Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

812. spurningaþraut: Bandaríkjaforseti og frú hans, þingmaður og fyrirtæki í Grindavík

812. spurningaþraut: Bandaríkjaforseti og frú hans, þingmaður og fyrirtæki í Grindavík

Fyrri aukaspurning:

Hvað nefnist sú persóna sem sjá má á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða þéttbýlisstaður er næstur Suðursveit?

2.  Í hvaða Ameríkulandi heitir höfuðborgin Kingston?

3.  Roosevelt hét Bandaríkjaforseti nokkur sem sat að völdum frá 1933 til 1945. Hann bar og notaði tvö skírnarnöfn. Hver voru þau?

4.  Eiginkona Roosevelts þessa var litlu síðri skörungur en eiginmaðurinn og var miklu aðsópsmeiri en títt hafði verið um forsetafrúr fram að hennar dögum. Hvað hét hún að skírnarnafni?

5.  Síldarvinnslan var að kaupa sér fyrirtæki í Grindavík. Hvað heitir fyrirtækið í Grindavík?

6.  En hvar hefur Síldarvinnslan bækistöðvar sínar?

7.  Á þeim stað, þar sem Síldarvinnslan hefur bækistöðvar, fæddist verðandi þingmaður á Alþingi Íslendinga 1977 og vann einmitt hjá Síldarvinnslunni í nokkur ár eftir að hafa lokið stúdentsprófi. Þingmaðurinn lauk svo BA-prófi í mannfræði frá HÍ 2002 og því næst meistaraprófi í fötlunarfræði, líka frá HÍ,  2013, og hafði þá í mörg ár sinnt margvíslegum félagsstörfum, ekki síst fyrir örykja. Árið 2014 tók þingmaðurinn sæti á Alþingi og hefur verið þar síðan. Hvað heitir þessi þingmaður?

8.  Gyðja ein í norrænni goðafræði hefur það hlutverk að tryggja hinum guðunum eilífa æsku. Til þess hafði hún ávexti sem guðirnir átu af þegar þeir tóku að eldast — en reyndar voru ávextirnir úr gulli. Hvaða ávextir voru þetta?

9.  En hvað hét gyðjan?

10.  Hvað hét kvikmynd Stuðmanna sem frumsýnd var 1982?

***

Seinni aukaspurning:

Hver hefur hér verið gómaður?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Höfn.

2.  Jamaíka.

3.  Franklin Delano.

4.  Eleanor.

5.  Vísir.

6.  Neskaupstað.

7.  Steinunn Þóra.

8.  Epli.

9.  Iðunn.

10.  Með allt á hreinu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Cruella de Vil eða Grimmhildur eins og hún er nefnd á íslensku.

Á neðri myndinni er Karl Dönitz, flotaforingi í Hitlers-Þýskalandi og arftaki Hitlers í nokkra daga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
1
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.
Sýnin aldrei skoðuð af óháðum sérfræðingum
6
Fréttir

Sýn­in aldrei skoð­uð af óháð­um sér­fræð­ing­um

Embætti land­lækn­is tókst ekki að fá óháð­an er­lend­an að­ila til að end­ur­skoða sýni í kjöl­far al­var­legra mistaka sem voru gerð við grein­ingu sýna á Leit­ar­stöð Krabba­meins­fé­lags­ins ár­ið 2018. „Eng­inn að­ili hafði bol­magn til að taka á móti svo mörg­um sýn­um og af­greiða með skjót­um hætti,“ seg­ir í svari land­lækn­is við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
3
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár