Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Spyr hvort starfsfólk Moggans muni mótmæla eða beita vinnustöðvun

Rit­höf­und­ur­inn Andri Snær Magna­son velt­ir fyr­ir sér hvort þol­in­mæði starfs­fólks Morg­un­blaðs­ins fyr­ir rit­stjórn­arp­istl­um sem af­neita lofts­lags­breyt­ing­um sé tak­marka­laus.

Spyr hvort starfsfólk Moggans muni mótmæla eða beita vinnustöðvun
Andri Snær Magnason Rithöfundurinn veltir því upp hvort starfsmenn Morgunblaðsins muni mótmæla skrifum ritstjóra þess. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Hvað lætur fagfólk yfir sig ganga sem vinnur á þessum fjölmiðli?“ Þannig spyr rithöfundurinn Andri Snær Magnason um starfsfólk Morgunblaðsins í Facebook-hópnum Fjölmiðlanördar. Veltir hann því upp hvort starfsfólk blaðsins ræði um að beita vinnustöðvun eða mótmæla með formlegum hætti skrifum ritstjóra þess þar sem hugmyndinni um hamfarahlýnun er hafnað.

Tilefnið er ritstjórnarpistillinn Staksteinar í Morgunblaðinu í dag, en ætla má að þar haldi annar hvor ritstjóra blaðsins, Davíð Oddsson eða Haraldur Johannessen, um penna. Titill pistilsins er „Álfavísindi“ og er hann að uppistöðu tilvitnun í bloggfærslu Páls Vilhjálmssonar, kennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ, um það sem höfundur Staksteina kallar „loftslagstrúna“.

Í pistlinum sem Staksteinar vitna í skrifar Páll að meðalhiti fyrstu 15 daga í júlí hafi verið undir meðaltali og vísar í önnur skrif þess efnis að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu „ýkjusaga“ eins og hann kallar það. „Hamfaraspámennskan er stóriðnaður sem freistar þess að valta yfir þau sannindi að náttúran en ekki maðurinn stjórnar veðrinu,“ skrifar Páll.

Er þetta þvert á samstöðu innan fræðasamfélagsins þess efnis að losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum sé helsta ástæða hlýnun jarðar og þeirra afleiðinga sem hún hefur í för með sér.

„Er þolinmæðin takmarkalaus á meðan heimirinn brennur?“

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem loftslagsbreytingum af mannavöldum er hafnað í ritstjórnarpistlum blaðsins. „Er boðlegt fyrir fagfólk að vinna undir svona stjórn?“ spyr Andri Snær á Facebook. „Er engin umræða innanhúss um að mæta ekki til vinnu og mótmæla þessu formlega? Er þolinmæðin takmarkalaus á meðan heimirinn brennur?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PG
    Páll Gestsson skrifaði
    Má ekki Mogginn hafa skoðun ?
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Leggjum Morgunblaðið í eyði !!
    1
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Er það skoðanafrelsi að halda því fram að 2 sinnum 2 séu fimm? Menn verða að átta sig á því að skoðanafrelsi er ekki ótakmarkað. Þeir sem gegna opinberum störfum bera skyldu til að fara rétt með viðurkenndar staðreyndir. Sama gildir um fjölmiðla. Hlýnun loftslagsins að miklu leyti af mannavöldum er almennt viðurkennd staðreynd og sá sem vill efast um hana verður að færa fram rök studd með vísindalegum aðferðum.
    1
  • Það munar ekki um það
    0
  • Kveikjum eld kveikjum eld kátt hann brennur syngja skátarnir víst ha?
    0
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Það á að vera mál og skoðanafrelsi í landinu.þeir sem efast um þetta hafa fullan rétt til þess. Hér var t.d allt gaddfreðið á hálendinu síðasta vetur og vatnsskortur hjá virkjunum þrátt fyrir hamfarbráðnun jökla þannig að fyrirtæki fengu ekki rafmagn og þurftu að stóla á olíu. Eins er verið að nýta þessa umræðu til að skattleggja allt milli himins og jarðar enn frekar en orðið er ánægðir með það kommarnir sem vinna hjá ríkinu örugglega. Samt er ég persónulega mjög hlyntur orkuskiptunum en þeir sem hafa aðrar skoðanir mega hafa þær fyrir mér skil þá að mörgu leiti. Hljóta að geta sannað þetta betur hvað segja t.d hitatölur síðustu 50 ára.
    -1
    • Valur Bjarnason skrifaði
      Talandi um skatta þá ætla framsokn og sjálfstæðisflokkurinn að leggja ómælda skatta á bifreiðaeigendur í formi veggjalda út um allar koppagrudir. Þeir verða ánægðir með það í fjármálaráðuneytinu, sjallarnir!
      0
  • Jóhanna Harðardóttir skrifaði
    Þöggunin um loftslagsvánna er ótrúlega lífseig, og ekki bara hér heldur um allan heim
    1
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Þeir eru trúir auvaldinu og fasitunum ritstjórarnir á mogganum sem aldrei fyrr .
    Er ekki hagt að skjóta þeim út í geim til að þeir sjai afleðingar aðvaldsins og fasistan á jörðina okkar og allar eiturspuandi verksmijurnar sem mala gull fyrir auvaldið svo þeir geti nú fgerðast um í eikkaþotum sínum sem meinga óskaplega miðað við að kannski ein fjöskilda er um borð .
    Já ,það er ansi lagt lagst til að reina að sanfaera áskrifendur mogganns um að meigun af mannavöldum sé ástaeða hitnunar á jörðini .
    Hvað er þaÐ FYRSTA SEM MAÐUR GERIR EF OF HEITT VARÐUR AF MANNAVÖLDUM Í HÍBÝLUM ÞÍNU ,jÚ ÞÚ LAKAR HITAN OG OPNAR GLUGGA TIL AÐ NÁ JAFNVAGI Á HITANUM .
    Eins er með jörðina ef eingin opnar gluggann hitnar bara meira ,eða hvað.
    Mogginn er í dauðategjunum hvort sem er ,og er ekki bara best að loka sjopuni og loka ritstjórana ínn á kleppi til varnar öðru fólki ,og reina að opna gluggana áður en þáð verður og seint og slökva eldana undir kötlunum sem mala gull fyrir fasistana .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár