Fyrri aukaspurning:
Hvað nefnist sú persóna sem sjá má á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða þéttbýlisstaður er næstur Suðursveit?
2. Í hvaða Ameríkulandi heitir höfuðborgin Kingston?
3. Roosevelt hét Bandaríkjaforseti nokkur sem sat að völdum frá 1933 til 1945. Hann bar og notaði tvö skírnarnöfn. Hver voru þau?
4. Eiginkona Roosevelts þessa var litlu síðri skörungur en eiginmaðurinn og var miklu aðsópsmeiri en títt hafði verið um forsetafrúr fram að hennar dögum. Hvað hét hún að skírnarnafni?
5. Síldarvinnslan var að kaupa sér fyrirtæki í Grindavík. Hvað heitir fyrirtækið í Grindavík?
6. En hvar hefur Síldarvinnslan bækistöðvar sínar?
7. Á þeim stað, þar sem Síldarvinnslan hefur bækistöðvar, fæddist verðandi þingmaður á Alþingi Íslendinga 1977 og vann einmitt hjá Síldarvinnslunni í nokkur ár eftir að hafa lokið stúdentsprófi. Þingmaðurinn lauk svo BA-prófi í mannfræði frá HÍ 2002 og því næst meistaraprófi í fötlunarfræði, líka frá HÍ, 2013, og hafði þá í mörg ár sinnt margvíslegum félagsstörfum, ekki síst fyrir örykja. Árið 2014 tók þingmaðurinn sæti á Alþingi og hefur verið þar síðan. Hvað heitir þessi þingmaður?
8. Gyðja ein í norrænni goðafræði hefur það hlutverk að tryggja hinum guðunum eilífa æsku. Til þess hafði hún ávexti sem guðirnir átu af þegar þeir tóku að eldast — en reyndar voru ávextirnir úr gulli. Hvaða ávextir voru þetta?
9. En hvað hét gyðjan?
10. Hvað hét kvikmynd Stuðmanna sem frumsýnd var 1982?
***
Seinni aukaspurning:
Hver hefur hér verið gómaður?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Höfn.
2. Jamaíka.
3. Franklin Delano.
4. Eleanor.
5. Vísir.
6. Neskaupstað.
7. Steinunn Þóra.
8. Epli.
9. Iðunn.
10. Með allt á hreinu.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Cruella de Vil eða Grimmhildur eins og hún er nefnd á íslensku.
Á neðri myndinni er Karl Dönitz, flotaforingi í Hitlers-Þýskalandi og arftaki Hitlers í nokkra daga.
Athugasemdir