Fasteignamat þekktra lúxuseigna sem nafntogaðir auðmenn hafa keypt og selt á undanförnum árum er mun lægra en það kaupverð sem fékkst fyrir eignirnar. Í sumum tilvikum er munurinn svo mikill að eigandi slíkrar lúxuseignar greiðir hundruðum þúsunda króna minna í fasteignaskatt á ári en ef miðað væri við kaupverðið.
Þannig eru tvær eignir sem Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, hefur selt á undanförnum árum metnar á 381 milljón króna lægri upphæð í fasteignaskrá en fékkst fyrir þær þegar hann seldi þær á markaði. Þá keypti Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir íbúð við Austurhöfn Reykjavíkur á dögunum fyrir 310 milljónir króna. Íbúðin hafði selst á 265 milljónir króna síðasta sumar og þannig hækkað um 17 prósent á einu ári, en fasteignamat næsta árs er engu að síður töluvert lægra en kaupverð fyrri eigenda síðasta sumar.
Stærsta stökk fasteignamats
Tilgangur fasteignamats er að meta gangverð sem ætla má að fasteign hefði í kaupum og …
Athugasemdir