Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Spyr hvort starfsfólk Moggans muni mótmæla eða beita vinnustöðvun

Rit­höf­und­ur­inn Andri Snær Magna­son velt­ir fyr­ir sér hvort þol­in­mæði starfs­fólks Morg­un­blaðs­ins fyr­ir rit­stjórn­arp­istl­um sem af­neita lofts­lags­breyt­ing­um sé tak­marka­laus.

Spyr hvort starfsfólk Moggans muni mótmæla eða beita vinnustöðvun
Andri Snær Magnason Rithöfundurinn veltir því upp hvort starfsmenn Morgunblaðsins muni mótmæla skrifum ritstjóra þess. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Hvað lætur fagfólk yfir sig ganga sem vinnur á þessum fjölmiðli?“ Þannig spyr rithöfundurinn Andri Snær Magnason um starfsfólk Morgunblaðsins í Facebook-hópnum Fjölmiðlanördar. Veltir hann því upp hvort starfsfólk blaðsins ræði um að beita vinnustöðvun eða mótmæla með formlegum hætti skrifum ritstjóra þess þar sem hugmyndinni um hamfarahlýnun er hafnað.

Tilefnið er ritstjórnarpistillinn Staksteinar í Morgunblaðinu í dag, en ætla má að þar haldi annar hvor ritstjóra blaðsins, Davíð Oddsson eða Haraldur Johannessen, um penna. Titill pistilsins er „Álfavísindi“ og er hann að uppistöðu tilvitnun í bloggfærslu Páls Vilhjálmssonar, kennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ, um það sem höfundur Staksteina kallar „loftslagstrúna“.

Í pistlinum sem Staksteinar vitna í skrifar Páll að meðalhiti fyrstu 15 daga í júlí hafi verið undir meðaltali og vísar í önnur skrif þess efnis að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu „ýkjusaga“ eins og hann kallar það. „Hamfaraspámennskan er stóriðnaður sem freistar þess að valta yfir þau sannindi að náttúran en ekki maðurinn stjórnar veðrinu,“ skrifar Páll.

Er þetta þvert á samstöðu innan fræðasamfélagsins þess efnis að losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum sé helsta ástæða hlýnun jarðar og þeirra afleiðinga sem hún hefur í för með sér.

„Er þolinmæðin takmarkalaus á meðan heimirinn brennur?“

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem loftslagsbreytingum af mannavöldum er hafnað í ritstjórnarpistlum blaðsins. „Er boðlegt fyrir fagfólk að vinna undir svona stjórn?“ spyr Andri Snær á Facebook. „Er engin umræða innanhúss um að mæta ekki til vinnu og mótmæla þessu formlega? Er þolinmæðin takmarkalaus á meðan heimirinn brennur?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PG
    Páll Gestsson skrifaði
    Má ekki Mogginn hafa skoðun ?
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Leggjum Morgunblaðið í eyði !!
    1
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Er það skoðanafrelsi að halda því fram að 2 sinnum 2 séu fimm? Menn verða að átta sig á því að skoðanafrelsi er ekki ótakmarkað. Þeir sem gegna opinberum störfum bera skyldu til að fara rétt með viðurkenndar staðreyndir. Sama gildir um fjölmiðla. Hlýnun loftslagsins að miklu leyti af mannavöldum er almennt viðurkennd staðreynd og sá sem vill efast um hana verður að færa fram rök studd með vísindalegum aðferðum.
    1
  • Það munar ekki um það
    0
  • Kveikjum eld kveikjum eld kátt hann brennur syngja skátarnir víst ha?
    0
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Það á að vera mál og skoðanafrelsi í landinu.þeir sem efast um þetta hafa fullan rétt til þess. Hér var t.d allt gaddfreðið á hálendinu síðasta vetur og vatnsskortur hjá virkjunum þrátt fyrir hamfarbráðnun jökla þannig að fyrirtæki fengu ekki rafmagn og þurftu að stóla á olíu. Eins er verið að nýta þessa umræðu til að skattleggja allt milli himins og jarðar enn frekar en orðið er ánægðir með það kommarnir sem vinna hjá ríkinu örugglega. Samt er ég persónulega mjög hlyntur orkuskiptunum en þeir sem hafa aðrar skoðanir mega hafa þær fyrir mér skil þá að mörgu leiti. Hljóta að geta sannað þetta betur hvað segja t.d hitatölur síðustu 50 ára.
    -1
    • Valur Bjarnason skrifaði
      Talandi um skatta þá ætla framsokn og sjálfstæðisflokkurinn að leggja ómælda skatta á bifreiðaeigendur í formi veggjalda út um allar koppagrudir. Þeir verða ánægðir með það í fjármálaráðuneytinu, sjallarnir!
      0
  • Jóhanna Harðardóttir skrifaði
    Þöggunin um loftslagsvánna er ótrúlega lífseig, og ekki bara hér heldur um allan heim
    1
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Þeir eru trúir auvaldinu og fasitunum ritstjórarnir á mogganum sem aldrei fyrr .
    Er ekki hagt að skjóta þeim út í geim til að þeir sjai afleðingar aðvaldsins og fasistan á jörðina okkar og allar eiturspuandi verksmijurnar sem mala gull fyrir auvaldið svo þeir geti nú fgerðast um í eikkaþotum sínum sem meinga óskaplega miðað við að kannski ein fjöskilda er um borð .
    Já ,það er ansi lagt lagst til að reina að sanfaera áskrifendur mogganns um að meigun af mannavöldum sé ástaeða hitnunar á jörðini .
    Hvað er þaÐ FYRSTA SEM MAÐUR GERIR EF OF HEITT VARÐUR AF MANNAVÖLDUM Í HÍBÝLUM ÞÍNU ,jÚ ÞÚ LAKAR HITAN OG OPNAR GLUGGA TIL AÐ NÁ JAFNVAGI Á HITANUM .
    Eins er með jörðina ef eingin opnar gluggann hitnar bara meira ,eða hvað.
    Mogginn er í dauðategjunum hvort sem er ,og er ekki bara best að loka sjopuni og loka ritstjórana ínn á kleppi til varnar öðru fólki ,og reina að opna gluggana áður en þáð verður og seint og slökva eldana undir kötlunum sem mala gull fyrir fasistana .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár