Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

815. spurningaþraut: Stór hluti Jarðar er hulinn vatni, já, en hve stór?

815. spurningaþraut: Stór hluti Jarðar er hulinn vatni, já, en hve stór?

Fyrri aukaspurning:

Skjáskot þetta er úr fyrsta þætti sjónvarpsseríu sem gekk við heilmiklar vinsældir á fyrsta áratug aldarinnar. Hvað nefndist hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða heimsálfu eru flest sjálfstæð og fullvalda ríki?

2.  En í hvaða heimsálfu eru þau næstflest?

3.  Hver er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna?

4.  Um það bil hve stóri hluti af yfirborði Jarðar er hulinn vatni og sjó? Er það 41 prósent, 51 prósent, 61 prósent, 71 prósent eða 81 prósent?

5.  Ef menn spila golf og ná að fara eina holu 3 höggum undir pari, hvað kallast það þá? Er það skolli, fugl, örn eða albatross?

6.  Þorsteinn Halldórsson hefur verið í sviðsljósinu undanfarnar vikur. Hvers vegna?

7.  Hvaða dýr í veröldinni eru nánustu núlifandi ættingjar úlfalda og kameldýra?

8.  Nöfn sem byrja á Ö eru fremur sjaldgæf á Íslandi, er óhætt að segja. Aðeins tveir einstaklingar með Ö sem fyrsta staf hafa til dæmis verið kjörnir á Alþingi Íslendinga, bæði fyrr og síðar. Hverjir eru þessir einstaklingar? (Tveir varaþingmenn teljast ekki með.) 

9.  Enn erum við á þingi: Fyrir hvaða flokk situr Ásthildur Lóa Þórsdóttir nú á þingi í Suðurkjördæmi?

10.  Söngkona, þá rétt rúmlega tvítug, var valin bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2019. Hver var hún?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Afríku.

2.  Asíu.

3.  4. júlí.

4.  71 prósent.

5.  Albatross.

6.  Hann er þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins í kvennaflokki.

7.  Lamadýr (og skyldar tegundir) í Suður-Ameríku.

8.  Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson

9.  Flokk fólksins.

10.  GDRN, Guðrún Ýr.

***

Svör við aukaspurningum:

Sjónvarpsþættirnir hétu Lost.

Konan hét Bette Davis og var kvikmyndaleikari.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár