Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Spyr hvort starfsfólk Moggans muni mótmæla eða beita vinnustöðvun

Rit­höf­und­ur­inn Andri Snær Magna­son velt­ir fyr­ir sér hvort þol­in­mæði starfs­fólks Morg­un­blaðs­ins fyr­ir rit­stjórn­arp­istl­um sem af­neita lofts­lags­breyt­ing­um sé tak­marka­laus.

Spyr hvort starfsfólk Moggans muni mótmæla eða beita vinnustöðvun
Andri Snær Magnason Rithöfundurinn veltir því upp hvort starfsmenn Morgunblaðsins muni mótmæla skrifum ritstjóra þess. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Hvað lætur fagfólk yfir sig ganga sem vinnur á þessum fjölmiðli?“ Þannig spyr rithöfundurinn Andri Snær Magnason um starfsfólk Morgunblaðsins í Facebook-hópnum Fjölmiðlanördar. Veltir hann því upp hvort starfsfólk blaðsins ræði um að beita vinnustöðvun eða mótmæla með formlegum hætti skrifum ritstjóra þess þar sem hugmyndinni um hamfarahlýnun er hafnað.

Tilefnið er ritstjórnarpistillinn Staksteinar í Morgunblaðinu í dag, en ætla má að þar haldi annar hvor ritstjóra blaðsins, Davíð Oddsson eða Haraldur Johannessen, um penna. Titill pistilsins er „Álfavísindi“ og er hann að uppistöðu tilvitnun í bloggfærslu Páls Vilhjálmssonar, kennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ, um það sem höfundur Staksteina kallar „loftslagstrúna“.

Í pistlinum sem Staksteinar vitna í skrifar Páll að meðalhiti fyrstu 15 daga í júlí hafi verið undir meðaltali og vísar í önnur skrif þess efnis að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu „ýkjusaga“ eins og hann kallar það. „Hamfaraspámennskan er stóriðnaður sem freistar þess að valta yfir þau sannindi að náttúran en ekki maðurinn stjórnar veðrinu,“ skrifar Páll.

Er þetta þvert á samstöðu innan fræðasamfélagsins þess efnis að losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum sé helsta ástæða hlýnun jarðar og þeirra afleiðinga sem hún hefur í för með sér.

„Er þolinmæðin takmarkalaus á meðan heimirinn brennur?“

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem loftslagsbreytingum af mannavöldum er hafnað í ritstjórnarpistlum blaðsins. „Er boðlegt fyrir fagfólk að vinna undir svona stjórn?“ spyr Andri Snær á Facebook. „Er engin umræða innanhúss um að mæta ekki til vinnu og mótmæla þessu formlega? Er þolinmæðin takmarkalaus á meðan heimirinn brennur?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PG
    Páll Gestsson skrifaði
    Má ekki Mogginn hafa skoðun ?
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Leggjum Morgunblaðið í eyði !!
    1
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Er það skoðanafrelsi að halda því fram að 2 sinnum 2 séu fimm? Menn verða að átta sig á því að skoðanafrelsi er ekki ótakmarkað. Þeir sem gegna opinberum störfum bera skyldu til að fara rétt með viðurkenndar staðreyndir. Sama gildir um fjölmiðla. Hlýnun loftslagsins að miklu leyti af mannavöldum er almennt viðurkennd staðreynd og sá sem vill efast um hana verður að færa fram rök studd með vísindalegum aðferðum.
    1
  • Það munar ekki um það
    0
  • Kveikjum eld kveikjum eld kátt hann brennur syngja skátarnir víst ha?
    0
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Það á að vera mál og skoðanafrelsi í landinu.þeir sem efast um þetta hafa fullan rétt til þess. Hér var t.d allt gaddfreðið á hálendinu síðasta vetur og vatnsskortur hjá virkjunum þrátt fyrir hamfarbráðnun jökla þannig að fyrirtæki fengu ekki rafmagn og þurftu að stóla á olíu. Eins er verið að nýta þessa umræðu til að skattleggja allt milli himins og jarðar enn frekar en orðið er ánægðir með það kommarnir sem vinna hjá ríkinu örugglega. Samt er ég persónulega mjög hlyntur orkuskiptunum en þeir sem hafa aðrar skoðanir mega hafa þær fyrir mér skil þá að mörgu leiti. Hljóta að geta sannað þetta betur hvað segja t.d hitatölur síðustu 50 ára.
    -1
    • Valur Bjarnason skrifaði
      Talandi um skatta þá ætla framsokn og sjálfstæðisflokkurinn að leggja ómælda skatta á bifreiðaeigendur í formi veggjalda út um allar koppagrudir. Þeir verða ánægðir með það í fjármálaráðuneytinu, sjallarnir!
      0
  • Jóhanna Harðardóttir skrifaði
    Þöggunin um loftslagsvánna er ótrúlega lífseig, og ekki bara hér heldur um allan heim
    1
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Þeir eru trúir auvaldinu og fasitunum ritstjórarnir á mogganum sem aldrei fyrr .
    Er ekki hagt að skjóta þeim út í geim til að þeir sjai afleðingar aðvaldsins og fasistan á jörðina okkar og allar eiturspuandi verksmijurnar sem mala gull fyrir auvaldið svo þeir geti nú fgerðast um í eikkaþotum sínum sem meinga óskaplega miðað við að kannski ein fjöskilda er um borð .
    Já ,það er ansi lagt lagst til að reina að sanfaera áskrifendur mogganns um að meigun af mannavöldum sé ástaeða hitnunar á jörðini .
    Hvað er þaÐ FYRSTA SEM MAÐUR GERIR EF OF HEITT VARÐUR AF MANNAVÖLDUM Í HÍBÝLUM ÞÍNU ,jÚ ÞÚ LAKAR HITAN OG OPNAR GLUGGA TIL AÐ NÁ JAFNVAGI Á HITANUM .
    Eins er með jörðina ef eingin opnar gluggann hitnar bara meira ,eða hvað.
    Mogginn er í dauðategjunum hvort sem er ,og er ekki bara best að loka sjopuni og loka ritstjórana ínn á kleppi til varnar öðru fólki ,og reina að opna gluggana áður en þáð verður og seint og slökva eldana undir kötlunum sem mala gull fyrir fasistana .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár