Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

812. spurningaþraut: Bandaríkjaforseti og frú hans, þingmaður og fyrirtæki í Grindavík

812. spurningaþraut: Bandaríkjaforseti og frú hans, þingmaður og fyrirtæki í Grindavík

Fyrri aukaspurning:

Hvað nefnist sú persóna sem sjá má á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða þéttbýlisstaður er næstur Suðursveit?

2.  Í hvaða Ameríkulandi heitir höfuðborgin Kingston?

3.  Roosevelt hét Bandaríkjaforseti nokkur sem sat að völdum frá 1933 til 1945. Hann bar og notaði tvö skírnarnöfn. Hver voru þau?

4.  Eiginkona Roosevelts þessa var litlu síðri skörungur en eiginmaðurinn og var miklu aðsópsmeiri en títt hafði verið um forsetafrúr fram að hennar dögum. Hvað hét hún að skírnarnafni?

5.  Síldarvinnslan var að kaupa sér fyrirtæki í Grindavík. Hvað heitir fyrirtækið í Grindavík?

6.  En hvar hefur Síldarvinnslan bækistöðvar sínar?

7.  Á þeim stað, þar sem Síldarvinnslan hefur bækistöðvar, fæddist verðandi þingmaður á Alþingi Íslendinga 1977 og vann einmitt hjá Síldarvinnslunni í nokkur ár eftir að hafa lokið stúdentsprófi. Þingmaðurinn lauk svo BA-prófi í mannfræði frá HÍ 2002 og því næst meistaraprófi í fötlunarfræði, líka frá HÍ,  2013, og hafði þá í mörg ár sinnt margvíslegum félagsstörfum, ekki síst fyrir örykja. Árið 2014 tók þingmaðurinn sæti á Alþingi og hefur verið þar síðan. Hvað heitir þessi þingmaður?

8.  Gyðja ein í norrænni goðafræði hefur það hlutverk að tryggja hinum guðunum eilífa æsku. Til þess hafði hún ávexti sem guðirnir átu af þegar þeir tóku að eldast — en reyndar voru ávextirnir úr gulli. Hvaða ávextir voru þetta?

9.  En hvað hét gyðjan?

10.  Hvað hét kvikmynd Stuðmanna sem frumsýnd var 1982?

***

Seinni aukaspurning:

Hver hefur hér verið gómaður?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Höfn.

2.  Jamaíka.

3.  Franklin Delano.

4.  Eleanor.

5.  Vísir.

6.  Neskaupstað.

7.  Steinunn Þóra.

8.  Epli.

9.  Iðunn.

10.  Með allt á hreinu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Cruella de Vil eða Grimmhildur eins og hún er nefnd á íslensku.

Á neðri myndinni er Karl Dönitz, flotaforingi í Hitlers-Þýskalandi og arftaki Hitlers í nokkra daga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár