

Útihátíð á SPOT 2022 – Greifarnir og Siggi Hlö ásamt DJ Fox

Hvar? Spot, Kópavogi

Hvenær? 30. og 31. júlí

Miðaverð? Annað kvöldið 3.900 kr. Bæði kvöldin 5.500 kr.

Hinir einu sönnu Greifar og eitís plötusnúðurinn og útvarpsmaðurinn Siggi Hlö standa fyrir stórskemmtilegri Útihátíð á SPOT um verslunarmannahelgina. Það eru 14 ár síðan fyrsta útihátíðin á SPOT með Greifunum og Sigga Hlö var haldin og hún orðin fastur liður í lífi margra um verslunarmannahelgina. Síðastliðin tvö ár voru frekar erfið fyrir alla og var nauðsynlegt að hætta við á síðustu stundu bæði árin. Ekki í ár. Það verður stanslaust stuð á böllum laugardags- og sunnudagskvöld og brekkusöngurinn undir styrkri stjórn Bjössa Greifa verður stærri og skemmtilegri en nokkurn tíma áður.

Byrjað verður að spila klukkan 23.00 á laugardagskvöldinu og strax eftir brekkusöng á sunnudagskvöldinu. Greifarnir taka öll sín bestu lög og fleiri góða smelli og Siggi og DJ Fox sjóðheitir í diskóbúrinu. Brekkusöngurinn fer fram á sunnudagskvöldinu í brekkunni fyrir neðan SPOT. Hann byrjar stundvíslega klukkan 22.30. Ekki er selt inn á brekkusönginn.

Ester Jóhannesdóttir │Ljósrými – skuggarými

Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Hvenær? Til 16. ágúst

Ljósrými – skuggarými er yfirskrift ljósmyndasýningar Esterar Jóhannesdóttur í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Með aukinni náttúrulegri birtu verður ljósmyndun auðveldari og aðgengilegri og andstæður verða skýrari eftir því sem myrkrið verður minna. Athöfnin að ljósmynda eða mynda ljós á sér margar birtingarmyndir. Sýningin byggir á yfirstandandi rannsókn Esterar á ljósmyndun í afmörkuðu rými. Hún leitast við að ljósmynda birtu og skugga í innviðum bygginga með náttúrulegri lýsingu, en einnig úti með rafmagnsljósi. Með því vill Ester skoða hvaða áhrif birtan/ljósið, náttúrulegt eða rafmagns, hefur á rýmið og myndina. Í myndunum leikur Ester sér að frumformunum með ljósinu og bilinu á milli þessara andstæðna. Við það verða til abstrakt form og skuggar verða greinilegri í afmörkuðum ramma myndflatarins þar sem hið ljóðræna er aldrei langt undan.

Orgelsumar í Hallgrímskirkju

Hvar? Hallgrímskirkja

Hvenær? Laugardagur 30. júlí kl. 12.

Miðaverð? 2000 kr.

Guðný Einarsdóttir, organisti í Háteigskirkju, og Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmóníkuleikari leika verk fyrir orgel og harmóníku. Á tónleikunum munu alþýðlegur og kirkjulegur hljómur mætast þegar hljóðfærin harmóníka og orgel hljóma saman. Á efnisskránni verður m.a. flutt verkið Ave Maria eftir Astor Piazzolla, íslenskir tangóar, orgelverk eftir Nadiu Boulanger og gamall sænskur sálmur.

Berjadagar tónlistarhátíð 2022

Hvar? Ólafsfjarðarkirkja og Menningarhúsið Tjarnarborg, Ólafsfirði

Hvenær? 29.–31. júlí

Miðaverð? 2.500–8.500 kr.

Berjadagar er tónlistarhátíð sem fram fer um verslunarmannahelgina í Ólafsfirði þegar aðalbláberin fara að taka á sig svartan lit og höfugan ilm. Hátíðin var stofnuð 1999 og er orðin fastur liður í menningarflórunni á Norðurlandi. Á tónlistarhátíðinni koma fram ólíkir hljóðfæraleikarar til að flytja list sína í rýmum sem gera upplifun af tónleikum einstaka. Á nýrri heimasíðu www.berjadagar.is má nálgast miða á glæsilega tónleika hátíðarinnar sem og upplýsingar um listamenn og aðra viðburði. Nýnæmi á Berjadögum í ár er að gestir geta tryggt sér miða á hádegistónleika sem hefjast kl. 13.30 bæði föstudag og laugardag í Ólafsfjarðarkirkju. Einnig verður brunch, skógrækt og listsýning í Pálshúsi! Listrænn stjórnandi Berjadaga er Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari. Frítt er á hátíðina fyrir 18 ára og yngri.

Á mörkum þess tilraunakennda og hefðbundna

Hvar? Gljúfrasteinn

Hvenær? Sunnudaginn 31. júlí kl. 16.

Miðaverð? 3.500 kr.

Raftónlistarkonan Sigrún Jónsdóttir mun syngja og leika eigin lög á stofutónleikum Gljúfrasteins sunnudaginn 31. júlí. Sigrún hefur skapað einstakan hljóðheim og með rödd sinni þræðir hún saman mörk hins tilraunakennda og þess hefðbundna. Sigrún er tónskáld, hljóðfæraleikari, söngvari og tónlistarkennari. Hún nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands á nýmiðlabraut á árunum 2011-2015 og hefur einnig sem hljóðfæraleikari unnið með fjölda ólíkra tónlistarmanna á borð við Sigur Rós, Björk, Sóley, Oprhic Oxtra, Florence and the Machine auk margra annarra. Sigrún steig sín fyrstu skref sem sólólistamaður árið 2016 og hefur síðan þá gefið út fjórar smáskífur, meðal annars plötuna Onælan 2018. Þar má heyra þann tilraunakennda raftónlistarheim sem Sigrún hefur síðan haldið áfram að þróa. 

BERG (IS/DK)

Hvar? Menningarúsið Hof, Akureyri

Hvenær? 13. ágúst kl. 17

Miðaverð? 3.000 kr.

Dansk-íslenski kvartettinn BERG leikur tónlist saxófónleikarans Snæbjörns Snæbjörnssonar. Snæbjörn býr og starfar í Danmörku þar sem hann hefur leitt saman Mathias Ditlev á píanó, Benjamin Kirketerp á bassa auk trommuleikarans Chris Falkenberg úr mismunandi áttum til að skapa þann hljóðheim sem umlykur draumkenndar melódíurnar sem einkenna bandið.  Línuleg sköpun og spuni einkenna þennan kima norræna jazzins og sækir tónlistin innblástur sinn í þjóðlagatónlist og sálma, erlenda sem innlenda. 

BERG gaf út sína fyrstu plötu, A.A.P., í árslok 2020 og hefur platan hlotið mikið lof gagnrýnenda í Danmörku. Platan er „óður heim, hvar sem það kann að vera“ og BERG hlakkar til að leita að nýjum heimum á fyrrum heimkynnum tónskáldsins.

„Mig hefur lengi langað til að koma norður með strákana svo þegar við hófumst handa við að skipuleggja ferðina til að fylgja eftir plötunni var Akureyri efst á lista,“ segir Snæbjörn. „Það er ákveðin leið að loka hringnum sem hófst fyrir tæpum 4 árum að koma aftur til Íslands með BERG og ég hlakka mikið til að koma norður og spila í Hofi.“

Saga Musica með Valgeiri í Hannesarholti

Hvar? Hannesarholt

Hvenær? 13. ágúst kl. 16

Miðaverð? 7.000 kr.

„Allt frá því að ég sigldi með Víkingaskipinu Gaia fyrir 30 árum hefur landnámstíminn verið mér hugleikinn,“ segir Valgeir Guðjónsson. „Ég vann líka í um tvö ár í Washington DC við gerð efnis og þar á meðal við myndina um Leif Eiríksson sem sýnd var á menningarstöðvunum PBS og Discovery. Ég sótti svo í mig veðrið eftir að við settumst að á Eyrarbakka við laga- og textasmíðar sem hafa skírskotun í andrúmsloft og atburði Íslendingasagna. Víkingatíminn hefur nú orðið mikið aðdráttarafl víða um heim og því skrifaði ég textana á ensku til að mæta fleiri áheyrendum. Ég er enn að semja og bálkur minn spannar nú um 40 lög og texta. Sagnatónleikarnir í Hannesarholti þann 13. ágúst verða með ljúfu sniði; við Ásta Kristrún verðum saman með stuttar frásagnir á milli laga. Við munum leita eftir tengingu áheyrenda við það sem kemur upp í hug þeirra við flutning laganna á milli laga og í lokin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár