Vilhjálmur Árnason, formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir að hann muni óska eftir því að íslenska sendinefndin, sem fór til Svíþjóðar að rannsaka mikið magn af íslensku plasti sem Stundin fann í og við vöruskemmu í desember síðastliðnum, verði kölluð fyrir nefndina.
„Við munum óska eftir því að þeir aðilar sem komu að þessu máli komi fyrir nefndina og útskýri fyrir okkur málið nákvæmlega“, segir Viljálmur.
Stutt heimsókn sendinefndarinnar
Íslenska sendinefndin sem samanstóð af fulltrúum frá endurvinnslufyrirtækjunum Terra og Íslenska gámafélaginu ásamt fulltrúa frá Úrvinnslusjóði fóru til Svíþjóðar í lok janúar, nokkrum vikum eftir umfjöllun Stundarinnar um plastið í vöruskemmunni. Niðurstaða vettvangsferðar sendinefndarinnar var sú að plastið í vöruhúsinu væri að litlu leyti frá Íslandi, eða eingöngu um 1.5% af öllu því plasti sem er í vöruhúsinu. Þetta var niðurstaða nefndarinnar eftir um 25 til 30 mínútna rannsókn á svæðinu en …
Athugasemdir