Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Gagnrýna launahækkun forstjóra Orkuveitunnar

Laun Bjarna Bjarna­son­ar, for­stjóra OR, hækka aft­ur­virkt og eru kom­in yf­ir 3 millj­ón­ir króna á mán­uði. Borg­ar­full­trú­ar Sósí­al­ista­flokks og Flokks fólks­ins leggj­ast gegn hækk­un­inni.

Gagnrýna launahækkun forstjóra Orkuveitunnar
Mótmæla launahækkun forstjórans Borgarfulltrúarnir Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir segja laun forstjóra Orkuveitunnar of há.

Laun forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur eru í „engum takti við veruleikann“ að sögn borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins og „út úr öllu korti“ að mati Flokks fólksins. Tillaga um hækkun á launum Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, var samþykkt á fundi stjórnar OR 27. júní síðastliðinn og var rædd á fundi borgarráðs í gær.

Laun Bjarna hækka um 5,5 prósent afturvirkt frá 1. janúar þessa árs. Stjórn OR samþykkti tillögu starfskjaranefndar um hækkunina, en Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sat hjá. Mánaðarlaun Bjarna eru nú yfir 3 milljónir króna og fær hann 1,2 milljónir greiddar aftur í tímann þar sem hækkunin tók gildi í byrjun árs.

Bjarni BjarnasonForstjóri Orkuveitunnar fær 1,2 milljónir vegna afturvirkrar hækkunar launa sinna frá byrjun árs.

Fundargerð stjórnarfundar OR var rædd í borgarráði í gær. „Á meðan að manneskjur á lágmarkslaunum og undir því eiga ekki fyrir mat út mánuðinn er verið að hækka laun forstjóra sem er á ofurlaunum,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokksins, þeirra Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Trausta Breiðfjörð Magnússonar varafulltrúa. „Það er ljóst að launastefna borgarinnar og fyrirtækja í eigu hennar er í engu takti við veruleikann, þar sem launabilið á milli þeirra hæst launuðu og lægst launuðu er gríðarlegt í því stéttskipta samfélagi sem við búum í.“

„Þeir eru í höfrungahlaupi hver við annan og hækka á víxl í launum“

Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, lagði einnig fram bókun vegna málsins. „Flokki fólksins finnst þessi laun vera út úr öllu korti. Allir vita hvaða ástand ríkir nú í samfélaginu. Verðbólga hefur ekki verið eins há síðan fyrir hrun. Þurfa ekki forstjórar að axla einhverja ábyrgð eða eru þeir undanþegnir ábyrgð sem öðrum er gert að axla? Það er ekkert lögmál að forstjórar eigi að vera á ofurlaunum. Rökin fyrir svo háum launum forstjóra eru oft á þá leið að þeir séu að standa sig svo vel í starfi. Þetta eru undarleg rök, eins og það sé ekki beinlínis sjálfgefið að forstjóri standi sig vel. Forstjórar orkufyrirtækja eru sárafáir en þeir eru í höfrungahlaupi hver við annan og hækka á víxl í launum,“ sagði í bókun Kolbrúnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÖI
    Örn Ingólfsson skrifaði
    Því miður getur almenningur ekki gert afturkræfa kröfu á Íslenska óríkið! Þeir sem hafa varla á milli hnífs og skeiðar eru skattpíndir í botn, með hjálp en þeir sem hafa ofurlaun þá skekkir það allar tölur sem Hagstofa ofl birta um lífskjör almennings með laun undir 450 þúsundum á mánuði fyrir skatt, því sannleikurinn kemur ekki í ljós! 800-1200 manns í skoðanakönnunum sem Á að vera úrtak er ekki marktækt! Hátekjuskatturinn, veiðigjöldin? Lækkað að beiðni ofureignafólks og ofureignakvótakerlinga og karla! Nú það má víst ekki hrófla við? En það verður fróðlegt í haust þegar að kjarabarátta almennings fer af stað, þá fyrir utan BSRB! Því sum félög sömdu um launahækkanir umfram síðustu samninga almennings!
    0
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Sammála!
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Sanna hefði oft getað stutt Kollu í því sem er að í borgini það hefði vakið bæði athygli á flokknum og Sönnu sjálfri.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
5
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár