Fyrri aukaspurning:
Hvað heitir jurtin hér á miðri mynd?
***
Aðalspurningar:
1. Hún hét aðalhlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Pressa fyrir rúmum áratug. Nú síðast lék hún aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttaröðinni Vitjanir. Hvað heitir hún?
2. Þú vínviður hreini nefndist bók sem kom út 1931. Ári seinna kom út bókin Fuglinn í fjörunni. Hvað nefnast bækurnar í sameiningu?
3. Hún sló í gegn með skáldsögunni Leigjandanum og nokkrum áhrifamiklum smásögum. Svo skrifaði hún leikrit en vakti mesta athygli á síðari hluta ferilsins fyrir skáldsöguna Gunnlaðarsögu. Hvað hét hún?
4. Hvað heitir höfuðborg Írans?
5. Íran samsvarar svona nokkurn veginn hvaða ríki til forna?
6. Þegar hann fæddist árið 1935 hét hann Lhamo Thondup. Síðan hefur hann gengið undir ýmsum nöfnum. En undir hvaða heiti er hann þekktastur?
7. Pete Best hefur verið í nokkrum hljómsveitum um ævina, nú síðast Pete Best Band. En hver er frægasta hljómsveitin sem hann hefur verið í?
8. Hvað hét fyrsti biskupinn í Skálholti?
9. Og hvenær settist hann í embætti? Hér má muna 15 árum til eða frá.
10. En hvað hét fyrsti biskupinn að Hólum?
***
Seinni aukaspurning:
Þessi mynd prýddi umslag plötu sem kom út fyrir 11 árum. Hver gaf út þá plötu?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Sara Dögg.
2. Salka Valka.
3. Svava Jakobsdóttir.
4. Teheran.
5. Persíu.
6. Dalai Lama.
7. Bítlunum.
8. Ísleifur Gissurarson.
9. 1056 — svo rétt má vera allt frá 1041 til 1071.
10. Jón Ögmundsson.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er brönugras.
Á neðri myndinni er myndin sem prýddi umslag plötunnar 21 með Adele.
Athugasemdir