Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

826. spurningaþraut: Þrjár spurningar um biskupa, er það nóg?

826. spurningaþraut: Þrjár spurningar um biskupa, er það nóg?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir jurtin hér á miðri mynd?

***

Aðalspurningar:

1.  Hún hét aðalhlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Pressa fyrir rúmum áratug. Nú síðast lék hún aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttaröðinni Vitjanir. Hvað heitir hún?

2.  Þú vínviður hreini nefndist bók sem kom út 1931. Ári seinna kom út bókin Fuglinn í fjörunni. Hvað nefnast bækurnar í sameiningu?

3.  Hún sló í gegn með skáldsögunni Leigjandanum og nokkrum áhrifamiklum smásögum. Svo skrifaði hún leikrit en vakti mesta athygli á síðari hluta ferilsins fyrir skáldsöguna Gunnlaðarsögu. Hvað hét hún?

4.  Hvað heitir höfuðborg Írans?

5.  Íran samsvarar svona nokkurn veginn hvaða ríki til forna?

6.  Þegar hann fæddist árið 1935 hét hann Lhamo Thondup. Síðan hefur hann gengið undir ýmsum nöfnum. En undir hvaða heiti er hann þekktastur?

7.  Pete Best hefur verið í nokkrum hljómsveitum um ævina, nú síðast Pete Best Band. En hver er frægasta hljómsveitin sem hann hefur verið í? 

8.  Hvað hét fyrsti biskupinn í Skálholti?

9.  Og hvenær settist hann í embætti? Hér má muna 15 árum til eða frá.

10.  En hvað hét fyrsti biskupinn að Hólum?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi mynd prýddi umslag plötu sem kom út fyrir 11 árum. Hver gaf út þá plötu?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sara Dögg.

2.  Salka Valka.

3.  Svava Jakobsdóttir.

4.  Teheran.

5. Persíu.

6.  Dalai Lama.

7.  Bítlunum.

8.  Ísleifur Gissurarson.

9.  1056 — svo rétt má vera allt frá 1041 til 1071.

10.  Jón Ögmundsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er brönugras.

Á neðri myndinni er myndin sem prýddi umslag plötunnar 21 með Adele.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
5
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“
Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
6
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár