Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

825. spurningaþraut: Hér er í boði sérstakt Guðjohnsen-stig!

825. spurningaþraut: Hér er í boði sérstakt Guðjohnsen-stig!

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir rithöfundurinn sem virðir hér fyrir sér nokkrar bóka sinna?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða heimsálfu eru ríkin Palau og Nauru?

2.  Íslenskur lögfræðingur og dómari í landsyfirrétti, fæddur 1762, dáinn 1833. Beitti sér mjög í bókaútgáfu og allskonar þjóðþrifamálum, frjálslyndur skynsemishyggjumaður og að mörgu leyti andlit upplýsingarinnar á Íslandi. Hvað hét hann?

3.  Hver leikstýrði kvikmyndinni Jaws um stóran mannætuhákarl?

4.  Hvað heitir sjónvarpskokkurinn sem er kunnur fyrir litríka raunveruleikaþætti um matreiðslu eins og Hell's Kitchen, Kitchen Nightmares og fleiri?

5.  Árið 1937 sendi Disney-fyrirtækið frá sér fyrstu teiknimynd sögunnar í fullri lengd. Hver var aðalpersóna myndarinnar sem hún hét jafnframt eftir?

6.  Hvaða strengjahljóðfæri hefur — í sinni klassísku mynd — 47 strengi?

7.  Sylvia Plath var listakona sem dó fyrir aldur fram 1963. Hvaða listgrein fékkst hún við?

8.  Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir heitir ungur þingmaður sem kom inn á þing í Suðurkjördæmi í fyrra. Hún er lögfræðingur að mennt og er þriðji þingmaður síns flokks í kjördæminu. Hvaða flokkur er það?

9.  Hún er kvikmyndastjarna, fædd 1966, móðir hennar ensk en faðir hennar svartur Bandaríkjamaður og 2002 varð hún fyrsta og hingað til eina konan af svörtum eða blönduðum uppruna til að vinna Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki. Það var fyrir myndina Monster's Ball. Sama ár lék hún Bond-stúlkuna Jinx í Die Another Day og hefur fengist við margt og mikið, þótt ívið minna hafi borið á henni síðustu árin en fyrst eftir aldamót. Hvað heitir hún? 

10.  Tveir synir Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur eru byrjaðir að spila með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og sá þriðji er farinn að leika með ungmennaliðunum. Nefnið tvo af þessum þremur efnispiltum — eitt skírnarnafn dugar í hverju tilfelli. Ef þið hafið alla þrjá rétt, megiði sæma ykkur sérstöku Guðjohnsen-stigi!

***

Seinni aukaspurning:

Hvað nefndist þetta söngtríó sem naut gríðarlega vinsælda um miðjan sjöunda áratug og lengi síðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Eyjaálfu.

2.  Magnús Stephensen.

3.  Steven Spielberg.

4.  Gordon Ramsey.

5.  Mjallhvít.

6.  Harpa.

7.  Skáldskap.

8.  Framsóknarflokkurinn.

9.  Halle Berry.

Halle Berry

10.  Þeir heita Sveinn Aron, Andri Lucas og Daníel Tristan. Hér duga Sveinn, Andri og Daníel.

***

Svör við aukaspurningum:

Á fyrri myndinni er Agatha Christie.

Á neðri myndinni er söngflokkurinn Supremes (með Diönu Ross í broddi fylkingar).

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár