Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

825. spurningaþraut: Hér er í boði sérstakt Guðjohnsen-stig!

825. spurningaþraut: Hér er í boði sérstakt Guðjohnsen-stig!

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir rithöfundurinn sem virðir hér fyrir sér nokkrar bóka sinna?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða heimsálfu eru ríkin Palau og Nauru?

2.  Íslenskur lögfræðingur og dómari í landsyfirrétti, fæddur 1762, dáinn 1833. Beitti sér mjög í bókaútgáfu og allskonar þjóðþrifamálum, frjálslyndur skynsemishyggjumaður og að mörgu leyti andlit upplýsingarinnar á Íslandi. Hvað hét hann?

3.  Hver leikstýrði kvikmyndinni Jaws um stóran mannætuhákarl?

4.  Hvað heitir sjónvarpskokkurinn sem er kunnur fyrir litríka raunveruleikaþætti um matreiðslu eins og Hell's Kitchen, Kitchen Nightmares og fleiri?

5.  Árið 1937 sendi Disney-fyrirtækið frá sér fyrstu teiknimynd sögunnar í fullri lengd. Hver var aðalpersóna myndarinnar sem hún hét jafnframt eftir?

6.  Hvaða strengjahljóðfæri hefur — í sinni klassísku mynd — 47 strengi?

7.  Sylvia Plath var listakona sem dó fyrir aldur fram 1963. Hvaða listgrein fékkst hún við?

8.  Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir heitir ungur þingmaður sem kom inn á þing í Suðurkjördæmi í fyrra. Hún er lögfræðingur að mennt og er þriðji þingmaður síns flokks í kjördæminu. Hvaða flokkur er það?

9.  Hún er kvikmyndastjarna, fædd 1966, móðir hennar ensk en faðir hennar svartur Bandaríkjamaður og 2002 varð hún fyrsta og hingað til eina konan af svörtum eða blönduðum uppruna til að vinna Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki. Það var fyrir myndina Monster's Ball. Sama ár lék hún Bond-stúlkuna Jinx í Die Another Day og hefur fengist við margt og mikið, þótt ívið minna hafi borið á henni síðustu árin en fyrst eftir aldamót. Hvað heitir hún? 

10.  Tveir synir Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur eru byrjaðir að spila með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og sá þriðji er farinn að leika með ungmennaliðunum. Nefnið tvo af þessum þremur efnispiltum — eitt skírnarnafn dugar í hverju tilfelli. Ef þið hafið alla þrjá rétt, megiði sæma ykkur sérstöku Guðjohnsen-stigi!

***

Seinni aukaspurning:

Hvað nefndist þetta söngtríó sem naut gríðarlega vinsælda um miðjan sjöunda áratug og lengi síðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Eyjaálfu.

2.  Magnús Stephensen.

3.  Steven Spielberg.

4.  Gordon Ramsey.

5.  Mjallhvít.

6.  Harpa.

7.  Skáldskap.

8.  Framsóknarflokkurinn.

9.  Halle Berry.

Halle Berry

10.  Þeir heita Sveinn Aron, Andri Lucas og Daníel Tristan. Hér duga Sveinn, Andri og Daníel.

***

Svör við aukaspurningum:

Á fyrri myndinni er Agatha Christie.

Á neðri myndinni er söngflokkurinn Supremes (með Diönu Ross í broddi fylkingar).

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár