Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarmaður stóð frammi fyrir því árið 2011 að Freyjulundur, húsið hennar í Eyjafirði, var orðið of lítið. Fjölskyldan hafði þá búið og starfað þar síðan árið 2004. „Allt var orðið hlaðið, svo varla var hægt að vinna stór verk í rýminu,“ segir Aðalheiður sem er meðal annars þekkt fyrir stórar mannastyttur úr við, sem þurfa sitt pláss.
Þegar rýmið fór að minnka í kringum fjölskylduna fór hugur hennar á fullt og ýmsir möguleikar voru kannaðir. „Ég hefði getað byggt við Freyjulund, leigt mér geymslu eða leitað að öðru húsi - sem varð úr,“ segir Aðalheiður sem fann þá Alþýðuhúsið, gamalt félagsheimili Siglfirðinga. Þess má geta að Freyjulundur er líka gamalt samkomuhús, félagsheimili Arnarneshrepps og stendur miðja vegu milli Akureyrar og Dalvíkur. „Ég er sem sé að sanka að mér félagsheimilum …
Athugasemdir