Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Gagnrýna launahækkun forstjóra Orkuveitunnar

Laun Bjarna Bjarna­son­ar, for­stjóra OR, hækka aft­ur­virkt og eru kom­in yf­ir 3 millj­ón­ir króna á mán­uði. Borg­ar­full­trú­ar Sósí­al­ista­flokks og Flokks fólks­ins leggj­ast gegn hækk­un­inni.

Gagnrýna launahækkun forstjóra Orkuveitunnar
Mótmæla launahækkun forstjórans Borgarfulltrúarnir Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir segja laun forstjóra Orkuveitunnar of há.

Laun forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur eru í „engum takti við veruleikann“ að sögn borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins og „út úr öllu korti“ að mati Flokks fólksins. Tillaga um hækkun á launum Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, var samþykkt á fundi stjórnar OR 27. júní síðastliðinn og var rædd á fundi borgarráðs í gær.

Laun Bjarna hækka um 5,5 prósent afturvirkt frá 1. janúar þessa árs. Stjórn OR samþykkti tillögu starfskjaranefndar um hækkunina, en Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sat hjá. Mánaðarlaun Bjarna eru nú yfir 3 milljónir króna og fær hann 1,2 milljónir greiddar aftur í tímann þar sem hækkunin tók gildi í byrjun árs.

Bjarni BjarnasonForstjóri Orkuveitunnar fær 1,2 milljónir vegna afturvirkrar hækkunar launa sinna frá byrjun árs.

Fundargerð stjórnarfundar OR var rædd í borgarráði í gær. „Á meðan að manneskjur á lágmarkslaunum og undir því eiga ekki fyrir mat út mánuðinn er verið að hækka laun forstjóra sem er á ofurlaunum,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokksins, þeirra Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Trausta Breiðfjörð Magnússonar varafulltrúa. „Það er ljóst að launastefna borgarinnar og fyrirtækja í eigu hennar er í engu takti við veruleikann, þar sem launabilið á milli þeirra hæst launuðu og lægst launuðu er gríðarlegt í því stéttskipta samfélagi sem við búum í.“

„Þeir eru í höfrungahlaupi hver við annan og hækka á víxl í launum“

Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, lagði einnig fram bókun vegna málsins. „Flokki fólksins finnst þessi laun vera út úr öllu korti. Allir vita hvaða ástand ríkir nú í samfélaginu. Verðbólga hefur ekki verið eins há síðan fyrir hrun. Þurfa ekki forstjórar að axla einhverja ábyrgð eða eru þeir undanþegnir ábyrgð sem öðrum er gert að axla? Það er ekkert lögmál að forstjórar eigi að vera á ofurlaunum. Rökin fyrir svo háum launum forstjóra eru oft á þá leið að þeir séu að standa sig svo vel í starfi. Þetta eru undarleg rök, eins og það sé ekki beinlínis sjálfgefið að forstjóri standi sig vel. Forstjórar orkufyrirtækja eru sárafáir en þeir eru í höfrungahlaupi hver við annan og hækka á víxl í launum,“ sagði í bókun Kolbrúnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÖI
    Örn Ingólfsson skrifaði
    Því miður getur almenningur ekki gert afturkræfa kröfu á Íslenska óríkið! Þeir sem hafa varla á milli hnífs og skeiðar eru skattpíndir í botn, með hjálp en þeir sem hafa ofurlaun þá skekkir það allar tölur sem Hagstofa ofl birta um lífskjör almennings með laun undir 450 þúsundum á mánuði fyrir skatt, því sannleikurinn kemur ekki í ljós! 800-1200 manns í skoðanakönnunum sem Á að vera úrtak er ekki marktækt! Hátekjuskatturinn, veiðigjöldin? Lækkað að beiðni ofureignafólks og ofureignakvótakerlinga og karla! Nú það má víst ekki hrófla við? En það verður fróðlegt í haust þegar að kjarabarátta almennings fer af stað, þá fyrir utan BSRB! Því sum félög sömdu um launahækkanir umfram síðustu samninga almennings!
    0
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Sammála!
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Sanna hefði oft getað stutt Kollu í því sem er að í borgini það hefði vakið bæði athygli á flokknum og Sönnu sjálfri.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár