Fyrri aukaspurning:
Skjáskot þetta er úr fyrsta þætti sjónvarpsseríu sem gekk við heilmiklar vinsældir á fyrsta áratug aldarinnar. Hvað nefndist hún?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða heimsálfu eru flest sjálfstæð og fullvalda ríki?
2. En í hvaða heimsálfu eru þau næstflest?
3. Hver er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna?
4. Um það bil hve stóri hluti af yfirborði Jarðar er hulinn vatni og sjó? Er það 41 prósent, 51 prósent, 61 prósent, 71 prósent eða 81 prósent?
5. Ef menn spila golf og ná að fara eina holu 3 höggum undir pari, hvað kallast það þá? Er það skolli, fugl, örn eða albatross?
6. Þorsteinn Halldórsson hefur verið í sviðsljósinu undanfarnar vikur. Hvers vegna?
7. Hvaða dýr í veröldinni eru nánustu núlifandi ættingjar úlfalda og kameldýra?
8. Nöfn sem byrja á Ö eru fremur sjaldgæf á Íslandi, er óhætt að segja. Aðeins tveir einstaklingar með Ö sem fyrsta staf hafa til dæmis verið kjörnir á Alþingi Íslendinga, bæði fyrr og síðar. Hverjir eru þessir einstaklingar? (Tveir varaþingmenn teljast ekki með.)
9. Enn erum við á þingi: Fyrir hvaða flokk situr Ásthildur Lóa Þórsdóttir nú á þingi í Suðurkjördæmi?
10. Söngkona, þá rétt rúmlega tvítug, var valin bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2019. Hver var hún?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er konan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Afríku.
2. Asíu.
3. 4. júlí.
4. 71 prósent.
5. Albatross.
6. Hann er þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins í kvennaflokki.
7. Lamadýr (og skyldar tegundir) í Suður-Ameríku.
8. Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson
9. Flokk fólksins.
10. GDRN, Guðrún Ýr.
***
Svör við aukaspurningum:
Sjónvarpsþættirnir hétu Lost.
Konan hét Bette Davis og var kvikmyndaleikari.
Athugasemdir