Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

813. spurningaþraut: Fugl, flugvél og fyrsta konan á Íslandi

813. spurningaþraut: Fugl, flugvél og fyrsta konan á Íslandi

Fyrri aukaspurning:

Af hvaða tegund er glæsivagninn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Við hvað fékkst Georgi Zhukov (1896-1974) í lífinu?

2.  En Mikhaíl Baryshnikov (fæddur 1948)?

3.  En hvað með Wisłöwu Szymborsku (1923-2012), hvað gerði hún sér til frægðar (og sérstaklega árið 1996)?

4.  Fríða Á. Sigurðardóttir (1940-2010) var kunn fyrir ... hvað?

5.  Hvað heitir nyrsti skagi Danmerkur?

6.  Hvað nefnist stjörnusjónaukinn sem nýlega var tekinn í notkun úti í geimnum og sýnir umheiminn á nákvæmari hátt en nokkru sinni fyrr?

7.  Hvað var þotan Boeing 747 gjarnan nefnd?

8.  Hver er stærsti fugl Íslands samkvæmt öllum venjulegum skilgreiningum?

9.  Kola- og stálbandalag Evrópu var stofnað 1952. Hvað kallast arftaki þess nú?

10.  Hver er fyrsta konan sem heimildir greina frá að hafi stigið á land á Íslandi?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir eyjaklasi sá er hér sést?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Zhukov var hershöfðingi.

2.  Ballettdansari.

3.  Hún var rithöfundur (fékk Nóbelsverðlaun 1996 en ekki er nauðsynlegt að muna það).

4.  Hún var líka rithöfundur.

5.  Skagen.

6.  James Webb.

7.  Júmbó-þota.

8.  Álft.

9.  Evrópusambandið.

10.  Ambátt Náttfara, eins skipverja Garðars Svavarssonar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er vitaskuld Rolls Royce.

Á neðri myndinni eru Orkneyjar norður af Skotlandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár