Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ekki bara Innipúki heldur líka stríðnispúki

20 ára af­mæli Inni­púk­ans verð­ur fagn­að með þriggja daga dag­skrá í mið­borg­inni um helg­ina. „Svo get­ur fólk bara far­ið heim til sín og sof­ið í eig­in rúmi,“ seg­ir Ás­geir Guð­munds­son skipu­leggj­andi sem hef­ur óbeit á úti­há­tíð­um.

Ekki bara Innipúki heldur líka stríðnispúki
Frá síðasta Innipúka Þrjú ár eru frá því að Innipúkinn fór síðast fram og við hæfi að hann snúi aftur á 20 ára afmæli sínu. Mynd: Brynjar Snær

„Ég er ekki bara innipúki heldur líka stríðnispúki og þess vegna segi ég að Reykjavík sé aldrei betri en þessa helgi því að fíflin eru farin til Eyja.“ Þetta segir Ásgeir Guðmundsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar Innipúkans sem fram fer nú um verslunarmannahelgina.

Innipúkinn heldur upp á 20 ára afmæli sitt um þessar mundir, en hátíðin fór ekki fram síðustu tvö sumur vegna samkomutakmarkana. „Það er náttúrulega rosaleg gírun í gangi,“ segir Ásgeir. „Þetta er búið að eiga langan aðdraganda. Við þurftum að aflýsa 2020 með dags fyrirvara og fengum sex daga fyrirvara í fyrra. Stefnir ekki í annað en að hátíðin fari fram í ár og verði frábær á sínu tuttugasta aldursári.“

Ásgeir Guðmundsson og Steinþór Helgi ArnsteinssonSkipuleggjendur Innipúkans segjast þakklátir þeim sem stofnuðu hátíðina fyrir 20 árum fyrir að veita Reykvíkingum valkost.

Í þetta sinn fer dagskráin fram frá föstudegi til sunnudags í Gamla bíó og á Röntgen með útisvæði fyrir utan á Ingólfsstrætinu. Fram kemur margt af þekktasta tónlistarfólki landsins, meðal annars Bríet, Reykjavíkurdætur, Snorri Helgason, Inspector Spacetime, Aron Can og Bassi Maraj. Hljómsveitin Bjartar sveiflur lokar svo hátíðinni með sannkallaðri ballstemmningu á sunnudagskvöldinu.

Alltaf gott veður í Reykjavík

Aðspurður um hvaða þýðingu 20 ára afmæli hátíðarinnar hafi fyrir hann segir Ásgeir þakklæti sér efst í huga. „Ég er þeim sem komu að stofnun Innipúkans þakklátur fyrir að hafa gert það, að bjóða Reykvíkingum og innipúkum og þeim sem nenna ekki að vera innan um allan þennan fjölda á tjaldstæðum landsins upp á prógramm og glæða borgina lífi. Ég var það ungur að ég fór ekki á fyrstu hátíðina sem var haldin 2002 í Iðnó. Þar voru Rúnk, Singapore Sling, Dr. Gunni og fleiri sem komu fram.“

„Það verður karnivalstemmning ef veður leyfir“
Ásgeir Guðmundsson
um þversagnakennda útisvæðið á Innipúkanum.

Hann segir hátíðina mikilvæga sem valkost fyrir landsmenn um verslunarmannahelgina og að ekki skemmi fyrir að nú sé hún haldin á nýjum stað. „Gamla bíó er að okkar mati eitt flottasta tónleikahús landsins,“ segir Ásgeir. „Við munum svo loka götunni fyrir utan og vera með hið þversagnakennda útisvæði Innipúkans. Við setjum upp svæði þannig að fólk geti kælt sig á milli tónleika og þar ætlum við að vera með fata- og listamarkað. Ef veðrið verður slæmt, sem það verður ekki því það er alltaf gott veður í Reykjavík, þá færum við markaðina inn í anddyrið á Gamla bíó. Það verður karnivalstemmning ef veður leyfir, en sá eini sem þarf ekki að hafa áhyggjur af veðrinu um verslunarmannahelgina er Innipúkinn, því eins og nafnið ber með sér er okkar tónlistardagskrá innandyra. Svo getur fólk bara farið heim til sín og sofið í eigin rúmi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár