Kínverjar og Rússar hafa átt í ýmsum deilum og skærum í gegnum aldirnar. Í kalda stríðinu virtist Stalín hafa undirtökin og tókst meðal annars að sannfæra Maó um að senda herdeildir til að berjast í Kóreustríðinu, sem kínverski leiðtoginn hafði sagt ráðgjöfum sínum að hann myndi aldrei gera. Maó og Stalín höfðu báðir byggt upp hálfgerð trúarbrögð í kringum eigin persónu og voru sammála í mörgum meginatriðum þrátt fyrir landamæradeilur og annað.
Með fráfalli Stalíns tók við tímabil þar sem Kruschev og aðrir leiðtogar Sovétríkjanna afneituðu arfleifð Stalíns og um leið fór sambandið við Kína að versna verulega og ríkin voru óvinveitt hvort öðru. Leiðtogar beggja ríkja töldu sig hafa höndlað sannleikann um hinn eina rétta veg að því að koma á raunverulegum sósíalisma eða kommúnisma.
Skemmst er frá því að segja að eftir lok kalda stríðsins hafa samskiptin batnað umtalsvert. Sovétríkin eru ekki lengur til, Rússland virðist vera …
Athugasemdir