Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

815. spurningaþraut: Stór hluti Jarðar er hulinn vatni, já, en hve stór?

815. spurningaþraut: Stór hluti Jarðar er hulinn vatni, já, en hve stór?

Fyrri aukaspurning:

Skjáskot þetta er úr fyrsta þætti sjónvarpsseríu sem gekk við heilmiklar vinsældir á fyrsta áratug aldarinnar. Hvað nefndist hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða heimsálfu eru flest sjálfstæð og fullvalda ríki?

2.  En í hvaða heimsálfu eru þau næstflest?

3.  Hver er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna?

4.  Um það bil hve stóri hluti af yfirborði Jarðar er hulinn vatni og sjó? Er það 41 prósent, 51 prósent, 61 prósent, 71 prósent eða 81 prósent?

5.  Ef menn spila golf og ná að fara eina holu 3 höggum undir pari, hvað kallast það þá? Er það skolli, fugl, örn eða albatross?

6.  Þorsteinn Halldórsson hefur verið í sviðsljósinu undanfarnar vikur. Hvers vegna?

7.  Hvaða dýr í veröldinni eru nánustu núlifandi ættingjar úlfalda og kameldýra?

8.  Nöfn sem byrja á Ö eru fremur sjaldgæf á Íslandi, er óhætt að segja. Aðeins tveir einstaklingar með Ö sem fyrsta staf hafa til dæmis verið kjörnir á Alþingi Íslendinga, bæði fyrr og síðar. Hverjir eru þessir einstaklingar? (Tveir varaþingmenn teljast ekki með.) 

9.  Enn erum við á þingi: Fyrir hvaða flokk situr Ásthildur Lóa Þórsdóttir nú á þingi í Suðurkjördæmi?

10.  Söngkona, þá rétt rúmlega tvítug, var valin bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2019. Hver var hún?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Afríku.

2.  Asíu.

3.  4. júlí.

4.  71 prósent.

5.  Albatross.

6.  Hann er þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins í kvennaflokki.

7.  Lamadýr (og skyldar tegundir) í Suður-Ameríku.

8.  Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson

9.  Flokk fólksins.

10.  GDRN, Guðrún Ýr.

***

Svör við aukaspurningum:

Sjónvarpsþættirnir hétu Lost.

Konan hét Bette Davis og var kvikmyndaleikari.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
4
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár