Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

825. spurningaþraut: Hér er í boði sérstakt Guðjohnsen-stig!

825. spurningaþraut: Hér er í boði sérstakt Guðjohnsen-stig!

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir rithöfundurinn sem virðir hér fyrir sér nokkrar bóka sinna?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða heimsálfu eru ríkin Palau og Nauru?

2.  Íslenskur lögfræðingur og dómari í landsyfirrétti, fæddur 1762, dáinn 1833. Beitti sér mjög í bókaútgáfu og allskonar þjóðþrifamálum, frjálslyndur skynsemishyggjumaður og að mörgu leyti andlit upplýsingarinnar á Íslandi. Hvað hét hann?

3.  Hver leikstýrði kvikmyndinni Jaws um stóran mannætuhákarl?

4.  Hvað heitir sjónvarpskokkurinn sem er kunnur fyrir litríka raunveruleikaþætti um matreiðslu eins og Hell's Kitchen, Kitchen Nightmares og fleiri?

5.  Árið 1937 sendi Disney-fyrirtækið frá sér fyrstu teiknimynd sögunnar í fullri lengd. Hver var aðalpersóna myndarinnar sem hún hét jafnframt eftir?

6.  Hvaða strengjahljóðfæri hefur — í sinni klassísku mynd — 47 strengi?

7.  Sylvia Plath var listakona sem dó fyrir aldur fram 1963. Hvaða listgrein fékkst hún við?

8.  Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir heitir ungur þingmaður sem kom inn á þing í Suðurkjördæmi í fyrra. Hún er lögfræðingur að mennt og er þriðji þingmaður síns flokks í kjördæminu. Hvaða flokkur er það?

9.  Hún er kvikmyndastjarna, fædd 1966, móðir hennar ensk en faðir hennar svartur Bandaríkjamaður og 2002 varð hún fyrsta og hingað til eina konan af svörtum eða blönduðum uppruna til að vinna Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki. Það var fyrir myndina Monster's Ball. Sama ár lék hún Bond-stúlkuna Jinx í Die Another Day og hefur fengist við margt og mikið, þótt ívið minna hafi borið á henni síðustu árin en fyrst eftir aldamót. Hvað heitir hún? 

10.  Tveir synir Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur eru byrjaðir að spila með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og sá þriðji er farinn að leika með ungmennaliðunum. Nefnið tvo af þessum þremur efnispiltum — eitt skírnarnafn dugar í hverju tilfelli. Ef þið hafið alla þrjá rétt, megiði sæma ykkur sérstöku Guðjohnsen-stigi!

***

Seinni aukaspurning:

Hvað nefndist þetta söngtríó sem naut gríðarlega vinsælda um miðjan sjöunda áratug og lengi síðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Eyjaálfu.

2.  Magnús Stephensen.

3.  Steven Spielberg.

4.  Gordon Ramsey.

5.  Mjallhvít.

6.  Harpa.

7.  Skáldskap.

8.  Framsóknarflokkurinn.

9.  Halle Berry.

Halle Berry

10.  Þeir heita Sveinn Aron, Andri Lucas og Daníel Tristan. Hér duga Sveinn, Andri og Daníel.

***

Svör við aukaspurningum:

Á fyrri myndinni er Agatha Christie.

Á neðri myndinni er söngflokkurinn Supremes (með Diönu Ross í broddi fylkingar).

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár