Listaparið Brák og Þórir hafa aðsetur í húsinu Freyjulundi í Eyjafirði. Þegar Hillbilly bar að garði hætti skyndilega píanóleikurinn sem hafði ómað síðan Hillbilly steig út úr bílnum. Þórir gekk út til þess að taka á móti Hillbilly. Litla sumarhátíðin hafði verið auglýst í Freyjulundi þennan dag svo Þórir hélt ef til vill að Hillbilly væri gestur sumarhátíðarinnar. Svo heppilega vildi til að engan gest bar að garði þann tíma sem viðtalið stóð. Það var nefnilega svo margt um að vera í nágrenninu; opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri og í Einkasafninu í Kristnesi svo fátt eitt sé nefnt.
Það voru kræsingar á borðum í Freyjulundi, litríkar skreyttar blómum. Þær litu út fyrir að vera heilsusamlegar, alls konar korn og svoleiðis sem Hillbilly hefur séð í búðum. Brák kallar á Þóri sem var sestur við píanóið aftur. Við ákváðum fljótlega að setjast út fyrir viðtalið. Sólin skein fyrir norðan þennan dag, …
Athugasemdir