Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

815. spurningaþraut: Stór hluti Jarðar er hulinn vatni, já, en hve stór?

815. spurningaþraut: Stór hluti Jarðar er hulinn vatni, já, en hve stór?

Fyrri aukaspurning:

Skjáskot þetta er úr fyrsta þætti sjónvarpsseríu sem gekk við heilmiklar vinsældir á fyrsta áratug aldarinnar. Hvað nefndist hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða heimsálfu eru flest sjálfstæð og fullvalda ríki?

2.  En í hvaða heimsálfu eru þau næstflest?

3.  Hver er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna?

4.  Um það bil hve stóri hluti af yfirborði Jarðar er hulinn vatni og sjó? Er það 41 prósent, 51 prósent, 61 prósent, 71 prósent eða 81 prósent?

5.  Ef menn spila golf og ná að fara eina holu 3 höggum undir pari, hvað kallast það þá? Er það skolli, fugl, örn eða albatross?

6.  Þorsteinn Halldórsson hefur verið í sviðsljósinu undanfarnar vikur. Hvers vegna?

7.  Hvaða dýr í veröldinni eru nánustu núlifandi ættingjar úlfalda og kameldýra?

8.  Nöfn sem byrja á Ö eru fremur sjaldgæf á Íslandi, er óhætt að segja. Aðeins tveir einstaklingar með Ö sem fyrsta staf hafa til dæmis verið kjörnir á Alþingi Íslendinga, bæði fyrr og síðar. Hverjir eru þessir einstaklingar? (Tveir varaþingmenn teljast ekki með.) 

9.  Enn erum við á þingi: Fyrir hvaða flokk situr Ásthildur Lóa Þórsdóttir nú á þingi í Suðurkjördæmi?

10.  Söngkona, þá rétt rúmlega tvítug, var valin bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2019. Hver var hún?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Afríku.

2.  Asíu.

3.  4. júlí.

4.  71 prósent.

5.  Albatross.

6.  Hann er þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins í kvennaflokki.

7.  Lamadýr (og skyldar tegundir) í Suður-Ameríku.

8.  Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson

9.  Flokk fólksins.

10.  GDRN, Guðrún Ýr.

***

Svör við aukaspurningum:

Sjónvarpsþættirnir hétu Lost.

Konan hét Bette Davis og var kvikmyndaleikari.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár